Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.01.1998, Qupperneq 5

Bæjarins besta - 14.01.1998, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 5 Nú er tækifærið að gera góð kaup ÚTSALA - ÚTSALA! Mikil umferð bifreiða um plan Fjórðungssjúkrahússins veldur ónæði Á áttunda hundrað bíla fara um inn- keyrslu stofnunarinnar á sólarhring Stjórnendur Heilsugæslu- stöðvarinnar og Fjórðungs- sjúkrahússins á Ísafirði hafa á undanförnum misserum, ítrekað óskað eftir því við bifreiðaeigendur á Ísafirði, að þeir aki ekki um bifreiðaplan stofnunarinnar að óþörfu, vegna þess ónæðis sem akst- urinn veldur oft á tíðum starfs- fólki og sjúklingum. Að sögn Guðjóns Brjánssonar, fram- kvæmdastjóra Heilbrigðis- stofnunarinnar í Ísafjarðarbæ, sem er nýtt heiti á rekstri sex sameinaða heilbrigðisstofn- ana á norðanverðum Vest- fjörðum, hafa tilmæli stjórn- enda stofnunarinnar borið fremur lítinn árangur til þessa. ,,Við höfum með öllum ráðum reynt að fá ökumenn til að hætta óþarfa akstri um plan stofnunarinnar, án þess þó að vera með harkalegar aðgerðir, en því miður án mik- ils árangurs. Við höfum lokað innkeyrslunni öðrum megin um helgar auk þess sem gerð var hraðahindrun við inn- Innkeyrslan að Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði er orðin einskonar ,,Hallærisplan” Ísfirðinga. keyrsluna, en ,,rúntur” bæjar- búa virðist ekki breytast við þessar aðgerðir. Við viljum beina þeim tilmælum til öku- manna og þá kannski sérstak- lega ungra ökumanna, að þeir venji sig við aðra leið. Inn- keyrslan er orðin einskonar ,,Hallærisplan” Ísfirðinga, samkomustaður bíla og ungra ökumanna. Þessi óþarfa akst- ur veldur oft á tíðum truflun á starfsemi stofnunarinnar, sér- staklega á kvöldin og á nótt- inni auk þess sem aksturinn getur skapað hættu þegar sjúkrabílar koma aðvífandi,” sagði Guðjón Brjánsson í samtali við blaðið. Í umferðartalningu sem stofnunin fékk Vegagerðina á Ísafirði til að framkvæma í október á síðasta ári, kom í ljós að 708 bílar fóru um inn- keyrsluna á sólarhring og telur Guðjón að hátt í 60% þeirra hafi verið ekið um innkeyrsl- una án þess að ökumennirnir hafi þurft á þjónustu stofnun- arinnar að halda eða að þeir hafi verið að heimsækja sjúkl- inga. Í framangreindri um- ferðartalningu sem stóð yfir frá 13. október til 31. október, kom í ljós að 12.736 bifreiðar fóru um innkeyrsluna eða að jafnaði 708 á sólarhring. Mestur var aksturinn síðdegis og fram yfir miðnætti. Á umræddu 18 daga tímabili var aksturinn minnstur miðviku- daginn 15. október eða 316 bílar en mestur mánudaginn 27. október eða 1.470 bílar. ,,Það sem verra er, er hinn slæmi umgangur bílstjóra og farþega sem eiga leið um svæðið. Þeir aka inn á planið, stoppa og tala saman og eru þá oft á tíðum búnir að kaupa sér næringu, og síðan er umbúðunum hent út úr bílun- um. Við erum að horfa upp á matarumbúðir, ölflöskur og dósir og ösku og sígarettu- stubba í innkeyrslunni. Þetta er slæmur og ljótur siður og því biðjum við ökumenn um að hlífa okkur við þessum ósóma. Þá má nefna að öku- menn fara hér niður í sundið, stoppa og kasta af sér vatni. Þetta þykir hentugur staður enda í skjóli fyrir veðri og vindum. Talningin sem Vega- gerðin framkvæmdi fyrir okkur segir okkur að ástandið hafi ekki mikið lagast og því viljum við skora á almenning að taka á þessu vandamáli og ganga um svæðið af tillits- semi,” sagði Guðjón. Sjálfstæðisflokkurinn í Ísafjarðarbæ Frestar prófkjöri til 21. febrúar Á fundi fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Ísafjarðar- bæ sem haldinn var um miðja síðustu viku var ákveðið að fresta prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosn- ingar til 21. febrúar nk., en til stóð að prófkjörið færi fram í lok þessa mánaðar. Ástæða þess að prófkjörinu hefur ver- ið frestað er sú að fyrir bæjar- stjórn Ísafjarðarbæjar liggur fyrir tillaga bæjarráðs um fækkun bæjarfulltrúa úr ellefu í níu. Fyrri umræða um tillög- una fór fram á fundi bæjar- stjórnar á fimmtudag í síðustu viku og er síðari umræða áætluð annan fimmtudag. ,,Okkar reglur gerðu ráð fyrir því að bæjarfulltrúarnir yrðu ellefu og ef það verða breytingar þar á, breytir það miklu fyrir væntanlega fram- bjóðendur. Þeir vilja að sjálf- sögðu fá að vita hvort þeir séu að bjóða sig fram sem aðal- fulltrúa eða sem varafulltrúa í bæjarstjórn. Hvort sem tillag- an verður samþykkt eður ei, breytist dagsetningin ekkert, enda þurfum við að auglýsa prófkjörið samkvæmt lögum,” sagði Guðmundur Marinós- son, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í samtali við blaðið. Samkvæmt upplýsingum blaðsins, hyggst einn bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Jónas Ólafsson, annar tveggja starfandi bæjarstjóra Ísafjarð- arbæjar, draga sig í hlé frá sveitarstjórnarmálum í vor eftir 30 ára starf í sveitarstjórn- um, þar af sem sveitarstjóri á Þingeyri í aldarfjórðung. Við- mælendur blaðsins innan flokksins, segja að fleiri breyt- ingar á mannavali geti verið á döfinni og heyrst hefur að oddviti sjálfstæðismanna, Þorsteinn Jóhannesson, sé alvarlega að íhuga að draga sig í hlé, hvort sem það verður á þann veg að hann hætti alfarið afskiptum af bæjar- málum eða að hann gefi ekki kost á sér í efstu sæti listans. Þá er þeirri spurningu ósvar- að hvort boðnir verða fram tveir listar sjálfstæðismanna, en eins og kunnugt er klofnaði meirihluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn í nóvember vegna Grunnskólamálsins svokall- aða. Jónas Ólafsson. Þorsteinn Jóhannesson. Sporthlaðan Hafnarstræti 2, Ísafirði Sími 456 4123 - Verslunin hættir - Útsalan hefst föstudaginn 16. janúar Úlpur, buxur, íþróttagallar, peysur, bolir, sokkar, skór

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.