Nýtt land-frjáls þjóð - 07.10.1971, Side 5
NÝTT LAND
s
Sameining verkalýösfeiaga
Sameinlng ísafjarðar og
Eyrahrepps er nú komin til
framkvæmda. Það verður ekki
annað sagt, en að framlag
þessara byggðarlaga til hag-
kvæmara sambýlis sé til fyrir
mjmdar.
í framhaldi af sameiningu
þessarra sveitafélaga samein-
ast verkalýðs- og sjómanna-
félag-Bnífsdælinga nú verka-
lýðsféáögnnmn á ísafirði.
Næturvinnubami
Rcam til ársins 1930 mátti
heita að atvinnurekendur
væru að mestu sjálfráðir um
hvort þeir létu vinna auka-
vinnu, ef þeir aðeins greiddu
slika vinnu samkvæmt töxt-
um eða samningum við verka
lýðsfélögin.
Árið 1930 verða straum-
hvörf í þessu efni. — Vegna
skefjalausrar næturvinnu við
Reykjavíkurhöfn greip Dags-
brún til þess ráðs að banna
alla næturvinnu. Atvinnurek-
endur mótmæltu þessum ráð-
stöfunum verkamanna og
töldu sér heimilt að láta vinna
næturvinnu þegar þeim sýnd
ist svo. —
Dagsbrún fylgdi næturvinnu
banninu fast eftir og leið ekki
á löngu þar til bannið var al-
gert og síðan hafa atvinnurek
endur ekki haft uppi nein and
mæli gegn næturvinnubanni.
Enda hafa mörg verkalýðs-
félög sett á aukavinnubann
um lengri eða skemri tíma.
Nú bregður hinsvegar svo við
að „Neytendasamtökin" hafa
skorið upp herör gegn þess-
um hefðbundnu réttindum
verkalýðsfélaga, þ. e. rétti
þeirra til þess að spyrna gegn
óhóflegum vinnutíma, og láta
sig enga skipta þótt meiri-
hluta atvinnurekenda — kaup
menn — séu á öndverðum
meið við „Neytendasamtökin“.
Ekki skal það dregið í efa
að neytendasamtök geti kom-
ið að gagni fyrir neytendur
almennt. Hinsvegar orkar það
ekki tvimælls, að þessi neyt-
endasamtök hafa ekki umboð
nema mjög lítils hluta neyt-
enda, því félagsmannatala
þessara samtaka er ekki nema
örlitið brot neytenda. —
Innan verkalýðsfélaganna
er vafalaust 50 sinnum fleiri
neytendur en í þessum svo-
kölluðu neytendasamtökum,
og eru stéttarsamtökin vafa-
laust miklu betri málsvarar
neytenda en neytendasamtök
in. —
Um nauðsyn þess að af-
greiðslufólk í verzlunum vinni
lengur en aðrir launþegar m.a.
vegna þess að launþegar al-
mennt eigi þess ekki kost að
afla sér lífsnauðsynja á venju
legum sölutíma verzlana skal
ekki fjölyrt að sinni, það verð
ur gert síðar, þegar aðstaða
launþega til innkaupa á nauð
synjum hefur verið könnuð
ítarlega.
Lífeyrissjóðslán
Með samningum verkalýðs-
félaganna vorið 1969 var kom-
ið á fót lífeyrissjóðstryggingu
fyrir alla þá félagsmenn í
verkalýðsfélögum, sem þá voru
ekki í lífeyrissjóðum. Þessi
nýju sjóðir tóku til starfa í
ársbyrjun 1970 og hafa nú
starfað í nærri tvö ár.
Nokkrir þessara nýstofnuðu
lífeyrissjóða hafa þegar hafið
lánastarfsemi til hinna
tryggðu, má þar nefna Starfs
stúlknafélagið Sókn og fimm
sveinafélög innan Málm- og
skipasmiðasambandsins, sem
nú hafa auglýst eftir umsókn-
um um lán. — Gert er ráð
fyrir að Lífeyrissjóður Dags-
brúnar og Framsóknar aug-
lýsi bráðlega eftir lánsumsókn
um, en sá sjóður hefur innan
vébanda sinna um helming
þeirra, sem fengu lífeyris-
sjóðsréttindi í Reykjavík í árs
byrjun 1970.
