Bæjarins besta - 14.01.1998, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998
Júlíus Halldórsson sálfræðingur
kom til Ísafjarðar í fyrrahaust og
hefur frá þeim tíma verið hér í fullri
stöðu og með stofu á Heilsugæslu-
stöðinni á Ísafirði, fyrstur manna í
sínu fagi hér vestra, þótt aðrir sál-
fræðingar hafi áður verið hér bú-
settir og unnið að einstökum verk-
efnum, einkum í tengslum við vest-
firska skóla. Á þessum tíma hefur
hann verið að byggja upp og móta
þetta starf hér, en Vestfirðingum
mun áður að öllum jafnaði ekki hafa
verið mjög tamt að ganga til sál-
fræðings og er það kannski ekki
enn.
Bæjarins besta fékk sálfræðinginn
til að leggjast á bekkinn og leysa frá
skjóðunni um sjálfan sig og
starfið...
Sálfræði
„Ég er fæddur á Siglufirði
fyrir 47 árum, rétt undir lok
síldarævintýrisins gamla, og
man vel eftir síðasta hluta
þess. Þegar síldarbátarnir
komu gengu menn um götur
bæjarins, guðuðu á glugga á
hvaða tíma sólarhringsins sem
var og hrópuðu: Síld! Þá drifu
allar konurnar sig af stað niður
á plan og fóru að salta. Líklega
hef ég ekki verið nema átta
eða níu ára gamall þegar ég
var farinn að gefa tunnur á
síldarplani, eins og það var
kallað. Við guttarnir á Siglu-
firði byrjuðum snemma að
vinna í þessu. Faðir minn
gerði út trillu og eitt sumarið
reri ég með honum, þegar færi
gafst. Tólf ára gamall byrjaði
ég svo að vinna í síldar-
bræðslu. Þessi vinna á æsku-
árunum var öll mjög skemmti-
leg. Og ég held að við höfum
bara haft gott af þessu, þó að
kannski séu aðrar viðmiðanir
í dag.“
Vinna barna og unglinga
– Þú telur þá ekki að börn
og unglingar bíði verulegan
skaða á sálu sinni ef þau taka
þátt í störfum hinna full-
orðnu...
„Nei, ég held ekki. Ef slíkt
er innan skynsamlegra marka,
þá er það bæði hollt og gott.
Reyndar mæli ég ekki með að
mikið sé verið að vinna á þeim
tíma þegar skólinn starfar. Það
er stundum of mikið vinnu-
álag á unglingum sem vinna
með skólanum. En það er
kannski bara tímanna tákn,
að mér finnst að unglingarnir
nú þurfi að hafa miklu meiri
peninga handa á milli en áður
var.“
– Síldarævintýrinu á Siglu-
firði lauk síðan fyrr en varði...
„Já. Innan við fermingu
fluttist ég með fjölskyldu
minni til Hafnarfjarðar. Þá var
komið atvinnuleysi heima og
ekkert við að vera. Síldin hvarf
og fiskurinn hvarf og þar með
datt allt niður á Siglufirði. Á
árunum eftir 1960 voru miklir
fólksf lutningar þaðan og
var ég að dóla veturinn 1986-
87. En við þetta fékk ég það
mikinn áhuga á sálfræði að
ég ákvað að skipta alveg yfir í
hana og veturinn eftir fór ég í
fullt nám.“
Lífið er ekki í bókunum
„Ég lauk síðan BA-prófi í
sálfræði árið 1990 og hafði
reyndar ekki hugsað mér að
gera neitt frekar í því. En það
eru alltaf tilviljanirnar í lífinu
sem ákveða að einhverju leyti
hvað maður gerir og hvernig
lífshlaupið verður, þó að
maður hafi vissulega áhrif á
það sjálfur líka. Ég er ekki að
segja að örlögin stjórni manni
alveg! En eftir að ég lauk BA-
prófinu bauðst mér staða
forstöðumanns í sambýli.
Áður hafði ég unnið ein sjö ár
á meðferðarheimili fyrir ein-
hverfa. Það var mér mjög
góður skóli og góður grund-
völlur í sálfræðináminu. Enda
er lífið ekki í bókum, heldur í
raunveruleikanum. Best er að
geta fléttað saman lífsreynsl-
una og bóknámið. Á þessu
sambýli starfaði ég síðan frá
1990 í fjögur ár. Þá var kominn
annar tímapunktur í lífinu og
dálítið los í hjónabandinu,
þannig að við ákváðum að
breyta til, flytjast til útlanda
um einhvern tíma og kynnast
lífinu þar.“
Til Árósa...
„Við fluttumst til Danmerk-
ur og ég fór í framhaldsnám í
sálfræði við háskólann í
Árósum. Þar lauk ég embætt-
isprófi í fyrrahaust. Síðasti
áfanginn var nokkuð harð-
sóttur. Um það leyti sem ég
var að byrja á lokaritgerðinni
vorið 1996 vorum við að velta
fyrir okkur framtíðinni að
loknu náminu. Við höfðum
bæði áhuga á því að fara
eitthvað út á land, og því ekki
þá alveg eins til Vestfjarða?
