Nýtt land-frjáls þjóð - 17.01.1969, Síða 6

Nýtt land-frjáls þjóð - 17.01.1969, Síða 6
NÝTT LAND FRTALS Þ.TQÐ S m 1 m m 1« [S [« P n p l§i B m g ;K I ::r gð [aj :-i «i :í » K !k | I i«l m Magnús T. Ólafsson skrifar um erlend málefni; ALLRA VEÐRA VON . Við áramótin ríkti um alla Evrópu ástand sem kalla má Iogn, miðað við stormana sem gengið höfðu yfir álfuna á liðnu ári. Áflog og grjót- kast milli kaþólskra manna og mótmælenda í Norður-ír- landi um jólin minnti rétt á að þeim sem ákafast ákalla friðarhöfðingjann frá Betle- hem gengur að jafnaði ekki hóti skár að lifa eftir boðskap meistara síns en áhangend- um mismunandi afbrigða ver aldarhyggju. Sú rimma rask- aði þó lítt ró manna annars- staðar á Bretlandseyjum, hvað þá heldur fjær vett- vangi. En víða uggir menn að kyrrðin sé aðeins á yfirborð- inu, undir niðri ólgTÖfl sem geta þegar minnst varir brot- izt fram í nýjum átökum og sprengingum . Óþarfi er að rifja upp ein- staka atburði liðins árs, hinir helztu þeirra hljóta að vera í fersku minni öllum þeim sem á annað borð fylgjast með umheiminum. Það sem máli skiptir er að leitast við að gera sér grein fyrir merkingu þess sem gerzt hefur, átta sig á hvaða ástandi það ber vott. Þá verður það fyrst fyr- ir, að í þýðingarmiklum atrið um er svipmót stórviðburð- anna í báðum hlutum Evrópu svo Iíkt að furðu gegnir, þeg- ar tillit er tekið til tvískipting ar álfunnar, sem á þessu ári hefur staðið lítt breytt í ald- arfjórðung. í Prag og í París, í Frankfurt og í Varsjá hefur unga kynslóðin beitt sér fyrir uppreisn gegn ríkjandi valda kerfi. Á öllum þessum stöð- um hafa valdhafamir bælt uppreisnaröflin niður með mismunandi mikilli valdbeit- ingu,í Tékkóslóvakíu með er- lendri innrás, en orsakimar til að uppúr sauð em ekki þar með úr sögunni. Minnstu munaði að banda- lag menntamanna og verka- manna í Frakklandi steypti ríkisstjóminni, í Tékkóslóva- kíu hrósuðu hliðstæð þjóðfél- agsöfl sigri unz sovézkar skriðdrekasveitir gripu í taum ana, og á báðum stöðum var markmið uppreisnarmanna í grundvallaratriðum hið sama, að knýja fram að hinn ó- breytti borgari fái aðstöðu til að hafa áhrif á ákvarðánir og ráðstafanir sem móta lífsskil- yrði hans, að hnekkja alræði svifaseins, íhaldssams og sér- drægs skriffinnskuvalds. Svip uð stefnumál hafa verið sett á oddinn í átökum sem átt hafa sér stað í Vestúr-Þýzka- landi, Póllandi, Júgóslavíu, á Ítalíu og Spáni, svo þau Iönd ein séu nefnd þar sem mest hefur skorizt í odda. Þegar slík alda fer nær samtímis um mörg lönd, fer ekki hjá því að undirrótin liggur djúpt í ríkjandi þjóð- félagsháttum, í þeim þáttum sem sameiginlegir eru hin- um mismunandi hagkerfum. Þar berast böndin að þeim breytingum á framleiðsluhátt um sem hlotið hafa nafnið tæknibyltingin, og skollið hafa yfir þróuð iðnaðarríki með hraða sem á sér engin fordæmi. Framvindan rennir æ styrkari stoðum undir mál- stað þeirra sem halda því fram að tæknibyltingin sé ekki síður djúptæk og afdrifa rík fyrir þjóðfélögin en iðn- byltingin var á sínum tíma. Engum vafa er Iengur bund- ið að hún megnar að skapa þjóðfélagsandstæður sem valdið geta byltingarkennd- um árekstrum, sem verða þeim mun harðari sem ríkj- andi valdakeríi hlutaðeig- andi ríkis er stirðara í vöfum og einstrengingslegra í starfs háttum. Tæknibyltingin hefur ekki aðeins áhrif innan vébanda einstakra þjóðfélaga, heldur einnig á samskiptí ríkjanna. Rússar setja upp vélbyssu- hreiður á göt- um Prögu. Magnús Torfi Ólafsson. Myndun eínahagsheilda í Evrópu, Efnahagsbandalags- ins, Fríverzlunarsvæðisins og Comecon, stafar tvímælalaust af þeim kröfum sem tækni- byltingin gerir til markaðs- skilyrða og verkaskiptingar. Jafnframt verða árekstrar og andstæður koma upp, þegar forusturíki í hverri efnahags- heild um sig reyna að ota sínum tota. Bretland á við lát- lausa efnahagsörðugleika að