í hinum eldri lífeyrissjóð-
um hefur verið lögð misjafn-
lega mikil áhersla á lánastarf
semi sjóðanna til hinna
tryggðu. Það er hinsvegar aug
ljóst mál, að handbæru fé sjóð
anna á að verja til lánveit-
inga til þeirra launþega, sem
að sjóðnum standa og eiga þá.
Pétur á Langalandi
Pétur á Langalandi.
Langaland er lítil eyja í
Danmörku, þar eru 3 kaup-
staðir, þar er einnig mest at-
vinnuleysi í landinu, 18-20%.
Atvinna hefur gengið saman
vegna aukinnar vélanotkun-
ar á stórbýlum eyjarinnar,
einnig brugðust vonir eyjar-
skeggja um aukinn iðnað, sem
reiknað var með að fylgdi í
kjölfar hinnar miklu brúar,
sem 'tengir byggðina við megin
landið; tekjur sveita.rföag-
anna hafa minnkað, bameign
um fækkað o.s.frv.
Þar er Pétur 56 ára gamall
landbúnaðarverkamaður, at-
vinnulaus. Fær sem svarar
700 kr. ísl. í atvinnuleysisstyrk
á dag. Ef Pétur missir atvinnu
leysisbæturnar og réttinn til
þess að vera áfram í verka-
lýðsfélaginu, þá er það bara
sveitin. Þeir hafa boðið Pétri
endurhæfingu, en til hvers er
það, Pétur vill vera heima í
átthögum sínum, hann trúði
einu sinni á endurfæðingu,
en endurhæfingu, það er af
og frá.
Yfirvöldin hafa samt ekki
gleymt vandamálum Péturs,
borgarstjórinn er að hugsa
málið, vinnumarkaðsstofnun
ríkisins athugar gaumgæfi-
lega hvað hægt er að gera,
fjölmörg mannúðarfélög eru
hér líka að verki og síðast, en
ekki sízt, eru vandamál Pét-
urs hluti af eftirlætisviðfangs
efnum allra stjórnmálaflokka
í Danmörku. Nei, enginn hef-
ur gleymt honum Pétri A
Langalandi, allt kerfið J
fullum gangi.
STP
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Iðnskólinn í Reykjavík
MEISTARASKÓLI fyrir þá, sem hugsa sér að sækja
um viðurkenningu byggingarnefndar Reykjavíkur
til að standa fyrir mannvirkjagerð í umdæminu,
mun starfa i vetur ef næg þátttaka fæst.
Kennt verður seinnihluta dags, 20 — 24 tíma á viku,
og hefst kennsla væntanlega um mánaöarmótin
október — nóvember n.k.
Innritun fer fram í skrifstofu skólans dagana 4, til
14. október á skrifstofutíma.
SKÓLASTJÓRI.
AliGLÝSING
um gjaldfallinn þungaskatt skv. ökumælum.
Fjármálaráðuneytið minnir hér með þá bifreiða-
eigendur, sem hlut eiga að máli á, að gjalddagi
þungaskatts skv. ökumælum fyrir 3. ársfjórðung
1971 er 11. október og eindagi 21. dagur sama
mánaðar. Fyrir 11. október n.k. eiga því eigendur
ökumælisskyldra bifreiða að hafa komið með bif-
reiðar sínar til álestrar hjá næsta eftirlitsmanni
ökumæla.
Gjaldfallinn þungaskatt ber að greiða hjá viðkom-
andi innheimtumanni ríkissjóðs, sýslumanni eða
bæiarfógeta, en í Reykjavík hjá tollstjóra.
Þeir.bifreiðaeigendur, sem ekki hafa greitt skatt-
inn á eindaga mega búast við að bifreiðar þeirra
verða teknar úr umferð og númer þeirra tekin til
geymslu, unz full skil hafa verið gerð.
