Nýtt land-frjáls þjóð - 09.11.1972, Síða 1
KÓPAVOGS-
APÓTEK
Opiö Oli Kvöld tll Itl. í
aema Laugardaga til kL 2
og á stmnudögutn milli kl.
i og 3
Sími 40102
Auglýsingasímar
1-99-85 og
1-92-15
Bankarnir eru trygging-
arkerfi gömlu flokkanna
Þörf umbyltingar
á Alþingi þ. 5. þ. m. lagði Bjarni Guðnason fram eft-
irfarandi fyrirspurn til viðskiptaráðh., um banka-
mál:
1. Hvaða sjónarmið voru höfð í huga við val manna
í lefnd þá, sem skipuð var sl. sumar, til að end-
urskoða bankakerfið?
2. Hversu marga fundi hefur nefndin haldið? Hvern
ig miðar starfi hennar? Hvenær má gera ráð fyr-
ir, að hún ljúki störfum?
3. Hyggst ráðherra beita sér fyrir því, að starfs-
fólk ríkisbankanna fái aðild að bankaráðum, þeg
ar kosið verður í þau á yfirstandandi Alþingi?
herra svari því, hvað fyrir
honum vakti með slíkri nefnd-
arskipun.
Og vert er að vita, hvernig
þessari kerfisnefnd sækist
endurskoðun kerfisins.
Eins og flestir vita, eru
bankaráðin vandræðagripir,
sannarlega starfslitlar bitlinga-
nefndir. Þau móta enga banka-
pólitík, rétta upp hendur, þeg-
ar bankastjórar leggja fram
tillögur. Það ætti að leggja
bankaráðin niður. En úr því
að þau eru til, og engar horf-
ur á öðru en að þeim verðí
langra lífdaga auðið, er sjálf-
sagt að láta starfsfólkið fá
Framhald á 4. síðu.
Brandt. Honecker
Samkomulag þýzku ríkjanna
Viðurkenning Norðurlanda á Þýzka
alþýðulýðveldinu á næsta leiti
Sá stórmerki atburður átti sét
stað í þessari viku, að þýzku ríkin
tvö, Sambandslýðveldið og Þýzka
alþýðulýðveldið hafa náð sam-
komulagi um að Iáta að nokkru
af vinnubrögðum kalda stríðsins
og taka upp eðlilegri og friðsam-
legri samskipti en verið hefur.
SamkomuJagið felur í sér, að Sam-
bandisstjórnin viðurkennir fullveldi
Alþýðulýðveldisins, en Ieggur um
leið áherzlu á, að það sé ekki er-
lent ríki og enn skuli stefnt að
því að sameina bæði ríkin.
Jafnframt því sem ríkin skipt-
ast á sendimönnum, sem hafa þó
ekki sömu stöðu og sendiherrar,
aukast samskipti ríkjanna á flest-
um sviðum. Er hér um að rasða
einkum menningarleg og verzlun-
arleg tengsl. Og síðast en eþki
Framhaid á 4. síðu.
4. Hyggst ráðhezra beita sér fyrir því, að banka-
stjórastöður verði auglýstar lausar til umsóknar?
Barbarí
Þessar spurningar skýra sig
í raun réttri sjálfar. Banka-
málaráðherra skipaði s.l. sum-
ar nefnd til að endurskoða
bankakerfið og tóku sæti í
í henni Jóhannes Nordal, Jó-
hannes Elíasson, Magnús
Jónsson, Ármann Jakobs-
son og Björgvin Vilmund-
arson að viðbættum Guð-
mundi Hjartarsyni. Alla vinstri
menn rak í rogastanz við
þessa nefndarskipun, því að
þeir, sem eiga að endurskoða
kerfið, eru allir úr kerfinu. Og
er því bezt að bankamálaráð-
Nixon sigrar
mei yfirburðum
í bandarísku forsetakosningun-
um, sem fram fóru sl. þriðjudag,
vann Nixon yfirburðasigur. Þeg-
ar þetta er ritað, höfðu 90% at-
kvæða verið talin, og hafði Nix-
on hlotið 61% enMcGovern 38%.
