Bæjarins besta - 21.10.1998, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 7
Andlát
Frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, eiginkona forseta
Íslands, andaðist í Seattle í Bandaríkjunum, hinn 12.
október síðast liðinn. Hún ávann sér virðingu þjóðar-
innar strax í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Gríms-
sonar 1996. Athygli vakti hve samrýmd og samhent
þau hjón voru í baráttunni fyrir kjöri hans til embættis
forseta Íslands. Á ferð sinni um Ísland í júní þetta ár
komu þau til Vestfjarða og náðu greinilega til Vest-
firðinga því hvergi voru úrslit kosninganna glæsilegri
fyrir Ólaf Ragnar og þau hjón bæði.
Forsetahjónin komu í sína fyrstu opinberu heimsókn
til norðanverðra Vestfjarða 30. ágúst til 2. september
1996. Þar komu fram glæsileg hjón, sem gerðu sér far
um að koma sem víðast við og hitta íbúa Ísafjarðsýslna,
Ísafjarðar og Bolungarvíkur á heimavelli.
Guðrún sýndi handverki vestfirskra
kvenna einstakan áhuga, enda listfeng
og þekkt fyrir áhuga sinn á prjóna-
og saumaskap.
Ferð þeirra hjóna var vel
heppnuð og tókst í alla staði
hið besta. Haldin var glæsi-
leg samkoma í íþróttahúsinu
á Torfnesi. Hrafnseyri, Þing-
eyri, Skrúður, Holt, Flateyri,
Suðureyri, Ísafjörður, Bol-
ungarvík, Súðavík og Vigur
voru heimsótt og hvarvetna
var þeim hjónum vel fagn-
að. Frú Guðrún Katrín
kom alls staðar fram af
mikilli hlýju, en jafnframt
virðingu og glæsileik. Hún
ávann sér virðingarsess í
hjarta allra þeirra mörgu sem áttu þess kost í þessari
fyrstu opinberu heimsókn að hitta hana og þau hjón
bæði.
Þau fóru fleiri ferðir haustið 1996, þar á meðal í
Barðastrandarsýslur. Hið sama var uppi á teningnum.
Þau voru aufúsugestir og fólk hreifst af frú Guðrúnu
Katrínu. Engum duldist að hún lét sér annt um
gestgjafana.
Þau hjón fóru til útlanda og hún vakti athygli fyrir
glæsileik og fágaða framkomu. Erlendum gestgjöfum
var ljóst að þar fóru verðugir fulltrúar íslensku þjóðar-
innar. Heimsókn til Danmerkur í boði Margrétar Þór-
hildar varð eftirminnileg. Þau Margrét Danadrotting
og Henrik prins komu til Íslands í einkaheimsókn í
maí á þessu ári. Drottning sýndi kirkjulist sína á
Listahátíð í Reykjavík. Forsetahjónin sýndu Vestfirð-
ingum enn á ný virðingu. Þau buðu Margréti Þórhildi
og Henrik prins í ferð til Vestfjarða. Sú heimsókn tókst
mjög vel. Guðrún hafði veikst af hvítblæði, en var á
batavegi og allt virtist ganga vel. Sem fyrr kom hún
fram af alúð og virðingu og hafði engu tapað af
glæsileik sínum.
Engum sem staddur var á Silfurtorgi 14. maí 1998
gleymist hvernig tekið var á móti drottningu og prinsi
og forsetahjónunum. Ferðin var mikið áhugaefni
fjölmiðla af skiljanlegum ástæðum. Af umfjöllun þeirra
mátti ráða að frú Guðrún hefði hönd í bagga með
undirbúningi heimsóknarinnar. Matarveisla í Turnhúsi
vakti óskipta athygli fjölmiðla.
Frú Guðrún Katrín hafði mikinn metnað fyrir sína
hönd og þeirra hjóna og íslensku þjóðarinnar. Hún
lagði mikið upp úr því að Bessastaðir yrðu glæsilegt
forsetasetur og um leið heimili fjölskyldu. Sjálf lagði
hún á það mikla áherslu í kosningabaráttunni 1996 að
láta gott af sér leiða, höguðu örlögin því svo að hún
yrði forsetafrú. Hún gerði það. Hennar verður minnst
sem mikillar konu sem stóð með manni sínum í blíðu
og stríðu, í stjórnmálum og forsetakjöri og síðast en
ekki síst við hlið hans í embætti þjóðarleiðtoga. Hún
tók virkan þátt í sveitarstjórnarmálum og var
bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi í 16 ár, 1978 til 1994.
Veikindi hennar voru reiðarslag, en því meiri varð
gleðin þegar allt virtist ganga vel. Í erfiðum veikindum
stóð hún sig með mikilli prýði. Það var áfall þegar
veikindin tóku sig upp á nýjan leik í sumar.
Vestfirðingar harma frú Guðrúnu Katrínu. Þjóðin
öll er sama sinnis. Ólafi Ragnari Grímssyni forseta
Íslands eru sendar samúðarkveðjur. Við metum vin-
semd þeirra hjóna í garð okkar Vestfirðinga. Dætrum
þeirra og öðrum aðstandendum eru sendar djúpar
samúðarkveðjur. Við biðjum þeim guðs blessunar.
-Stakkur.
Með höfuðklút á Harley Davidson í Ameríku: „Maður
verður að vera í hlutverkinu.“
Auðunn Bragi að hjálpa indónesískum ungmeyjum með heimaverkefnin fyrir skólann!
