Bæjarins besta - 29.07.1998, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998
Ekki af brauði
einu saman
samtal við sr. Valdimar Hreiðarsson, sóknarprest á Suðureyri
Séra Valdimar Hreiðarsson
hefur þjónað Staðarþingum
síðustu þrjú árin. Jafnframt
hefur hann stundað kennslu,
fyrst við Framhaldsskóla Vest-
fjarða á Ísafirði og síðan við
Grunnskóla Suðureyrar á liðn-
um vetri og mun kenna þar
áfram næsta vetur.
Í téðri stofu eru ýmis
óvenjuleg myndverk á veggj-
um. Þar ber fyrst að nefna
mynd norskrar ættar af presta-
fíflum (chrysantemum), eins
og teljast verður við hæfi á
slíkum stað, málaða á tréplötu.
Mikilfenglegur skúlptúr
dökkleitur vekur sérstaka
athygli. „Þetta er nú bara
surtarbrandshlunkur úr gömlu
námunni fyrir ofan Botn í Súg-
andafirði“, segir séra Valdi-
mar. „Ég hengdi hann upp á
vegg og fólk spyr: Hvaða verk
er þetta? Eftir hvern er þetta?
Og þarna á veggnum eru borð-
plattar sem Karvel Pálmason
fyrrum alþingismaður ramm-
aði inn fyrir mig. Ég keypti þá
á bílskúrssölu í Bandaríkjun-
um fyrir sama og ekkert. Þeir
eru merkilegir fyrir þá sök, að
kvikmyndaleikarinn Lionel
Barrymore teiknaði þá. Ég er
meira fyrir myndir sem eiga
sér einhverja sögu, fremur en
að þær kosti mikla peninga
bara út á nafn málarans. En
vissulega er ég hrifinn af
listamönnum á borð við Karl
Kvaran og Kristján Davíðs-
son, að ég tali nú ekki um
Svavar Guðnason.“
Jólaskraut með
kamfóruþef
– Þú virðist meira fyrir
óhlutbundna myndlist en fíg-
úratífa... „Já, vissulega. Ég
ólst upp með málverk í kring-
um mig, því að faðir minn er
málverkasafnari og á mikið
af góðum myndum. Í uppvext-
inum þóttu mér abstraktverkin
alveg forljót og ég spurði
pabba hvers vegna í ósköp-
unum hann væri með þetta
uppi á vegg. Síðan hefur
smekkurinn breyst og með
tímanum hef ég lært að meta
þetta.“
Enn er að nefna allstóra
mynd á stofuvegg, Borgarljós
eftir Hafstein Austmann.
Einnig vekur athygli kista úr
kamfóruviði, kínversk að ætt
og ætluð til að geyma föt, en
trjáviður þessa ætternis drepur
möl og þvíumlíka óværu og
úr ílátinu stafar hinum ljúfasta
kamfóruþef þegar upp er
lokið. „Ég geymi hins vegar
jólaskraut í kistunni“, segir
Valdimar.
Presturinn á Suðureyri er
borinn og barnfæddur Reyk-
víkingur. „Móðir mín er af
þriðju kynslóð Reykvíkinga,
en faðir minn fluttist ungur til
höfuðborgarinnar frá Arnar-
stapa á Snæfellsnesi. Ég ólst
upp í Reykjavík í hópi sex
systkina, sem fæddust á mjög
löngu tímabili, þannig að tutt-
ugu ár eru á milli þess elsta
og yngsta. Þetta var því kann-
ski ekki tiltakanlega samstæð-
ur barnahópur.“
– Hefur þú einhver tengsl
við ættarslóðirnar undir Jökli?
„Já, ætt mín er þar með tals-
vert af sumarbústöðum og
heldur mikilli tryggð við stað-
inn. Á Arnarstapa er stórt og
mikilfenglegt minnismerki
um afa minn og ömmu, hann-
að af Ragnari Kjartanssyni
myndhöggvara. Minnismerk-
ið sýnir sjálfan Bárð Snæfells-
ás og en ættingjarnir hlóðu
minnisvarðann að fyrirsögn
Ragnars. Afi minn var Jón
Sigurðsson, útvegsbóndi á
Arnarstapa.“
Presturinn og heiðnin
– Nú ert þú þjóðkirkjuprest-
ur – hvernig er fyrir slíkan
mann að koma á slóðir feðra
sinna undir Jökli, þar sem tal-
inn er einhver heiðnasti staður
á landinu og annálaður fyrir
yfirnáttúrlega kynngi? Margir
telja sig finna þar návist
Bárðar Snæfellsáss og undra-
mátt jökulsins og aðra undar-
lega krafta. Telur þú að eitt-
hvað sé til í þessu?
„Sumir segja það. Þegar
minnismerkið var afhjúpað á
ættarmóti árið 1985, þá samdi
ég heilmikinn fyrirlestur um
Bárð og átti að flytja hann
þar, en þá brá svo við þegar ég
vaknaði um morguninn, að ég
kom ekki upp einu einasta
orði. Ég var algjörlega þegj-
andi hás og varð að fela föður
mínum að flytja fyrirlesturinn
í minn stað. Menn sögðu að
Bárði hefði ekki líkað það að
prestur í kristnum sið ætti að
flytja erindi um hann þarna á
Stapa.“
– Nema einhverjum öðrum
sem ýmsu ræður þessa heims
og annars hafi ekki líkað að
sjálfur presturinn hans hlypi
út undan sér og minntist hinn-
ar heiðnu vættar...
„Það skyldi þó aldrei vera!“
Námsleiði og rúntur
Valdimar Hreiðarsson er
fæddur árið 1950 og gekk í
Menntaskólann í Reykjavík.
„Ég var einu ári lengur á leið-
inni gegnum menntaskóla en
ég hefði þurft, því að ég hætti
að mestu námi í fjórða bekk
[þ.e. á öðru námsári – í gamla
MR er hvorki fyrsti né annar
bekkur, heldur byrja menn í
þriðja bekk og ljúka stúdents-
prófi upp úr sjötta bekk]. Ég
var með um 30% mætingu
um veturinn og síðan var það
einungis formsatriði að taka
prófin um vorið til þess eins
að falla á þeim. Þannig tafðist
ég um eitt ár, en þegar upp var
staðið var ég svo sem ekkert
óánægður með það. Mér
fannst ég að sumu leyti hafa
Í miðju Suðureyrarplássi, steinsnar
frá kirkjunni, stendur afar stórt og
myndarlegt hús af gamla skólanum.
Þetta er prestssetrið og þar býr séra
Valdimar Hreiðarsson, sóknarprestur
í Staðarprestakalli í Súgandafirði. Í
prestakallinu er aðeins ein sókn,
Staðarsókn, en tvær sóknarkirkjur,
önnur á Suðureyri en hin að Stað í
Staðardal. Það mun ekki algengt
hérlendis, að tvær jafngildar kirkjur
séu í sömu sókninni.
Telja verður Staðarprestakall sæmi-
lega gott brauð, enda þótt guðfræði-
nemar hafi ekki alltaf litið það girnd-
araugum á fyrri árum. Hitt er víst, að
brauðið sem presturinn bakar sjálfur
eftir leynilegri uppskrift og ber gest-
um er ákaflega gott. Við setjumst að
tali í stofunni á annarri hæð í húsinu
mikla og áheyrandi er kötturinn
Posi. Hann leggur fátt til mála, utan
hvað hann malar öðru hverju værðar-
lega í kjöltu húsbónda síns, en leikur
sér við hann hina stundina og nartar
þá stríðnislega í hendur hans og
slæmir loppum.