Fjármálaráðuneytið, 2. okt. 1971.
Attica
Framhald af bls. 1.
taka að gerast hraðar.
Samningaumleitunum er
haldið áfram en lítið miðar.
Svo kemur stórfréttin, Valdið
fyrirskipar innrás hers og
lögreglu í fangelsisgarðinn
eftir 4ra daga umsátur.
Skotvopnum er beitt misk-
unnarlaust, — þó hafa fang-
arnir engin skotvopn, ° þyrla
er látin dæla táragassprengj -
um niður í fangelsisgarðinn
áður en árásin er gerð. 32 fang
ar liggja dauðir, tala særðra
er ekki nefnd, og til að auka
enn á hryllinginn er uppslátt-
urinn, 8 fangaverðir skornir
á háls, mörgum timum áður
en árásin er gerð. Aftan við
er hnýtt, að fyrir morð á
fangaverði sé dauðarefsing í
New York-ríki. Enginn þeirra
sem þátt tekur í innrásinno
fellur.
En daginn eftir eru .nýjar
fréttir. Fallnir fangaverðir
eru 10 og enginn þeirra' er
hálsskorinn, þeir falla fyrir
byssukúlum, ekki frá föngún-
um, heldur lögreglu og her,
og síðar bætist við, af mistök-
um — auðvitað.
En þegar brotunum er rað-
að saman og myndin er heil-
leg orðin fyrir áhorfandanum,
magnast hinn óhugnanlegi
grunur, og ásjóna bandaríska
réttlætisþjóðfélagsins verður
að ófreskjuandliti kúgarans.
Það er aðeins verið að svið-
setja fjöldamorð róttækra
svertingja sem þátt hafa tekið
í réttindabaráttu kynstofns
síns gegn kúgurunum, þann-
ig að það líti út sem slys. Þess
vegna þarf ekki að reyna
samningaleiðina til þrautar,
þess vegna er ekki reynt að
svelta fangana til hlýðni,
þess vegna fá þeir ekki að
kynnast gashernaði af full-
komnustu gerð bandaríska
herveldisins. Þeir eru aðeins
blindaðir meðan lögreglan
fremur morð sín og „slys“.
Og ekki einu sinni „slysin“
eru tilviljun, heldur tæknileg
mistök fjöldamorðingjanna,
það þarf að hafa átýllu til að
grisja fangahjörðina enn
betur, átyllu til að geta dæmt
saklausa fanga í rafmagns-
stólinn fyrir morð á fanga-
vörðum samkvæmt lögum
New York-ríkis.
Valdið mun án efa réttlæta
gerðir sínar og hafa til þess
stuðning fjölmiðla heima og
erlendis. En rödd þess kúgaða
heyrist ekki, kannski féll
hann eða verður dæmdur fyr-
ir morð á fangaverði. En hvað
sem réttlætingum Valdsins
líður, fá þeír aldrei hreinsað
gruninn úr hugum þeiira sem
raða brotunum saman. Hann
verður einn ljótur dráttnrinn
í viðbót í óhugnanlegri ásjónu
bandarísks þjóðfélags. Þ.
Meinatækni
Staða meinatæknis við Sjúkrahús Húsavíkur er
laus til umsóknar. Starfinu getur fylgt lítil íbúð.
Góð launakjör. Sjálfstætt starf. Upplýsingar um
starfið gefur framkvæmdastjóri í síma 96-4-14-33.
Sjúkrahús Húsavíkur.
TILKYNNING
til foreldra 6 ára barna í Kópavogi.
Ákveðið hefur verið, að boða 6 ára börnin í skól-
ana mánudag og þriðjudag 11. og 12. október n.k.
Er þá gert ráð fyrir að annað hvort foreldri barns-
1 ins verði í fylgd með því og ræði við kennara um
barnið.
Haft verður samband við heimilin, bréflega eða i
síma, til að láta þau vita nánar um mænngartlma.
Fræðslustjóri.
V