„Þar fékk ég vinnu hjá
fyrirtæki sem skipuleggur og
býr til garða yfir sumartímann
en mokar snjó á vetrum og
vann þar í eitt og hálft ár. Ég
fékk kennitölu (social security
number) fyrir útlendinga, en
fyrir vinnuveitandann var
nægilegt fyrir mig að framvísa
ökuskírteininu. Ég borgaði
skatt og lagði fram skatta-
skýrslu að ári liðnu og fékk
meira að segja endurgreitt frá
skattinum. Kerfið hjá þeim
þarf ekki að vera flóknara en
það. Það er tekið mjög hart á
því ef maður er tekinn, en
fjöldinn er svo gríðarlegur að
ekki neitað því.“
Í París voru þau í rúma viku
hjá fjölskyldu þar sem Kath-
leen hafði verið au pair, en
ætluðu þaðan beint til Banda-
ríkjanna. Þar í borg villtust
þau eitt sinn og rákust af
tilviljun á söluskrifstofu Flug-
leiða, ventu sínu kvæði í kross
og ákváðu að koma við á
Íslandi á leiðinni vestur um
haf, en síðan var haldið heim
til hennar í bænum rétt hjá
Boston.
Ekkert atvinnuleyfi en fékk
endurgreitt frá skattinum
það er langt frá því að þeir
geti fylgst með öllum ólögleg-
um innflytjendum.
Þarna lét ég þann draum
minn rætast að kaupa mér ekta
Harley Davidson og notaði
það mikið. Meðal annars fór
ég á mótorhjólahátíð í næsta
fylki“, segir Auðunn og dregur
upp mynd af sér á hjólinu og
með klút á höfðinu: „Maður
verður að vera í hlutverkinu.“
Djúpsteikir ekki pulsur um
borð í Júlíusi
Eftir hálft annað ár í Banda-
ríkjunum að þessu sinni kom
Auðunn heim, en Kathleen
varð eftir að sinni. „Við eigum
okkur þann draum að opna
gistiheimili í Portúgal. Þar
sem þénustan var nú ekki upp
á marga fiska hjá mér þarna
úti og maður safnaði ekki
miklum peningum í þeirri
vinnu sem ég hafði, þá ákvað
ég að koma heim og fara á
sjóinn.“
Það var fyrir rúmu ári, og
síðan hefur Auðunn verið á
Júlíusi Geirmundssyni, en
rúmur mánuður er frá því að
Kathy kom til Íslands.
– Ertu að djúpsteikja pulsur
á priki oní mannskapinn á
Júlíusi?
„Nei, ég er í vinnslunni um
borð. Þar blóðga ég fisk í
staðinn fyrir að djúpsteikja
pulsur.“
– Er draumurinn um gisti-
heimilið í Portúgal ennþá
lifandi?
„Já, það er hann vissulega.“
Kathy´s Famous Potatoes
– Af hverju endilega Portú-
gal?
„Af hverju ekki Portúgal?
Annars kviknaði hugmyndin
í Ástralíu. Þar var staður með
alveg ofboðslega góðar bak-
aðar kartöflur og ég sló því
fram í gríni hvort við ættum
ekki bara að opna svona
kartöflustað í Portúgal og
skíra hann Kathy´s Famous
Potatoes. Upp úr því þróaðist
þessi hugmynd.“
– Eruð þið komin með
einhverjar raunhæfar áætlan-
ir?
„Við erum að stefna á
Algarve-héraðið í Suður-
Portúgal árið 2000. En auðvit-
að getur hvað sem er gerst
þangað til. Ef það gengur ekki
upp, þá er bara að leita á önnur
mið.“
– Hvernig er að koma aftur
heim eftir svona heimshorna-
flakk og langa fjarveru?
„Mér fannst ósköp lítið hafa
breyst, nema hvað allir mínir
vinir voru orðnir eldri og
komnir með konu og börn.
Það er eins og ég hafi misst úr
kafla í lífi þeirra. Þeir sem
maður var að skemmta sér
með og drekka með eru allt í
einu orðnir ráðsettir fjöl-
skyldumenn.“
– Er það ekki hálfgerð
klikkun að leggjast í svona
flakk eins og þú hefur gert?
„Fyrir suma kann það að
vera klikkun, aðra ekki. Það
sem hentar einum þarf ekki
að henta öðrum. Fyrir mér er
það ekki nein klikkun. Ég
reyni bara að fá sem mest út
úr lífinu.“
Allt Rússland eftir,
öll Afríka...
– Þú værir þess vegna til í
að fara annan hring í kringum
jörðina...
„Já. Ennþá er ég ekki búinn
að sjá mikið af henni. Það er
endalaust hægt að skoða sig
um. Til dæmis á ég allt
Rússland eftir, Indland, alla
Afríku, alla Suður-Ameríku...
– og tunglið...
„Já, vonandi á næstu öld.“
– Þegar vetrarveðrin taka
að lemja Júlíus Geirmundsson
úti í Ballarhafi – heldurðu ekki
að þér verði þá hugsað austur
til Balí, þar sem strápilsin
blakta í heitri strandgolunni?
„Jú, væntanlega, en maður
verður líka að leggja eitthvað
á sig til þess að vinna sér inn
peninga fyrir framtíðina. Það
verður ekki á allt kosið sam-
tímis.“
Djúpsteikt pulsa á priki á leiðinni ofan í tómatsósutunnuna.