Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.07.1998, Side 7

Bæjarins besta - 29.07.1998, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 7 ættarnafni þegar hann fór út í forretningarnar. Hann hét í rauninni Jón Eðvald Samúels- son en fyrirtækið hét J. S. Ed- wald. Það var alveg við Edin- borgarhúsið.“ Þurfti að sundurgreina Baldarana „Við Finnbjörn höldum allt- af vináttunni. Hann gat ekki komið hingað með mér, en þegar hann frétti að ég væri kominn hingað vestur, þá varð hann svo öfundsjúkur að hann mátti til með að koma hér fljúgandi og hitta Magga Bald vestur á Ísafirði! Við vorum hér tveir strákar sem vorum báðir kallaðir Maggi Bald. Það þurfti náttúrlega að sund- urgreina okkur, hvor Baldar- anna það væri. Hinn Magginn var sonur Baldvins keyrara og var því kallaður Maggi Bald keyrarans. Móðir mín hét Þur- íður og þess vegna var ég kall- aður Maggi Bald Þuru. Maggi Bald keyrarans er líka á mynd- inni í Vestanpóstinum, en margir af þessum gömlu fé- lögum eru nú horfnir af þess- um heimi.“ „Í faðmi fjalla blárra“ – Kemur þú oft hingað vestur? „Því miður. Það eru nú komin 53 ár frá því að ég kom hingað síðast eða rétt í stríðs- lokin árið 1945. Þá komum við hér í íþróttaferð með ÍR og fórum á firðina og í Hnífs- dal og út í Bolungarvík. Svona var ég sviksamur við dætur mínar, en ég lofaði þeim endur fyrir löngu að sýna þeim Ísa- fjörð. En svo gerðist nokkuð sérkennilegt fyrir nokkrum dögum… Þegar við Finnbjörn hringjum okkur saman í síma, þá byrjum við jafnan á því að segja: „Í faðmi fjalla blárra“ og þarf þá ekki frekar vitnanna við hver er á hinum endanum. Við vorum við hérna fyrir utan húsið hans Högna Þórðar- sonar – Högni var búinn að fara með okkur inn í Súðavík – og þá kemur þar bíll aðvíf- andi, út úr honum stígur mað- ur og segir: „Í faðmi fjalla blárra!“ Þá er þetta tengda- sonur minn með konu sína, dóttur mína, í bílnum. Við vissum ekkert af þeim hér fyrir vestan – það voru samantekin ráð hjá þeim að koma okkur á óvart. Þetta var ákaflega skemmtilegt og þau höfðu gaman af því að sjá æskuslóðir mínar. Ég fór með þeim um bæinn og sýndi þeim hvar ég fæddist og margt sem ég var búinn að tala svo mikið um. Veðráttan hér er alveg dásam- leg og náttúrufegurðin til- komumikil. Konu minni þykir óskaplega gaman að sjá þenn- an stað, en hún er fædd í Reykjavík.“ Hittust úti á Kanarí – Þið Högni hafið ef til vill ekki sést frá því að þið voruð strákar, eða milli sextíu og sjötíu ár… „Jú, reyndar. Við hittumst úti á Kanaríeyjum í fyrravor. Við hjónin fórum þar í mat- Þessi mynd var tekin 27. mars 1932, á níu ára afmæli Harðar Helgasonar, síðar sendiherra. Aftasta röð, talið frá vinstri: Gísli Brynjólfur Jónsson, sonur Jóns A. Þórólfssonar kaupmanns, Þór Birgir Þórðarson, vélsmiður, Andrés Ólafsson, prófastur á Hólmavík, Magnús Baldvinsson (Maggi Bald keyrarans), Óskar Aðalsteinn Guðjónsson, vitavörður og rithöfundur, og Alf Simson, sonur Martinusar Simsons, kallaður Mansi. Miðröð frá vinstri: Högni Þórðarson, bankastjóri á Ísafirði, Flosi Þórarinsson, sonur Þórarins gullsmiðs, lést af slysförum fyrir mörgum árum, Magnús E. Baldvinsson, úrsmiður (Maggi Bald Þuru), Hörður Helgason, sendiherra, sonur Helga Guðbjartssonar bóksala, og Ásgeir Guðjónsson. Fremstir frá vinstri: Þórarinn Jónsson, múrari, sonur Jóns klæðskera, Tómas Árni Jónasson, læknir, sonur Jónasar Tómassonar, og Stefán Ágúst Júlíusson (Gústi Sjönu). vöruverslun og ég segi við konu mína: Svei mér þá ef þetta er ekki hann Högni Þórð- arson. Ég geng að manninum og segi: Er þetta ekki Högni? Hann svarar nokkuð hvasst: Hvernig veist þú það? Ég heiti nú Maggi Bald og var með þér í barnaskóla, vinur minn, svara ég. Og þá föðmuðumst við og höfum verið í góðu sambandi síðan. En þú ættir nú frekar að spjalla við hann Finna á Felli, þennan mikla afreksmann. Við fórum víða saman að keppa og þeir voru nú oft misjafnir, keppendurnir. En Finnbjörn Þorvaldsson er einhver kurteisasti maður á íþróttavelli sem hægt er að hugsa sér. – Hann er nú ekki síður kurteis utan vallar, skýtur eiginkona Magnúsar inn í. Finni á Felli Finnbjörn Þorvaldsson fæddist í Hnífsdal í maí 1924 en fluttist til Ísafjarðar þegar hann var tveggja ára og var þar til sautján ára aldurs. „Ég ætlaði nú aldrei að fara héðan, en faðir minn var sjómaður á Skutli og togarinn var seldur. Þá var ekki um neina atvinnu að ræða hér, þannig að hann fluttist suður.