Bæjarins besta - 29.07.1998, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 3
Um Verslunarmannahelgina
verður hljómsveitin BUTTERCUP
á ferð og flugi um landið.
Föstudaginn og kvöldið verða þeir
með dúndurball á NEISTAFLUGI
á Neskaupstað. Laugardagskvöldið
verða þeir svo með dúndur sveitaball
í Sævangi Hólmavík og
á sunnudagskvöldið verða þeir svo á
stóra sviðinu á ÞJÓÐHÁTÍÐ í EYJUM
verslanir. Heimsóknir af
þessu tagi skipta miklu
máli fyrir byggðarlagið
og skapa miklar tekjur
og vinnu fyrir heimafólk.
Halldór Halldórsson bæjar-
stjóri í Ísafjarðarbæ afhendir
skipstjóranum á Saga Rose
allar upplýsingar um byggð-
arlagið og vonast til að skipið
komi hér sem oftast. Auk
bæjarstjórans voru boðnir
um borð bæjarfulltrúar Ísa-
fjarðarbæjar, fulltrúar skipa-
félaga og fleiri gestir.
Sýslumaðurinn á Ísafirði, Ólafur Helgi Kjartansson,
stendur hér íhugull við rúllettuborð í hinu stóra og vel
búna spilavíti Saga Rose. Ekki fylgir sögunni hvort hann
er að kynna sér þetta illræmda tæki sem embættismaður
eða hvort hann langar til að prófa smá…
Síðasta Sumarkvöldið í Neðstakaupstað
Aðstandendur kvöldanna hætta
eftir fjögurra ára starf
Síðasta Sumarkvöldið í
Neðstakaupstað á þessu sumri
verður annað kvöld, fimmtu-
dag kl. 20.30. Viðfangsefni
kvöldsins er Arnarfjörður og
sérstakur gestur verður Pétur
Bjarnason, sem fjalla mun um
menn og málefni í Arnarfirði.
Þetta er sjöunda Sumar-
kvöldið í ár og jafnframt hið
síðasta sem haldið verður af
þeim hópi sem staðið hefur
að Sumarkvöldum í Neðsta-
kaupstað sl. fjögur ár. Á þess-
um fjórum árum hefur verið
víða komið við og hefur hvert
kvöld haft ákveðið viðfangs-
efni. Fluttir hafa verið fyrir-
lestrar um ólík málefni sem
öll tengjast Vestfjörðum, og
má þar nefna þjóðtrú, konur í
sögu Vestfjarða, mannlíf á
Hornströndum, galdra, sögu
Ísafjarðar sem verslunar- og
menningarbæjar, hvalveiðar,
Ísafjarðardjúp og margt fleira.
Sumarkvöldin hafa verið
skemmtileg og fróðleg viðbót
í fjölbreyttu menningarlífi Ísa-
fjarðar.
Þau sem staðið hafa að
Sumarkvöldunum vilja þakka
öllum þeim sem komið hafa
og tekið þátt í þessum sam-
komum og gert þær að þeim
skemmtunum sem þær hafa
reynst vera. Vonast er til að
sem flestir láti sjá sig og geri
þetta síðasta Sumarkvöld
skemmtilegt og eftirminni-
legt.
Hrafnseyri í Arnarfirði
Safn Jóns Sigurðsson-
ar opið í allt sumar
Safn Jóns Sigurðssonar á
Hrafnseyri í Arnarfirði er opið
alla daga í sumar til ágústloka.
Í burstabænum, sem er hluti
af safninu, er rekin greiðasala
í samvinnu við Hótel Flóka-
lund og fæst þar kaffi með
heimabökuðu meðlæti og
fleira. Húsfreyja í burstabæn-
um í sumar er Jóna Sigur-
jónsdóttir. Bærinn er í stórum
dráttum eins og hann var
þegar Jón Sigurðsson var að
alast þar upp, nema hvað nú
eru þar timburklædd gólf en
ekki moldargólf eins og á tím-
um Jóns, og eins eru veggir
flestir þiljaðir og fleira er þar
frábrugðið. Sérstaklega gott
aðgengi er bæði innan bæjar
og utan fyrir fatlaða og þá
sem eru í hjólastólum.
Bærinn var tekinn í notkun
17. júní í fyrra og hafði þá
verið þrjú ár í endurbyggingu
á vegum Hrafnseyrarnefndar.
Upphaflega var bærinn
byggður um aldamótin 1800
af afa og alnafna Jóns Sigurðs-
sonar. Telja má öruggt, að
bærinn hafi á sínum tíma verið
byggður eftir teikningum séra
Guðlaugs Sveinssonar í
Vatnsfirði, en hann hefur verið
nefndur faðir íslenska bursta-
bæjarins.
Ýmsir munir frá 19. öld og
eldri eru til sýnis í bænum og
eru þeir úr Byggðasafni Vest-
fjarða á Ísafirði. Þar á meðal
er hinn þekkti brúðhjónastóll
úr Hraunskirkju í Keldudal í
Dýrafirði og skriftastóll úr
sömu kirkju. Báðir þessir
gripir eru verk dýrfirskra út-
skurðarmeistara, en þar tíðk-
aðist sérstakur útskurður sem
hvergi þekkist á landinu utan
Vestfjarða. Allir sem koma til
Hrafnseyrar fá að leysa gesta-
þraut um staðinn.
Sæludagar að Núpi
um Verslunar-
mannahelgina
Dinnertónlist
Myndlista- og leirmunasýning
Veisluhlaðborð laugardags-
og sunnudagskvöld
Barinn opinn öll kvöld
Kaffihlaðborð 3. ágúst
Ýmis gisti- og matartilboð
Upplýsingar og pantanir í
síma 456 8222
Verið velkomin!
Starfsfólk Hótel Eddu Núpi
Verslunar-
manna-
helgin
1998
Á safndiski Skífunnar ,,Svona er sumarið ´98" er að
finna nýjasta lag BUTTERCUP sem heitir MEIRA DÓT