Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1975, Page 60
58
talin hafa dregist saman um 9% á árinu 1975. Einkaneysla varð um 11%
minni en árið áður, en samneysla jókst um 2%, sem er mun hægari aukn-
ing en undanfarin ár. Fjármunamyndun er í heild talin hafa dregist
saman um 8%. Þróun utanríkisviðskipta varð afar óhagstæð á árinu.
Viðskiptakjörin við útlönd versnuðu að mun, eins og áður var getið,
og voru að meðaltali á árinu um 15% lakari en 1974 og um 24% lakari
en að meðaltali 1973. Atvinnuástand breyttist nokkuð á árinu, þótt
skráð atvinnuleysi ykist aðeins óverulega. Hin almenna umframeftir-
spurn eftir vinnuafli, sem gætt hafði frá 1972 og allt fram á síðari
hluta ársins 1974, hvarf á árinu, og varð þá fremur vart nokkurs sam-
dráttar í atvinnu með styttingu vinnutíma í nokkrum greinum.
Verðlag vöru og þjónustu á árinu 1975 varð um 50% hærra að meðaltali
en árið 1974,og varð það nokkuð meiri meðalhækkun en árið á undan.
Mjög dró hins vegar úr verðlagshækkunum síðari hluta ársins frá því
sem verið hafði framan af árinu og á árinu 1974. Kaupmáttur ráðstöf-
unartekna - miðaður við verðlag- vöru og þjónustu - er talinn hafa
minnkað um 14^% í heild á árinu 1975,en um 15§% á mann. Ríkisfjármál-
in árið 1975 einkenndust af mikilli auknlngu ríkisútgjalda umfram
tekjuaukningu og því miklum greiðsluhalla. Hlutfall ríkisútgjalda af
þjóðarframleiðslu hækkaði úr 28 -29% árið 1974 í 29 -30% árið 1975.^
1); Úr skýrslum Þjóðhagsstof nunar .