Bæjarins besta - 21.10.1998, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 5
Húsið að Austurvegi 11 fimmtíu ára
Nokkur brot úr menningarsögu Ísafjarðar
Stórhýsið að Austurvegi
11 á Ísafirði er eitt þeirra
húsa, sem sterkastan svip
setja á bæinn. Útlit þess ber
skýr merki höfundarins,
Guðjóns Samúelssonar,
húsameistara ríkisins, og
minnir vissulega á t.d. hús
Þjóðminjasafnsins í Reykja-
vík.
Eins og fram hefur komið
hér í blaðinu eru í þessum
mánuði liðin 50 ár frá vígslu
þessa merka húss og upp-
haflegt hlutverk þess er
letrað stórum upphleyptum
steinstöfum hátt yfir and-
dyrinu: Húsmæðraskólinn
Ósk – stofnsettur 1912. Skól-
inn var því meira en aldar-
þriðjungs gamall þegar
hann fluttist í nýbyggt húsið
sitt við Austurveg og vígslu-
hátíð haldin 5. október 1948.
Nú eru breyttir tímar. Hús-
mæðraskólinn Ósk lifir áfram
sem einn af frumþáttunum í
Framhaldsskóla Vestfjarða en
húsið sjálft hefur fengið nýtt
hlutverk í menningarsögu
Ísafjarðar. Þótt leiðir hafi
skilið með húsi og húsmæðra-
skóla, þá verður saga þeirra
ekki slitin sundur. Og Kven-
félagið Ósk á Ísafirði, sem
fæddi skólann af sér á vor-
dögum aldarinnar, kom
honum til þroska og vakti yfir
honum alla tíð, er sjálft komið
á tíræðisaldur og lifir enn góðu
lífi að breyttu breytanda. Saga
þess verður ekki heldur skilin
frá sögu skólans og hússins.
Kvenfélagið Ósk stofnað
Kvenfélagið Ósk á Ísafirði
var stofnað með formlegum
hætti 6. febrúar 1907. Þó má
segja með nokkrum rétti, að
starf þess hefjist skömmu fyrir
jólin árið 1906. Um þær
mundir var Camilla Torfason
bæjarfógetafrú á Ísafirði,
framtakssöm kona og áhuga-
söm um félagsmál. Hún vakti
máls á því við nokkrar aðrar
konur, hvort þær gætu ekki í
sameiningu gert börnum í
kaupstaðnum einhvern daga-
mun. Niðurstaðan varð sú, að
konurnar héldu börnunum
jólafagnað á þrettándanum
árið 1907.
Réttum mánuði síðar var
Kvenfélagið Ósk stofnað og
lög þess samþykkt. Þar segir
svo um hlutverk félagsins:
„Tilgangur þess er að efla
samúð og samvinnu meðal
félaganna, styðja að öllu því
er til ánægju og þrifa lýtur
fyrir bæjarbúa, glæða félagslíf
þeirra og hafa örvandi og
menntandi áhrif á æskulýðinn,
einkum stúlkurnar.“ Stofn-
endur munu hafa verið 56 og
fyrsti formaðurinn var Cam-
illa Torfason.
Frú Camilla Torfason
Frumkvöðullinn Camilla
Torfason (Thora Petrine Cam-
illa) var eiginkona Magnúsar
Torfasonar, sýslumanns og
bæjarfógeta á Ísafirði. Þau
hjónin fluttust til Ísafjarðar
árið 1904 þegar Magnús tók
þar við embætti eftir Hannes
Hafstein, en áður hafði hann
verið yfirvald Rangvellinga.
Camilla var dóttir Stefáns
Bjarnarsonar, sýslumanns
Ísfirðinga og fyrsta bæjar-
fógeta á Ísafirði, og eiginkonu
hans, Karenar Emilie, f. Jørg-
ensen, en hún var dönsk að
uppruna. Camilla fæddist á
Ísafirði árið 1864. Hún gekk
menntaveginn, en hann var þá
mjög ógreiðfær kvenfólki
hérlendis og Latínuskólinn í
Reykjavík ekki ætlaður kon-
um. Þess vegna hélt sýslu-
mannsdóttirin til náms í Dan-
mörku og mun hafa verið
fyrsta íslenska konan sem
lauk stúdentsprófi. Hún stund-
aði síðan nám við Kaup-
mannahafnarháskóla, lauk
prófi í heimspeki og nam
stærðfræði í tvö ár. Jafnframt
kennslustörfum í Danmörku
eftir það lærði hún ostagerð
og fleira í mjólkurvinnslu.
