Bæjarins besta - 14.01.1998, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 3
Vestfirðir
91,8% Vestfirðinga í Þjóðkirkjunni
Rúmlega 91,8% Vestfirð-
inga eru í Þjóðkirkjunni
samkvæmt tölum Hagstofu
Íslands. Frétt blaðsins í
síðustu viku um að 65%
Vestfirðinga, 16 ára og eldri,
væru í Þjóðkirkjunni var
byggð á röngum upplýsing-
um og var því að stærstum
hluta röng. Eru kirkjunnar
menn og aðrir lesendur blaðs-
ins beðnir velvirðingar á þess-
um mistökum.
Samkvæmt upplýsingum
sem blaðið fékk frá Hagstofu
Íslands um miðja síðustu viku
eru 7.924 af 8,634 íbúum Vest-
fjarða í Þjóðkirkjunni, eða
91,8%. Ellefu einstaklingar á
Vestfjörðum eða 0,1% eru í
Fríkirkjum, 246 einstaklingar
eða 2,8% eru skráðir í Ka-
þólsku kirkjuna og 173 ein-
staklingar eða 2,0% eru í öðr-
um skráðum trúfélögum. 201
einstaklingur eða 2,3% eru í
óskráðum trúfélögum og 79
einstaklingar eða 0,9% eru
utan trúfélaga.
Þá kemur fram í frétt frá
Hagstofunni að 428 erlendir
einstaklingar hafi verið
búsettir á Vestfjörðum 1.
desember sl., en sá fjöldi
svarar til 5,0% af heildar-
íbúafjölda kjördæmisins.
Ísafjarðarbær þarf að greiða
7,6 milljónir króna í biðlaun á
tveimur árum vegna samein-
ingar sveitarfélaga og í kjölfar
þess að Kristján Þór Júlíusson
lét af störfum sem bæjarstjóri
þegar meirihluti bæjarstjórnar
féll í nóvember.
Þegar sameining sveitarfé-
laganna sex átti sér stað áttu
þrír starfandi sveitarstjórar rétt
á biðlaunum og nam uppgjör
við starfslokasamninga þeirra
alls 4,6 milljónum króna. Jón-
as Ólafsson, fyrrverandi sveit-
arstjóri Þingeyrarhrepps fékk
biðlaun í 6 mánuði og Halldór
Karl Hermannsson, fyrrver-
andi sveitarstjóri Suðureyrar-
hrepps og Kristján Jóhannes-
son, fyrrverandi sveitarstjóri
Flateyrarhrepps fengu biðlaun
í 4 mánuði.
Auk þessa mun Kristján Þór
Júlíusson fá biðlaun í 6 mán-
uði frá 1. desember síðastlið-
num. Starfslokasamningur
hans mun hljóða upp á rúmar
3 milljónir króna. Á sama
tímabili mun Ísafjarðarbær
greiða þeim Jónasi Ólafssyni
og Kristni Jóni Jónssyni laun
fyrir að skipta með sér starfi
bæjarstjóra fram að kosning-
um.
Greiðir 7,6 milljónir í biðlaun
Ísafjarðarbær
Aðalfundur
Aðalfundur Básafells hf., Ísafirði, fyrir starfs-
árið 01.01.1997 til 31.08.1997 verður
haldinn fimmtudaginn 22. janúar 1998 kl.
13:30 að Hótel Ísafirði.
Dagskrá samkvæmt 18. gr. samþykkta
félagsins.
Stjórnin.
Ísafjarðarkirkja
Mömmu- og pabbamorgnar eru á föstu-
dögum milli kl. 10 og 12. Föstudaginn 16.
janúar mun sr. Guðný Hallgrímsdóttir koma
og flytja erindi um trúarþroska barna. Allir
velkomnir.
Samverurnar eru ætlaðar öllum börnum.
Messa og altarisganga verða kl. 11:00,
sunnudaginn 18. janúar.
Ísafjarðarsókn.
GRUNNSKÓLINN Á ÍSAFIRÐI
Óskum eftir að ráða forfallakennara
við skólann fram til vors. Kennsla er
einkum á miðstigi.
Við leitum eftir áhugasömum kennara/
leiðbeinanda sem er röggsamur og
ábyrgur í starfi. Boðið er upp á flutn-
ingsstyrk og hagstæða húsaleigu.
Nánari upplýsingar gefa skólastjóri
og aðstoðarskólastjóri í síma 456
3044.
Skólastjóri.
FÉLAGSSTARF ALDRAÐRA
Félagsstarf aldraðra Hlíf, Torfnesi
Ísafirði vantar starfsmann í hlutastarf
í eldhús og sal.
Upplýsingar gefur Elín Þóra Magnús-
dóttir í síma 456 4076 eða á Hlíf.
LEIKSKÓLINN Á FLATEYRI
Starfsmaður óskast til starfa við
leikskólann Grænagarð á Flateyri, eftir
hádegi.
Upplýsingar gefur Jenný í símum 456
7775 og 456 3327.
Leikskólastjóri.
ÍSAFJARÐARBÆR
JANÚARTILBOÐ ́ 98
Sól & fegurð
Túngötu 3 Ísafirði sími 456 5522
Nú er komið að þér!
Það er frábært tilboð
í gangi núna
Þú færð:
5 tíma ljósakort og
10 tíma stratakort
á aðeins kr. 10.000.-
Auglýsingasíminn er 456 4560