Ég vissi raunar ekki alveg
hvernig ég ætti að snúa mér í
slíku, þannig að ég skrifaði
bréf til bæjaryfirvalda á Ísa-
firði og spurði einfaldlega
hvort ekki vantaði sálfræðing
hér á svæðinu. Ég bjóst svo
sem ekki við að neitt sérstakt
kæmi út úr því. En stuttu
seinna fékk ég svar og þá var
mér boðin staða hjá Fjórð-
ungssjúkrahúsinu og Heilsu-
gæslustöðinni. Ég tók því boði
og síðan var farið að ræða
hvenær ég gæti byrjað. Ég sá
þá að ég yrði að taka mér tak,
setja mér ströng tímamörk og
ljúka lokaritgerðinni á met-
tíma.“
...og Ísafjarðar
„Það varð að samkomulagi,
að ég kæmi hér til starfa 9.
september 1996. Þá hafði ég
fimm mánuði til stefnu. Ég
ákvað þá að flytjast heim til
Íslands og vinna að ritgerðinni
þar, enda var ég búinn með
alla skylduáfanga í náminu
og var því ekki lengur bundinn
við Árósa. Ég kom mér fyrir í
kjallaraherbergi í Reykjavík
og sat þar næstu mánuði og
skrifaði, ásamt því sem ég var
í verklegri þjálfun á geðdeild
Landspítalans.
Og þetta stóðst allt á endum.
Ég fór út í lok ágúst til þess að
útskrifast. Sú athöfn fór fram
á miðvikudegi í Árósum. Á
fimmtudegi ók ég þaðan og
til Kaupmannahafnar og náði
á Kastrupflugvöll rétt í tæka
tíð til að skila af mér bílnum
og koma mér í flugvélina til
Íslands. Á föstudagsmorgni
lagði ég af stað til Ísafjarðar
og við komuna hingað beið
mín íbúð með öllu mínu
hafurtaski í kössum, sem
starfsmenn spítalans höfðu
verið svo elskulegir að koma
þangað. Helgin fór í það að
taka upp úr kössunum og
koma sér fyrir. Á mánudegi
mætti ég svo í vinnuna.“
– Þú vinnur víðar en á
Heilsugæslunni á Ísafirði...
„Þar er að vísu minn aðal-
vinnustaður, núna reyndar á
hinni nýju sameinuðu stofnun
á norðanverðum Vestfjörðum
sem heitir Heilbrigðisstofn-
unin Ísafjarðarbæ. Þar er ég í
fullu starfi, en síðan hef ég
verið lánaður í ýmis verkefni,
ef þannig má að orði komast.
Undanfarið hef ég unnið í
forföllum á Skólaskrifstofu
Vestfjarða. Það hefur verið
mjög spennandi og skemmti-
legt starf. Líka hef ég verið að
kenna dálítið í Framhalds-
skólanum. Svo tek ég bara að
mér þau verk sem á mitt borð
koma með einhverjum hætti.“
Starf í mótun
„Vissulega er þetta starf
mitt hér ennþá í mótun og
ekki á neinum hefðum að
byggja hér á Vestfjörðum. Það
er nýmæli að hér sé sálfræð-
ingur í fullu starfi við heilsu-
gæsluna og sjúkrahúsið. Þeir
sálfræðingar sem hér hafa ver-
ið og hingað hafa komið hafa
aðallega unnið í tengslum við
skólana. Það tekur tíma að
byggja þessa starfsemi upp
og sanna sig. Til dæmis er
hreint ekki sama hvort fólk er
að fara til læknis eða til
sálfræðings. Það er ekkert mál
að fara til læknis og enginn
fyrirverður sig fyrir það. Aftur
á móti gætir þess kannski
dálítið varðandi heimsóknir
til sálfræðings.“
Vestfirðingar
með hauspoka?
– Koma menn kannski til
þín með hauspoka...?
„Ég segi það nú ekki, en
mig grunar að fólki þyki þetta
erfiðara en að fara til læknis. Í
rauninni á það alls ekki að
vera þannig. Hér virðast
margir misskilja þetta svolítið.
Þó að einhver fari í viðtal til
sálfræðings, þá fylgir því
engin yfirlýsing um að sá hinn
suður.“
Ísafjörður og Siglufjörður
– Það er sitthvað líkt með
staðháttum á Siglufirði og Ísa-
firði og naumast viðbrigði fyr-
ir þig að koma hingað í faðm
fjalla blárra...
„Já, ég er alinn upp í fjalla-
hring og hér minnir margt á
Siglufjörð. Kubbinn hér við
Skutulsfjörð hefur svipaða
afstöðu og Hólshyrnan í
Siglufirði. Skálarnar og hvilft-
irnar í fjöllunum, skörðin og
dalirnir minna á umhverfið
heima. Þegar ég kom hingað
snemma í september fyrir
rúmu ári voru hér stillur hvern
einasta dag. Ekki blakti hár á
höfði og fjöllin spegluðust í
sjávarfletinum. Þetta minnti
mig allt mjög á Siglufjörð í
gamla daga og mér fannst ég
með nokkrum hætti vera
kominn aftur til upprunans.“
Úr vaktavinnu í sálfræði
– Af hverju fórstu í sál-
fræði?
„Ég hygg að það sé nú bara
tilviljun, eins og svo margt í
lífinu. Ég fór ekki í sálfræðina
fyrr en ég var orðinn 36 ára
gamall. Ég lauk reyndar stúd-
entsprófi á venjulegum tíma
en fór ekki í neitt framhalds-
nám að svo stöddu. Ástæður
þess að ég tók upp þráðinn og
fór í háskóla má að nokkru
leyti rekja til þess að ég
stundaði vaktavinnu og var
mikið á næturvöktum. Við
slíkar aðstæður kemst að
jafnaði nokkur óregla á dag-
legt lífsmynstur. Ég svaf ekki
mikið á daginn þó að ég væri
að vinna á nóttunni, svaf kann-
ski fram undir hádegi og var
síðan á einhverju róli eftir það.
Konan mín varpaði því fram,
hvort það væri ekki sniðugra
fyrir mig að fara í einhvern
áfanga uppi í háskóla í staðinn
fyrir að sitja heima iðjulaus
og drekka kaffi allan daginn.
Ég gerði það og tók fyrst
áfanga í uppeldisfræði, sem
var reyndar sameiginlegur
kúrs með sálfræðinni. Í þessu