Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.07.1998, Page 2

Bæjarins besta - 29.07.1998, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður % 456 4560 o 456 4564 Netfang prentsmiðju: hprent@snerpa.is Stafræn útgáfa: http://www.snerpa.is/bb Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson Halldór Sveinbjörnsson Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson Netfang ritstjórnar: bb@snerpa.is Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. Leiðari Þingeyri Aðgerðaborð gefið Hrafnseyri Bréfhirðing á aðra öld Gallerí Slunkaríki Þrjár sýna saman Nýverið færði sjúkrasjóður Verkstjórasambands Íslands Heilsugæslustöðinni á Þingeyri að gjöf nýtt skoðunar- og aðgerðaborð. Gjöfin sem er að andvirði um 250 þúsund krónur, bætir til muna vinnuaðstöðu til kvenskoðunar og minniháttar aðgerða og almennrar skoðunar. Tilefni gjaf- arinnar er 60 ára starfsafmæli Verkstjórasambands Íslands. Formaður Vestfjarðadeildar þess er Sveinn Guðjónsson. Bréfhirðingum á Íslandi hefur farið ört fækkandi á liðnum árum, en þær voru til skamms tíma í hverri sveit og eru nú gömlu póststimplarnir orðnir mjög verðmætir. Athygli ferðafólks á Vestfjörðum er vakin á því að á Hrafnseyri við Arnarfjörð hefur verið bréfhirðing á aðra öld og geta því þeir sem eiga leið um staðinn sent vinum og vandamönnum póstkort frá fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. Í dag var opnuð sýningin Sköpun 1998 í Slunkaríki og Edinborgarsal á Ísafirði. Hér er um að ræða samsýningu þeirra Guðbjargar Kr. Ingvarsdóttur, Guðrúnar Halldórs- dóttur og Katrínar Elvarsdóttur. Á sýningunni sem verður opin daglega til 16. ágúst, eru sýndir skartgripir unnir úr ýmsum efnum, leirmunir og ljósmyndir, s.s. handmálaðar Polaroidmyndir byggðar á litskyggnum. Á sama tíma að ári Enn einu sinni er hafið kapphlaupið um peninga unga fólksins, sem gengið er að sem gefnu að það muni eyða yfir verslunarmannahelgina. Að venju hafa margir skráð sig til leiks. Auglýsingar um ágæti allra þeirra útihátíða, sem í boði eru um versl- unarmannahelgina benda ótvírætt til þess að aðstand- endur þeirra telja að eftir miklu sé að slægjast í vösum unglinganna. Enn einu sinni hvolfast áhyggjur yfir foreldra unglinga á útihátíðaaldri. Eftirköst samkoma liðinna ára minna á sig. Dapurleikinn gleymist ekki svo auðveldlega. Samkomur verslunarmannahelgarinnar hafa því miður reynst mörgum örlagaríkar. Enn einu sinni blasir við hættan, sem samfara er þeirri gífurlegu umferð sem á sér stað um verslunarmanna- helgina og vegakerfið er engan veginn í stakk búið til að taka á móti, miðað við þær akstursvenjur sem alltof margir ökumenn hafa tileinkað sér. Átak lögreglu undanfarnar vikur til að sporna við hrað- og ölvunarakstri er þarft framtak. Hins vegar er með öllu óþolandi að þannig skuli að málum staðið af hálfu dómsmálaráðuneytisins, með vafasamri reglugerð, að löggæslumenn vita ekki í hvorn fótinn þeir standa. Aðgerðir lögreglunnar eru dæmdar marklausar. Það er alvarlegt mál þegar talsmaður dómsmálaráðuneytisins lýsir því yfir að, það komi þeim ráðuneytismönnum ekki lengur á óvart þótt gjörðir lögreglunnar séu dæmdar ómerkar af héraðsdómstólum!?, sem jafnvel taka svo djúpt í árinni að segja að fyrirmæli ráðuneytisins hafi ekki stoð í lögum. Er sjálfu dómsmálaráðuneytinu ekki ljóst að vinnureglur lögreglunnar verða að vera hafnar yfir allan vafa? Verslunarmannahelgin er annasöm hjá lögreglunni, ekki síst á þeim stöðum þar sem fólk safnast saman úr öllum áttum svo þúsundum skiptir. Þetta kallar á aukna samvinnu lögreglu og almennings. Útihátíðirnar um verslunarmannahelgina eru komnar til að vera. Bann við þeim er engin lausn. Til að fyrirbyggja að válegir atburðir útihátíða fyrri ára