Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.10.1998, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 21.10.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 Guðrún Katrín Þorbergsdóttir ánægjuleg sú heimsókn var. Engum duldist að samtaka hjón voru á ferð og létu sér annt um íbúana og byggðarlagið. Heimsóknin stóð fjóra daga og var víða farið, ekið og siglt samkvæmt strangri dagskrá. Ljúft viðmót Guðrúnar Katrínar og glæsileg framkoma hvarvetna, en um leið einstakur alþýðleiki, náði til almennings. Ferðin reyndist mér og okkur hjónum ánægjuleg. Þau hjón voru hvort öðru betri ferðafélagar, en því má ekki gleyma að forseti lýðveldisins og forsetafrú voru í sinni fyrstu opinberu heimsókn. Miklu skipti að vel tækist til. Guðrún Katrín lagði þar sitt af mörkum svo eftir var tekið og máli skipti. Við áttum þess kost að eiga með þeim hjónum einkar ánægjulega stund. Framkoma hennar var með sama hætti í fjölmenni og þegar fáir hittust, ljúfmennska, alúð og virðing fyrir viðmælandanum. Ekkert óvænt kom henni úr jafnvægi. Ekki duldist að þroskuð, vel gerð og menntuð kona átti í hlut. Forseti Íslands og þau hjón bæði sýndu Vestfirðingum enn á ný virðingu sína er þau komu í heimsókn til Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkur 14. maí síðast liðinn, ásamt Margréti drottningu Danmerkur og Henrik prins. Þá hafði Guðrún Katrín átt í erfiðum veikindum. Það var gleðiefni að hitta hana, því heilsa hennar virtist góð. Glæsileiki og reisn einkenndu hana sem fyrr og hinir tignu gestir voru velkomnir. Íbúarnir fögnuðu þeim eftirminnilega. Tilviljanir ráða því oft hvernig leiðir fólks skerast í lífinu. Þá skiptir miklu að fólk mætist með opnum huga og fordómalaust og líti til framtíðar. Þessa eigind fundum við hjón í fari Guðrúnar Katrínar. Við þökkum henni fyrir vinsemd og alúð þeirra beggja í okkar garð. Mikill harmur er kveðinn að forseta Íslands. Við sendum honum og dætrum þeirra djúpar og innilegar samúðarkveðjur fyrir okkar hönd og íbúa á norðanverðum Vestfjörðum sem hafa átt þess kost að taka á móti þeim hér tvívegis. Guð blessi minningu Guðrúnar Katrínar Þor- bergsdóttur. Þjóðin harmar hana. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Ísafirði. Þær harmafregnir hafa borizt, að Guðrún Katrín Þorbergsdóttir hafi látizt að kvöldi hins 12. október 1998. Hún átti við erfið veikindi að stríða og tókst á við þau af einstöku æðruleysi og með reisn. Þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti háði kosningabaráttu sína 1996 vakti athygli, hve virkan þátt hún átti að málum. Framganga þeirra hjóna var sameiginlegt átak. Tilviljun réð því að leiðir okkar lágu saman í júní, þegar unnið var að kjöri til æðsta embættis lýðveldisins. Annað skipti á förnum vegi í Reykjavík. Fjögurra ára tvíburum var það ánægjuefni, að þessi glæsilega kona gaf sér tíma til að ræða við þau. Hitt skiptið var á Ísafirði á kosningafundi. Reisn og tignarlegt yfirbragð hennar og hve samhent þau hjón voru og ætlun þeirra að sinna embættinu saman, ef tilætlaður árangur næðist, hreif án nokkurs efa marga. Síðar um sumarið var ákveðið að fyrsta opinbera heimsókn nýkjörins forseta Íslands yrði til norðan- verðra Vestfjarða – Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkur og Súðavíkurhrepps. Flestum er í góðu minni hve Fagraholt 5: 140,6m² einbýlishús á einni hæð í mjög góðu standi, ásamt bílskúr. Áhv. ca. 4,7 milljónir. Verð kr. 11,500.000,- Upplýsingar gefur Tryggvi Guðmundsson hdl. í síma 456 3940 TRYGGVI GUÐMUNDSSON HDL HAFNARSTRÆTI 1 • ÍSAFIRÐI 456 3940 & 456 3244 • Fax: 456 4547 • Netfang: tryggvi@snerpa.is Fasteignaviðskipti Einbýlishús / raðhús Fasteignir í þessari auglýsingu eru aðeins sýnishorn af söluskrá skrifstofunnar. Allar frekari upplýsingar varðandi söluskrá fasteigna eru veittar á skrifstofunni að Hafnarstræti 1, 3. hæð. Bakkavegur 39: 201 m² ein- býlishús á tveimur hæðum ásamt innb. bílskúr. Húsið nýmál-að, nýtt þak. Áhv. ca. 3,8 millj. Verð kr. 13,500,000,- Fagraholt 5: 140,6 m² einbýlis- hús á einni hæð í mjög góðu standi ásamt bílskúr. Verð kr. 11,500,000,- Góuholt 1: 142 m² einbýlishús í góðu standi á einni hæð ásamt bílskúr. Áhv. ca. 5,8 millj.. Verð kr. 11,600,000,- Góuholt 3: 140,7 m² einbýlis- hús á einni hæð ásamt bílskúr. Möguleg skipti á minni eign. Áhv. ca. 2,7 millj. Laust strax. Verð kr. 12,000,000,- Hafraholt 22: 144,4 m² e n d a raðhús á tveimur hæðum ásamt 22,4 m² bílskúr. Áhv. ca. 2,5 millj. Verð kr. 9,500,000,- Hjallavegur 4: 242 m² einbýlis- hús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Fallegt útsýni. Tilboð óskast Hjallavegur 19: 242 m² einbýlis- hús á 2 hæðum ásamt inn- byggðum bílskúr. Sér íbúð á n.h. Ýmis skipti möguleg. Áhv. ca. 5 millj. Verð kr. 10,500,000,- Hlíðarvegur 31: 130 m² einb.hús á 2 hæðum ásamt bílskúr. Húsið er nær allt uppgert að utan sem innan. Mjög gott útsýni. Verð kr. 10,700,000,- Hnífsdalsvegur 13: 160 m² ein- býlishús á tveimur hæðum ásamt kjallara og geymsluháalofti. Áhv. ca. 1,7 millj. Verð kr. 5,300,000,- Kjarrholt 2: 173,6 m² einbýlis- hús á einni hæð ásamt góðum tvöföldum bílskúr. Áhv. ca. 3,7 millj. Verð kr. 13,200,000,- Móholt 3: 142,4 m² einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Möguleg skipti á minni eign. Áhv. ca. 2,3 millj. Verð kr. 11,000,000,- Tangagata 15b: 103 m² einb.- hús á 2 hæðum ásamt geymsluskúr (nýtist sem herbergi). Laust fljótl. Áhv. ca. 3,3 millj.. Verð kr. 6,200,000,- Urðarvegur 26: 236.9 m² raðhús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr. Ekkert áhvílandi. Verð kr. 11,800,000,- Urðarvegur 27: 190,5 m² einb.- hús á 2 hæðum ásamt bílskúr, góðum garði, svölum og sólpalli. Skipti á minni eign mögul. Verð kr. 13,500,000,- Holtagata 26: 86,9 m² parhús á einni hæð byggt 1996. Verð kr. 5,500,000,- Súðavík skipti á stærri eign. Áhv. ca. 3 millj. Verð kr. 5,800,000,- Stórholt 7: 76 m² íbúð á 1. hæð fyrir miðju í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu. Áhv. ca. 2 millj. Verð kr. 4,800,000,- Stórholt 13: 79,2 m² íbúð á 3ju hæð til hægri í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu. Verð kr. 6,000,000,- Túngata 21: 84,9 m² íbúð á 1. hæð í þríb.húsi ásamt bílskúr. Áhv. ca. 3,8 millj. Góð kjör í boði Verð kr. 6,500,000,- Aðalstræti 20: 98 m² íbúð á 2. hæð t.h. í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu. Áhv. ca. 4,2 millj. Verð kr. 7,200,000,- Brunngata 12a: 68 m² íbúð á efri hæð, að hluta undir