Hafði Nixon betur í 48 ríkjum,
en McGovern í 2, Massachusett og
höfuðborginni Washington. Virð-
ist Nixon muni fá um 520 kjör-
menn. Sigur Nixons er einn hinn
mesti í sögu Bandaríkjanna og lík-
ist sigri Franklíns D. Roosevelts
1936, en þá hlaut hann 522 kjör-
menn.
Hins vegar juku demókratar við
sig sæti í öldungadeildinni, en
töpuðu 9 sætum í fuUtrúadeldinni.
Halda þeir eftir sem áður meiri-
bluta í báðum þingdeildum. Jafn-
framt bættu þeir við sig eintun
Nixon.
ríkisstjóra. — Þetta mikla afhroð,
sem demókratar guldu, er því að
mestu bundið við forsetakosning-
arnar.
Eggert Þorsteinsson um sameiningarmál:
„Það þarf vilja fólksins"
I Alþýðublaðinu s.l. þriðjudag var grein eftir Eggert Þor-
steinsson ritara Alþýðuflokksins, Um sameiningarmálið. Egg-
ert ræðir málið í grein þessari af raunsæi og án allra slag-
orða. Hann hefur mál sitt á því að gera grein fyrir viðhorfum
fólks á nýlega afstöðnu flokksþingi Alþýðuflokksins og skoð-
unum hinna ýmsu hópa þar, til sameiningarmálanna. En fyrst
og fremst gerir hann grein fyrir sínum eigin skoðunum til
þeirra. Nýtt land telur ástæðu til að endurprenta hér nokkra
kafla úr grein þessari. Snemma í grein sinni segir Eggert:
. . . MEÐ EÐA MÓTI
RÍKISSTJÓRN
Annar hópurinn, sem vildi að
allar frekari viðrasður yrðu stöðv-
aðar, sagði efnislega: Þessar sam-
einingarviðræður hafa þegar vald-
ið svo mikilli óeiningu og ólgu í
röðum flokksins að þær geta ald-
rei, héðan af, orðið til annars en
skaða fyrir flokkinn og þess vegna
er betra að hætta þeim nú þegar.
Því fyrr því betra. Við þetta var
svo bætt þeim rökum, að ekki geti
orðið um neina sameiningu að
ræða fyrr en Frjálslyndir og vinstri
menn hafi slitið stjórnarsamstarf-
inu, sem telja verður óhjákvæmi-
legt, og spyrja þá sömu aðila,
hvernig verður að leggja til sam-
eiginlegrar kosningabaráttu með
mönnum, sem verja stjórnarsam-
starfið, sem Alþýðuflokkurinn
hlýnir að gagnrýna.
Þriðji hópurinn, sem vildi
staldra við og er tortrygginn og
að því leyti samþykkur þeim, sem
nú þegar vilja hætta öllum frek-
ari -viðræðum,. telur - að viðræðurn-
ar hafi um of dregizt á langinn
án sýnilegrar niðurstöðu og af
þeim ástæðum auðvelt að segja,
að þær hafi þegar valdið okkur
skaða....
Ég fer ekkert dult með þá skoð-
un mína, nú sem fyrr í þessu
Framhald á -4. síðu.
Eggert G. Þorsteinsson,
ritari Alþýðitflokksins.
Úr bók bókanna
í stjórn Húsnæðismálastofnunarinnar sitja sendi-
sveinar stjórnmálaflokkanna, óneitanlega fögur bitl-
ingasveit. Þessir þuklarar, en svo nefnist sveitin á
óhefluðu máli, þágu á árinu 1971 eina milljón og sex-
tíu þúsund krónur í þóknun.
Verður er verkamaðurinn launanna.
Flugmálastjóri Agnar Kofoed er formaður flug-
ráðs og þá litlar 72 þúsundir króna fyrir á árinu 1971.
Fer einkar vel á því, að vera undirmaður sjálfs sín
og yfirmaður sjálfs sín og hafa eftirlit með sjálfum sér. J
Ríkisstjórnir koma og fara — en kerfið blífur. »