endurtaki sig þurfa foreldrar og unglingar, mótshaldarar og löggæsla, að taka höndum saman um að draga úr þeim hættum, sem óhjákvæmilega fylgja samkomum af þessu tagi. Á sama tíma að ári getum við vonandi litið um öxl og minnst verslunarmannahelgarinnar 1998, sem ánægju- legrar, slysalausrar helgi. Bæjarins besta óskar öllum þeim er hugsa sér til hreyfings um verslunarmannahelgina fararheillar og góðrar heimkomu. s.h. Eigum við, fólkið sem býr hér á Vestfjörðum, að leggja af stað út í nýsköpun sem snertir margþætta liði í mann- lífi kjálkans? Hugmyndir mín- ar legg ég fyrir ykkur hér á síðum blaðsins með von um að fólki líki þær og vilji leggja málunum lið með opnum huga og hugmyndaauði. Og hér eru þær: Hugsum okkur 100 cm breiðar steyptar götur, hvor akrein 50 cm. Þar útbúum við aðstæður sem hæfa þeim umferðarskiltum sem til eru í dag – þarna læra börnin frá unga aldri að þekkja merkin og þýðingu þeirra. Alls konar bíla væri hægt að brúka þarna, eins og t.d. heimasmíð- aða og fjarstýrða og „gera al- veg eins og mamma og pabbi í umferðinni“. Fleira sem kemur inn í þessa hugmynd er á þá leið, að smíðuð verði lítil brúðuhús, já og „kallahús“ strákanna vegna, er yrðu einnig á þessu svæði. Húsin yrði hægt að flytja með góðu móti, enda ekki alltaf sumar og sól. Þarna myndum við sjá öll þau hús sem tilheyra „einu stykki“ bæjarfélagi, svo sem hótel, banka, bensínstöðvar, vöru- flutningamiðstöðvar, mat- vörubúðir, íbúðarhús, verk- stæði ýmiskonar, leikskóla, skóla o.fl. Fjölskyldur gætu tekið höndum saman í hönnun og smíði húsanna, trésmíða- verkstæði myndu bjóða hús til sölu á ýmsum byggingar- stigum, t.d. ósamansett, eða samansett en ómáluð, eða fullkláruð, og einnig eftir- myndir húsa sem til eru í raun- veruleikanum. Nú, hérna á miklu útgerðarsvæði sleppum við ekki við að hafa litla tjörn í bænum fyrir skip og báta. Sköpunargleðin mun fá veru- legt flæði hjá mjög mörgum í þessu starfi. Nú, við sleppum ekki við að þurfa að fjármagna gatna- framkvæmdirnar. Hugmyndir mínar eru á þann veg, að hús- eigendur myndu líkt og „í al- vörunni“ koma til með að standa straum af kostnaði við þær. Þá horfi ég aðallega til fyrirtækja, sem myndu kaupa auglýsingar á húsum sínum í litla bænum, og svo að sjálf- sögðu allra sem vilja koma að þessu með einhverjum hætti. Eitthvert svæði þarf að sjálfsögðu undir þetta. Undir- ritaður hefur vissulega sínar persónulegu hugmyndir, en heldur því galopnu til að fá frekar inn fleiri og betri hug- myndir. Ég sé fyrir mér, að verði þetta að veruleika, gæti þetta orðið ágætis vettvangur til að skoða ýmsar breytingar sem fyrirhugaðar eru til hins betra í umferðinni. Hugmyndir eru til alls fyrstar, og vona ég að mér takist að opna hug fólks fyrir þessari. Hafið samband til að lýsa skoðunum ykkar og spyrja mig um hvaðeina í þessu sambandi og komið í leiðinni með ábendingar um umferðar- öryggismál. Með von um að allir noti beltin – sín vegna. – Júlíus Ólafsson, sími 456 3150. Umferðar- og slysavarnabær barnanna á Vestfjörðum Júlíus Ólafsson, umferðaröryggisfulltrúi Vestfjarða skrifar: Skemmtiferðaskipið Saga Rose við festar úti á Prestabugt. Farþegar Saga Rose voru ekki allir á léttasta skeiði. Ísafjörður Saga Rose í heimsókn Breska skemmti- ferðaskipið Saga Rose kom til Ísafjarðar fyrir síðustu helgi. Farþegar voru um 600 og þar af fóru um 290 manns í skipulagðar skoðunar- ferðir um Ísafjörð og nágrannabyggðir. Vegna óhagstæðs sjólags þurfti að fella niður Vigurferð, sem um 90 manns voru skráðir í. Það þykir nokkuð gott að helming- ur farþega á skipum af þessu tagi fari í rútu- ferðir, en þeir sem „heima“ sitja ganga um bæinn á meðan, skoða mannlífið og fara í

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.