Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.10.1998, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 21.10.1998, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 3 Á línunni hjá Hlyni Þór Hafnarstræti 9 • Ísafirði • Sími 456 5280 af öllum undirfatnaði út þessa viku! TÖFF TREFLAR fyrir stráka! Vorum að taka upp smart klúta (einskonar sjöl) með kögri. Tilvalið við t.d. ermalausa kjóla. EINNIG... ...fallegir háir Dior sokkar með blúndu yfir lærið... ...og sokkabuxur með saum að aftan FALLEGIR SKINNHANSKAR fyrir bæði kynin! NÝTT Sexí náttkjóll og sloppur í stíl! Árshátíð 31. október! Pantið förðun tímanlega! Síminn er: 456 5280 Í tilefni afmælisins bjóðum við upp á 20% afslátt af öllu út þessa viku! OPNUNARTÍMI: Mánud. til fimmtd. kl. 10-12 og 13-18 Föstudaga kl. 10-12 og 13-19 Laugardaga kl. 10-14 BASIL • Hafnarstræti 14 • Sími 456 5210 Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða 1998 Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn á Tálknafirði laugardaginn 7. nóvember kl. 11.00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður aðalmál fundarins samgöngumál á Vest- fjörðum. Sameiginlegur kvöldverður að loknum aðalfundi. Á föstudagskvöldið 6. nóvember verður haldið málþing um stöðu og tækifæri í ferðaþjónustu við þröskuld nýrrar aldar. Allir áhugamenn um ferðamál á Vest- fjörðum velkomnir. Atvinna Skipstjóra, stýrimann, vélstjóra og beitningarmenn vantar á 70 tonna bát, sem gerður verður út frá Suðureyri. Upplýsingar í síma 456 6105, 892 2482 eða 894 3026. Aðalfundur og kynning Aðalfundur Styrktarfélags fatlaðra á Vestfjörðum verður haldinn fimmtudaginn 29. okt. á Hótel Ísafirði kl 9. Einnig verða stuttar kynningar á starfsemi Íþróttafélagsins Ívars og mikilvægi sjúkraþjálfunar fyrir fatlaða. Dagskrá Starf Íþróttafélagsins Ívars (fulltrúi frá Ívari). Mikilvægi sjúkraþjálfunar fyrir fatlaða (Sigurveig Gunnarsdóttir). Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning í stjórn. Önnur mál. Kaffi. Stjórnin Kristján Jóns- son, fyrrum hafnsögumaður á Ísafirði Átti aldrei neinn ein- kennisbúning Bæjarins besta? Komdu blessaður, Hlynur minn. Ég var að lesa viðtalið við hafnsögumenn og hafnar- stjóra á Ísafirði í síðasta blaði og mig langar til að gera dálitlar athugasemdir við það sem þar kemur fram. Það stingur mig svolítið. Ég var starfsmaður þarna í átján ár, frá 1974 til 1992, og ég varð aldrei var við neina einkennisbúninga á þeim mönnum sem þar þjónuðu á þeim tíma. Sú krafa var heldur aldrei gerð til mín að ég sýndi nein skilríki, heldur var alltaf látið duga að maður væri með hafnsögu- húfuna á höfðinu. Einu sinni sá ég af tilviljun kollega minn einhvers staðar í ein- hverjum búningi sem ég man ekki lengur hvernig var, en slíkan búning átti ég ekki til. Ég dreg í efa frásagnir þessara manna um kröfur um búninga. Ég hefði gam- an af því að fá að sjá myndir af þeim í einkennisbúningi. Sem gömlum starfsmanni finnst mér dálítið loft á bak við þetta. Mér finnst þessir menn vera að gera heldur lítið úr okkur sem unnum þarna áður. Ég hygg að það séu afar fá skip sem þeir þurfa að lóðsa inn til Ísa- fjarðar miðað við það sem áður var, þegar Grænlend- ingarnir og Norðmennirnir voru að koma. Þeir fóru í innri höfnina og tóku alltaf hafnsögumann. Hafnarstjórinn sagðist hafa farið um borð í skemmtiferðaskipið Evr- ópu. Ég fór tvívegis þar um borð, sem ég man eftir, en skipið kom oft til Ísafjarðar í minni tíð í starfi. Skip- stjórinn óskaði yfirleitt ekki eftir neinum hafnsögu- manni því að hann þekkti alveg leguplássið og fór aldrei nema inn að ytri hafnarmerkjum sem þá voru. Og loks má geta þess, að á minni tíð var enginn sérstakur hafnarstjóri, held- ur gegndi bæjarstjórinn því hlutverki og ég veit ekki til að hann hafi nokkru sinni farið um borð í skip sem hafnsögumaður. Aukin ökuréttindi Námskeið til aukinna ökuréttinda hefst á Ísafirði miðvikudaginn 28. október nk. Hastætt verð og góðir greiðsluskilmálar Visa og Euro raðgreiðslur til allt að 36 mánaða Skuldabréf til allt að 24 mánaða Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 581 1919 og 892 4124

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.