“ Finnbjörn fór síðan í skóla fyrir sunnan og kom aldrei til baka nema sem gestur. Lengst af eða nær fjóra áratugi starfaði hann hjá Loftleiðum og síðan Flugleið- um. „Núna tekur maður lífinu bara með ró“, segir hann. Það er með Finnbjörn eins og Magnús, að hann á fátt ættingja hér vestra lengur. „Já, þeir eru afskaplega fáir. Þetta fólk er flest látið.“ Gekk á höndum á ólíklegustu stöðum – Hvenær byrjaði íþrótta- ferillinn hjá þér? „Hann byrjaði reyndar hér á Ísafirði. Meðal annars spil- uðum við fótbolta hér úti á Hrossataðsvöllum. Það var nú ekki mikið um íþróttaæfingar. Helst voru haldin íþróttamót 17. júní og við önnur hátíðleg tækifæri. Það er ekki fyrr en ég kem til Reykjavíkur sem reglulegar æfingar byrja. Aðallega var ég í spretthlaup- um og langstökki. Stundum var ég að gantast með það, hvers vegna ég væri svona snöggur að hlaupa. Ég var mjög myrkfælinn í uppvext- inum hér á Ísafirði. Ég þurfti oft að fara framhjá kirkju- garðinum og það var stutt í sjóinn bæði að norðan og sunnan, og ég tók alltaf sprett meðfram kirkjugarðinum og hljóp eins og ég ætti lífið að leysa. Þetta var eitthvað um hundrað metra sprettur og ég sagði að þetta hefði verið undirstaðan að árangri mínum í spretthlaupum.“ Enn er það í minnum haft á Ísafirði þegar Finnbjörn var að ganga á höndum, t.d. ofan af efstu hæð í barnaskólanum og út á götu og sömu leið til baka. Og sumir áhorfendur kusu helst að halda fyrir augun, þegar Finnbjörn og reyndar fleiri núlifandi Ísfirðingar voru að ganga á höndum eftir þak- brúninni á Alþýðuhúsinu. Þrefaldur Norður- landameistari Finnbjörn er einn af allra bestu frjálsíþróttamönnum sem Ísland hefur átt og fór víða til keppni. Hann var ekki við eina fjölina felldur, því að hann lék einnig handbolta, körfubolta, badminton og fleira, en sem keppnismaður var hann mest í frjálsum íþróttum. Hann var margfald- ur Íslandsmeistari á sínum tíma en hápunkturinn á ferli hans verður að teljast Norð- urlandamótið í Stokkhólmi árið 1949, þegar hann varð þrefaldur Norðurlandameist- ari, í 100 m, 200 m og boð- hlaupi. Finnbjörn var keppn- ismaður um það bil áratug, en þegar hann var kominn með fjölskyldu og fékk bygging- arleyfi, þá fór hann að byggja og lét íþróttirnar mæta afgangi upp frá því. Stórbyggingar þar s em áður var fjara Finnbjörn hefur heimsótt æskustöðvarnar öðru hverju en þó ekki mjög oft. Hann kom vestur á 100 ára afmæli bæjarstjórnar Ísafjarðar árið 1966, svo þegar fimmtíu ára fermingarsystkinin hittust árið 1988 og síðast fyrir þrem- ur árum. „Það hafa orðið hér feykilegar breytingar. Fjaran þar sem maður lék sér í eina tíð sést ekki lengur. Þar sem áður var fjara og sjór standa nú stórbyggingar“, segir hann. Finnbjörn átti lengst af heima á Felli, þar sem núna er Stjórn- sýsluhúsið og var gjarna nefndur Finni á Felli. „Þar eyddi maður löngum tíma í fjörunni sem nú er horfin. Margir voru kenndir við mæð- ur sínar, t.d. var Ásgeir bróðir minn kallaður Geiri Halldóru, nú eða hann Maggi Bald Þuru. Maggi Sölu var góður knatt- spyrnumaður hér á sinni tíð.“ Gömlu Ísfirðingarnir Finni á Felli og Maggi Bald Þuru biðja fyrir bestu kveðjur til allra Ísfirðinga og sérstaklega gömlu vinanna og kunningj- anna og er þeim kveðjum hér með komið á framfæri. Í sólskini á sólpallinum í Sóltúnum. Frá vinstri: Magnús E. Baldvinsson, Finnbjörn Þorvaldsson, Theodóra Steffensen, eiginkona Finnbjarnar, Unnur Benediktsdóttir, eiginkona Magnúsar, og hjónin Jóhanna Magnúsdóttir og Gunnar Theodórsson.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.