risi, í tvíb.húsi ásamt sér geymslu. Áhv. ca. 1,8 millj. Verð kr. 3,000,000,- Fjarðarstræti 13: 80 m² íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Tvö auka- herbergi, eitt í kjallara og eitt í risi. Áhv. ca. 1,5 millj. Verð kr. 5,700,000,- Sólgata 8: 80 m² íbúð á neðri hæð í þríbýlishúsi. Möguleg 3ja herbergja íbúðir Fjarðarstræti 4: 120 m² 4ra herb. íbúðá 3. hæð í fjölbýlishúsi. Skipti á minni eign á Eyrinni möguleg. Verð kr. 6,500,000,- Fjarðarstræti 32: 112,7 m² 4ra herbergja íbúð á tveimur hæðum í tvíbýlishúsi ásamt bílgeymslu. Verð kr. 5,900,000,- Fjarðarstræti 38: 130 m² 4ra herb. íbúð á tveimur hæðum í þríbýlishúsi. Áhv. ca. 3,4 millj. Möguleiki á lánum að fjárhæð 4,9 millj. Verð kr. 7,000,000,- Hjallavegur 12: 113,9 m² 4-5 herbergja íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Áhv. ca. 1,9 millj. Verð kr. 5,500,000,- Seljalandsv. 20: 161,2 m² 5-6 herb. íbúð á efri hæð í tvíb.húsi ásamt bílskúr. Íbúðin mikið uppgerð. Áhv. ca. 5,2 millj. Verð kr. 10,700,000,- Stórholt 9: 164,30 m² 6 herb. íbúð á 1. h.t.v. ásamt kjallara m/ sér inng. Hægt er að ganga í garð af svölum. Áhv. ca. 3,8 millj. Verð kr. 7,700,000,- Tangagata 8a: 106,5 m² 4-5 herbergja íbúð á þremur hæðum.Tilboð óskast Túngata 18: 89,2 m² 4ra herb. íbúð í fjölb.húsi í góðu standi. Húsið allt uppgert. Mögul.sk. á minni eign. Áhv. ca. 3,6 millj. Verð kr. 6,900,000,- Urðarvegur 25: 154,6 m² 5-6 herb. íbúð að hluta á 2 hæðum í tvíb.húsi ásamt bílskúr. Skipti á ódýarari eign möguleg. Áhv. ca. 1,6 Verð kr. 9,300,000,- 4-6 herbergja íbúðir 2ja herbergja íbúðir Hlíðarvegur 18: 64,5 m² íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Áhv. ca. 1,7 millj. Tilboð óskast Túngata 18: 50,4 m² íbúð á í góðu standi á 3ju hæð í uppgerðu fjölbýlishúsi. Tilboð óskast Túngata 20: 53,4 m² íbúð á 3. hæð í fjölb.húsi í góðu standi. Húsið nýlega gert upp að utan. Áhv. ca. 2 millj. Verð kr. 4,900,000,- Pólgata 5a: 121m² glæsileg 4ra herbergja íbúð á n.h. í þríbýlishúsi ásamt bílskúr og helm. kjallara. Íbúðin er nýlega uppgerð. Verð kr. 6,300.000,- Loksins með snjó undir fótum í Tungudal. Frá vinstri Guðmundur Geir Einarsson, Markús Björnsson, Ólafur Thorlacius Árnason, Jakob Einar Jakobsson, Þorsteinn þjálfari, Katrín Árnadóttir, Elísabet Heiðarsdóttir og Aðalbjörg Sigurjónsdóttir. Skíðagöngulið Önfirðinga og Ísfirðinga 13 ára og eldri, sem kepptu hvort í sínu lagi í fyrra, hafa nú verið sameinuð undir merki Skíðafélags Ís- firðinga. Þjálfari er Þorsteinn Hymer í Holti í Önundarfirði. Fyrsta raunverulega vetrar- æfingin var á miðvikudag í síðustu viku í Tungudal, þegar snjórinn var kominn, og þá var myndin tekin. Framundan eru æfingar og aftur æfingar, en skíðamótin byrja í lok janúar. Af þeim sem eru á mynd- inni er Ólafur Th. í lands- liðinu, en Katrín og Jakob eru í hópi sem valið verður úr til að senda á Ólympíudaga æskunnar í Slóveníu í mars. Í þeim hópi eru einnig Jóhanna Halldórsdóttir og Sandra Dís Steinþórsdóttir, en auk þeirra vantar á myndina Sigrúnu S. Halldórsdóttur, sem í fyrra varð Íslandsmeistari í 7,5 km göngu kvenna, Einar Svein- björnsson og Magnús Ring- sted Sigurðsson. Sameinað göngulið

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.