Bæjarins besta - 14.01.1998, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998
Útgefandi:
H-prent ehf.
Sólgötu 9,
400 Ísafjörður
% 456 4560
o 456 4564
Netfang:
hprent@snerpa.is
Stafræn útgáfa:
http://www.snerpa.is/bb
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson
Halldór Sveinbjörnsson
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson
Blaðamaður:
Magnús Hávarðarson
Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.
Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er
óheimil nema heimilda sé getið.
Leiðari
Vestfirðir
12,5 milljóna ríkisstyrkir
Á fjárlögum ríkisins sem afgreidd voru fyrir hátíð ljóss
og friðar eru ráðgerð 3ja milljóna króna fjárveiting til
skógræktarverkefnisins Skjólskógar á Vestfjörðum. Er
þetta í fyrsta skipti sem þetta þarfa verkefni fær fjárveitingu
frá ríkisvaldinu. Þá fékk flugminjasafnið að Hnjóti á
Örlygshöfn 9,5 milljóna króna fjárveitingu til áframhald-
andi uppbyggingu safnsins.
Ísafjarðarbær
Íþróttamaður ársins
Stefnt er að því að kjör Íþróttamanns Ísafjarðarbæjar
fyrir árið 1997 fari fram í næstu viku, að sögn Björns
Helgasonar, íþrótta- og æskulýðsfulltúra Ísafjarðarbæjar.
Aðildarfélög Íþróttabandalags Ísafirðinga skiluðu tilnefn-
ingum sínum á mánudag og munu aðstandendur kjörsins
funda um nöfnin um næstu helgi. Íþróttamaður Ísafjarðar-
bæjar fyrir árið 1996 var Arnór Þ. Gunnarsson.
Ísafjarðarbær
Mengunarmælingar í Funa
Í byrjun desember voru lagðar fram niðurstöður meng-
unarmælinga sem gerðar voru í útblæstri sorpbrennslunnar
Funa 26. október. Mælingarnar voru framkvæmdar af
Iðntæknistofnun og voru sýni tekin úr útblæstri eftir vot-
hreinsibúnað. Niðurstöður voru: Ryk 110 mb/ m3, Kolmón-
oxíð (CO) minna 1,0 mg/m3, Vetnisklóríð (HCI) 20 mg /
m3 og lífrænt kolefni 1,7 mg/m3. Allt undir mörkum.
Fjöldi togara leitar vars í fyrstu brælu vetrarins
Nær allir rækjubátar í Bolungarvík
hafa verið frá veiðum frá áramótum
Fjöldi togara leitaði vars í
Ísafjarðarhöfn á mánudag
vegna brælu á Vestfjarða-
miðum. 10-12 vindstig voru á
miðunum á mánudag en veður
tók heldur að lægja í gær og
héldu þá flestir togaranna til
veiða á ný. Auk þeirra togara
sem komu til hafnar á Ísafirði
biðu fjölmargir aðrir af sér
veðrið undir Grænuhlíð.
Páll Pálsson landaði 80
tonnum af blönduðum afla á
mánudag, Stefnir landaði 40
tonnum af blönduðum afla og
Framnes landaði 40 tonnum
af rækju. Þá komu Júlíus
Geirmundsson, Baldvin Þor-
steinsson, Akureyrin, Snorri
Sturluson og Sunna inn vegna
veðurs.
Þrátt fyrir brælu héldu tveir
rækjubátar frá Ísafirði til veiða
á mánudag, Bára ÍS sem kom
með 1,5 tonn og Valur sem
kom með 1,3 tonn. Slæm
skilyrði hafa verið til veiða í
Ísafjarðardjúpi frá áramótum
og má sem dæmi nefna að
aðeins tveir af tíu rækjubátum
Bolvíkinga hafa komist til
veiða undanfarna 14 daga,
Páll Helgi ÍS sem hefur farið í
nokkra róðra og Hafrún ÍS
sem hefur komist í einn róður.
Frá Bolungarvíkurhöfn. Aðeins tveir rækjubátar hafa komist til veiða frá Bolungarvík frá áramótum vegna ótíðar.
