Nýtt land-frjáls þjóð - 17.01.1969, Page 10

Nýtt land-frjáls þjóð - 17.01.1969, Page 10
10 NYTTLAND FR.TÁLS ÞJÓÐ Hreyfing Framhald af bls. 7. hlutverk sérfræðinga í slíkri heildarstjórn allmikið. Of- trú á sérfræðingum er þó hættuleg, ef kjörnir fulltrú- ar, á alþingi og í ráðum, sem stjórna eiga atvinnuvegun- um, eiga að vera annað en nafnið tómt. Nýr flokkur þyrfti auðvit- að að leggja áherzlu á áhrif hvers vinnandi manns inn- an sinnar atvinnugreinar, og styðja samvinnu og félags- rekstur í ýmsum myndum. Ragnar Böðvarsson. Um hvað Frh. af bls. 12. fulltrúarnir að viðurkenna samninga Jóns og Eðvarðs. Og Sjálfstæðismennirnir neituðu að láta kratabrodd- ana hafa sig að verzlunar- vöru. Og svo þykist Þjóðviljinn þess umkominn að hafa uppi brigzl um launverzlun og leynimakk við stjórnar- flokk.Halda þeir að Björn og Hannibal hafi gert sömu verzlun við stjómarliðið og þeir? Þeir þekkja prísinn! Hví segja þeir ekki frá honum? Mega þeir Framh. af bls. 4. hendur í hári skattsvikara, þar eð nú bar enga nauðsyn til lengur að svíkja undan skatti, heldur bar slíkt at- hæfi vott um glæpsamlegt hugarfar, slíkir náungar væru illgresi í aldingarði hins frjálsa atvinnureksturs, sem stéttin væri betur án, og skyldu því upprættir verða. En enn er kvartað undan að ekki sé hægt að reka nokkurn rekstur á strang- heiðarlegan hátt, samkvæmt laganna bókstaf, nauðsyn brjóti lög. Ef það er svo, er ekki við vinstri menn, sem engu hafa ráðið síðasta áratug, að sak- ast. „Drottinn, vernda þú mig fyrir vinum mínum, ó- vini mína skal ég sjá um sjálfur," var einu sinni sagt. Eg veit ekki til þess, að nokkur vinstri maður — og tel ég þá ekki pólitíska of- stækismenn undir því heiti — sé á móti því að fyrirtæki séu rekin á hagkvæman hátt og skili arði. Við erum ekk- ert hrifnir af ströngum verð lagsákvæðum undir eftirliti ríkisrekins skriffinnsku- bákns,, en við teljum það sjálfsagða nauðvörn al- mennings í þjóðfélagi, sem skortir bæði með öllu kröft- Hinn mikli árangur sem náðst hefur með starfi SÍBS, byggist á því að fjöldi íslendinga hef- ur stutt samtökin. Á síðasta ári kom í Ijós að enn fjölgar þeim íslendingum sem kaupa miða í happdrætti SÍBS. Þeim mun enn fjölga á þessu ári, ekki sízt vegna þess að verS miða er óbreytt frá 1968. Auðvitað ræður þ'að miklu um þátttöku fjöldans í happdrætti SÍBS að vinningar eru fjölda- margir og vinningslíkur ekki meiri í nokkru öðru happdrætti Á aðalvinningaskrá eru sam- tals 16280 vinningar og heild- arverðmæti þeirra kr. 37.444.000.00 Meira en fjórði hver mi3i hlýt- ur vinning og sumir vinning- ar eru mjög háir,sá hæsti ein milljón króna. Og það eru aðeins heilmiðar og aðeins ein röð. Til viðbótar þessum 16280 vinningum er svo dýrmætur aukavinningur. Margir hafa eflaust dáðst að þessum dýrlega bíl er Simon Templar hefur gert frægan í Dýrlingsmyndunum. Nú er tækifærið til að freista gæfunnar; Volvo 1800S,sport- bíll, er aukavinningur í happ- drætti SÍBS 1969. í happdrætti SÍBS 1969 eru vinningslíkur óviðjafnanlegar, en verð miðanna óbreytt. uga samkeppni um verð og vörugæði — og skipulögð og öflug neytendasamtök. Og við erum á móti því, að heil byggðarlög eða stór- ir hópar manna séu háðir dutlungum einnar fjöl- skyldu, eða því, hvernig rætist úr syni eða tengda- syni Bogesens gamla, með alla afkomu sína og lifi- brauð. Við erum á móti því pukri og leynd, sem hvílir hér yfir allri afkomu fyrir- tækja og atvinnuvega. Við erum á móti óná- kvæmu, rangfærðu og föls- uðu bókhaldi. Við erum á móti skattsvik um, sem allir vita að fer fram í stórum stíl. Við erum á móti þeirri dýrtíð og óðaverðbólgu, sem étur jafnóðum upp alla sjóði einstaklinga sem fyrir- tækja, og veldur því, að hverjum eyri, sem unnt er, er „stolið" út úr rekstrin- um. og fleygt jafnóðum í vanhugsaða og oft óarðbæra fjárfestingu á þeirri for- sendu, að „steinsteypan standi alltaí fyrir sínu.“ í fáum orðum sagt, við erum á móti því þjóðfélagi brasks og óheilinda, sem gerir alla að þjófum. Við viljum að fyrirtækin græði. Við viljum að þau eflist og dafni hvert svo sem rekstrarform þeirra er. Við viljum að þau stækki að mannvirkjum og tækjakosti og skili eigendum hæfileg- um arði af fjármagni sínu. En við viljum fyrst og fremst að þau græði nóg til að veita fleirum vinnu, geti greitt hærra kaup, stytt vinnutíma og lengt orlof og sumarfrí, bætt aðbúnað á vinnustað — í fáum orðum sagt, fært verkafólki sínu betri kjör á sem flestum. Um þá hlið málsins ætlum við aðsópsmiklum verkalýðs félögum að sjá með frjáls- um samnmguirí, Græðið þið á opinberan og heiðarlegan hátt. Verka- lýðshreyfingin mun vissu- lega sjá um hitt. ÓH.

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.