etja ,sem reynt er að ráða fram úr með því að Ieita inn- göngu í Efnahagsbandalagið. Þar strandar á Frakklandi, 'sem ekki vill fvrirgera lykil- aðstöðu sinní meðan banda- lagið er í mótun. Eftir langt þóf kemur Vestur-Þýzkaland fram með málamiðlunartil- lögu, þar sem gert er ráð fyr- ir sérstökum samningi um við skiptaívilnanir milli Efna- hagsbandalags og Fríverzl- unarsvæðis. Þá er Bandaríkj- unum að mæta, stjómin í Washington sendir mótmæla orðsendingu til Bonn, og staðhæfir að þýzka tillagan brjóti í bág við alþjóðasamn- inga um jöfnuð í tollaálögum og viðskiptareglum. Við þetta sat nú um ára- mótin, að afstöðnum fundi fjármálaráðherra og rílds- bankastjóra auðugustu ríkja Vestur-Evrópu og Ameríku, þar sem Vestur-Þjóðverjar vísuðu á bug kröfinn helztu viðskiptaríkja sinna og banda manna, Bandaríkjanna, Bret- Iands og Frakklands, um hækkun á gengi marksins. í staðinn vom gerðar bráða- birgðaráðstafanir til að styrkja frankann, en að öðra Ieyti látin óbreytt þau skil- yrði sem haft hafa í för með sér hverja spákaupmennsku- hrotuna af annarri með gull °g gjaldmiðla. Fésterkir aðil- ar geta því tekið að leika sama leik strax á ný strax og næsta tækifæri býðst. Götuóeirðir í París sl. vor. Eins og í pottinn er búið skyldi því enginn undrast að til nýrra stórtíðinda dragi í Evrópu á nýja árinu, hversu rólegt sem er um áramótin. Öflin í austri og vestri sem vilja ríghalda í óbreytt ástand hafa borið hærri hlut til þessa, en þess sjást engin merki að þau kunni nein ráð sem að gagni koma til að ráða fram úr aðsteðjandi vandamálum. M. T. Ó. J3 i!IS1igllglMlglRIIBllS!IBllg|(g|ig5j||g|gHg|ii»|g|g|gl|gBpRiagraiSIIS|ggH|g|g||gBIBPIglglWSISII«ISIRIISIIS^llg|l^ia^lgll5ISII8IIS|g|Riatel>«BtPBHtl«IWÍiat» Ragnar Böðvarsson, bóndi, Voðmúlastöðum Samstarf en ekki sundrung. Hreyfing í stað flokka? Ég hygg, að aðstæður til flokksstofnunar séu óvenju góðar i?m þessar mundir og verði á næstu árum, vegna miög almennrar óánægju með gömlu flokkana. Að visu dreg ég mjög i efa að stjórnmálaflokkar i núver- andi mynd eigi langa fram- tið fyrir sér, að fellst alls ekki á að þeir séu óhjá- kvœmilegur þáttur i lýðræð- islegu stjórnarfari. Ég hirði þó ekki að rökstyðja þessa skoðun nánar að sinni, enda veit ég að enn um sinn verða stjórnmálaflokkarnir nauð- synlegir hverju þjóðfélagi. Á meðan þeir verða það, ætti það að vera vinstri mönn- um keppikefli að byggja flokkskerfi sitt þannig upp, að það verði sem sterkast mótvægi gegn hinum íhalds- samari öflum. Nú hljóta allir þeir, sem einhver kynni hafa af pólitískum skoðun- um tslendinga að vita, að verulegur hluti kjósenda hinna þriggja vinstri flokk- anna á raunverulega heima í sama flokki. Raunar þekki ég svo fáa Alþýðuflokks- menn, að ég get varla dæmt um skoðanir þeirra, en ég fullyrði, að hinir róttækari Framsóknarmenn, og þeir eru miklu fleiri en hinir hægfara, a.m.k. til sveita, og lýðræðissinnaðir Alþýðu- bandalagsmenn, eru í öllum höfuðatriðum sammála um hvernig stjórna eigi þjóðfé- laginu. Það er því fram úr hófi ergifegt, að forsvars- mönnum þessara skoðana- hópa skuli ekki takast að marka sér sameiginlegan vettvang til þess að berjast á. En því miður eru varla miklar líkur til að sá vett- vangur verði markaður á næstunni, og veldur þvi margt: persónulegur og flokkslegur metnaður, fast- heldni við ákveðin en oft ó- raunhæf hugtök og fordóm- ar gegn öðrum, og svo marg umrædd elli stjómmálafor- ingjanna að árum og hugs- unarhætti. Nú mætti kannski álykta sem svo, að röksemdir fyrir samvinnu eða sameiningu vinstri aflanna séu jafn- framt röksemíir gegn stofn- un nýs flokks. Ég álít þó, að nýr flokkur yrði jafnvel Ifk- legri til þess að sameina vinstri öflin en nokkur gömlu flokkanna. Raunar væri það óþörf bjartsýni að búast við að hann hlyti fylgi

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.