Sex heilbrigðisstofnanir sameinaðar á Vestfjörðum
Heilbrigðisstofnunin, Ísafjarðarbæ
Um síðustu áramót voru sex
heilbrigðisstofnanir á norð-
anverðum Vestfjörðum sam-
einaðar undir einn hatt. Um
er að ræða Sjúkraskýlið á
Þingeyri, Heilsugæslustöðina
á Þingeyri, Öldrunarstofnun
Önfirðinga á Flateyri, Heilsu-
gæslustöðina á Flateyri,
Fjórðungssjúkrahúsið á Ísa-
firði og Heilsugæslustöðina á
Ísafirði. Hinni nýju stofnun
hefur verið gefið nafnið Heil-
brigðisstofnunin, Ísafjarða-
rbæ.
Í fréttatilkynningu frá stofn-
uninni segir að ekki sé gert
ráð fyrir umtalsverðri breyt-
ingu á daglegri strafsemi
þeirra þjónustugreina sem hér
eiga í hlut, að minnsta kosti
ekki fyrst um sinn. Þess í stað
er fyrst og fremst stefnt að
stjórnunarlegri hagræðingu
og aukinni skilvirkni.
Sameiginleg stjórnsýsla
framangreindra sex sjálfstæðu
eininga hefur verið flutt á
skrifstofu Heilbrigðisstofn-
unarinnar að Torfnesi á Ísa-
firði.
Sameiginleg stjórnsýsla sex heilbrigðisstofnana á norðanverðum Vestfjörðum hefur verið flutt að skrifstofu Heilbrigðis-
stofnunarinnar, Ísafjarðarbæ að Torfnesi á Ísafirði.
Ögrun við þjóðina
Allt bendir til að kjara-
deila sjómanna og útvegs-
manna sé komin í illleysan-
legan hnút. Vandséð er hvernig hann verður leystur.
Reyndar er farið að ía að því að höggva verður á
hnútinn með lagasetningu þótt erfitt sé að sjá fyrir að
slík íhlutun leysi nokkurn vanda.
Þegar deilur af þessu tagi eru uppi virðast allir hafa
áhyggjur þótt af mismunandi toga séu spunnar. Áhyggjur
forsætisráðherra leyndu sér ekki í áramótaávarpi hans
og yfirskyggðu nýársgjöfina til þjóðarinnar; hærri laun,
lægri skatta, strax á morgun.
,,Einn skuggi hvílir þó yfir kjaramálunum. Flest
bendir til að deilur útgerðarmanna og sjómanna endi í
illindum og verkföllum. Það gæti leitt til þess að
milljarða verðmæti sigli fram hjá íslensku þjóðinni í
orðsins fyllstu merkingu. Þetta er ómöguleg staða. Við
hljótum öll að gera kröfur til þeirra, sem ábyrgð bera,
að þeir leysi þennan hnút áður en út í fenið er komið.
Þeir hafa af eðlilegum ástæðum afnot af auðlindum
sjávar í kringum landið. Þeim eru ekki önnur skilyrði
sett, en að þær séu nýttar vel og skynsamlega í þjóðar
þágu. Það er mikil ögrun við þjóðina ef mál skipast svo,
að hagsmunaaðilum í sjávarútvegi tekst ekki að standa
við þau sanngjörnu skilyrði.”
Áhyggjur forsætisráðherra eru skiljanlegar. Það er
laukrétt að mikil verðmæti eru í húfi. Og vissulega
fylgir ábyrgð verkföllum, sem alltaf eiga að vera það
síðasta, sem gripið er til. En það leynist fleira í orðum
ráðherrans, sem vert að að huga að og það vakna
spurningar: Hver erum við þessi ,,öll”, sem gerum
kröfur? Og hverjir eru ,,þeir” sem ábyrgð bera og
hverjir bera ekki ábyrgð? Hverjir hnýttu hnútinn, sem
er að draga okkur út í fenið?
Er úr vegi að spyrja: Hver væri staðan í samninga-
málum sjómanna og útvegsmanna ef forsætisráðherra
og liðsmenn hans á hinu háa Alþingi hefðu ekki hnýtt
þá hnúta í fiskveiðistjórnuninni, sem augsýnilega eru
eitt helsta ásteytingarefni deilunnar?
,,Við öll” erum síður en svo sammála því að það séu
,,eðlilegar ástæður” fyrir því að einstaklingar og fyrir-
tæki braski með auðlindir sjávar í skjóli stjórnvalda
jafn ótæpilega og raun ber vitni og sem ráðherrann og
meðreiðarsveinar hans leggja blessun sína yfir með því
að lyfta ekki litla fingri til að uppræta ósómann.
Það skyldi þó aldrei vera að það séu fleiri en
,,hagsmunaaðilar í sjávarútvegi” sem eru að ögra
þjóðinni?
s.h.