Hún kynntist Magnúsi Torfa-
syni þegar hann var við laga-
nám ytra og fluttist með
honum til Íslands árið 1895.
Á Ísafirði var Camilla
Torfason var búsett í tíu ár.
Þau hjónin slitu samvistum
árið 1914. Þá fluttist hún til
Englands og síðan til Dan-
merkur en bjó síðustu æviárin
hjá börnum sínum í Reykjavík
og andaðist þar árið 1927.
Húsmæðraskóli stofnaður
Á fundi í Kvenfélaginu Ósk
15. mars 1911 var fyrst rætt
formlega um stofnun hús-
mæðraskóla á Ísafirði, svo
vitað sé, og samþykkt áskorun
til Alþingis þess efnis. Kven-
félagskonur unnu síðan ötul-
lega að undirbúningi og fjár-
öflun á ýmsum vígstöðvum.
Málið fékk öllu skjótari fram-
gang en almennt gerist nú og
var Húsmæðraskólinn Ósk
settur í fyrsta sinn 1. október
1912. Fyrstu tvö árin var hann
í leiguhúsnæði að Pólgötu 8
en næstu tvö árin í húsi
Magnúsar Torfasonar sýslu-
manns á horni Hafnarstrætis
og Templaragötu (eða Hrann-
argötu, eins og hún heitir á
síðari áratugum), þar sem nú
er verslunin Ekó. Fyrsta for-
stöðukona skólans var frk.
Fjóla Stefáns frá Grásíðu í
Kelduhverfi.
Heimsstyrjöldin fyrri hafði
margvísleg áhrif á daglegt líf
á Íslandi. Dýrtíð var mikil og
margvíslegur skortur á nauð-
synjum svarf að þjóðinni, ekki
síst vöntun á kolum til upphit-
unar. Af þessum ástæðum og
öðrum lagðist skólahald í
Húsmæðraskólanum Ósk nið-
ur árið 1917 og hófst ekki
aftur fyrr en árið 1924. Frk.
Gyða Maríasdóttir var þá
ráðin forstöðukona og gegndi
hún því starfi til dauðadags
árið 1936.
Flutningur í eigið hús
Á árunum 1924-29 var
húsmæðraskólinn í leiguhús-
næði að Templaragötu/Hrann-
argötu 9 (Glasgow), en það
reyndist brátt ófullnægjandi.
Árið 1929 var húsið að Fjarð-
arstræti 24 tekið á leigu fyrir
skólann. Þetta er eitt af elstu
steinhúsum Ísafjarðar, hefur
mjög lengi verið í eigu Hvíta-
sunnusafnaðarins á Ísafirði og
þekkt undir nafninu Salem.
Þar var Húsmæðraskólinn
Ósk síðan í nær tvo áratugi
eða allt þar til árið áður en
hann fluttist í eigið hús,
stórbygginguna að Austurvegi
11, í októbermánuði fyrir
fimmtíu árum. Ekki var skóla-
hald síðasta veturinn fyrir
flutninginn, vegna þess að
skólanum hafði verið sagt upp
húsnæðinu við Fjarðarstræti
og nýja húsið var ekki tilbúið
fyrr en síðsumars 1948.
Þegar Húsmæðraskólinn
Ósk fluttist að Austurvegi 11
komst hann ekki aðeins í eigið
húsnæði í fyrsta sinn, heldur
jafnframt í fyrsta sinn í hús-
næði sem sniðið var sérstak-
lega að þörfum hans. Þar voru
vistarverur og búnaður fyrir
margvíslegar kennslugreinar;
einnig heimavistarrými fyrir
32 nemendur og íbúðarhús-
næði fyrir forstöðukonu og
kennara. Forseti bæjarstjórnar
á Ísafirði, Sigurður Bjarnason
frá Vigur, sagði m.a. á vígslu-
hátíð hússins 5. október 1948:
„Ég hygg að það sé ekki
ofmælt, að þetta hús muni vera
eitt hið vandaðasta skólahús,
sem byggt hefir verið í þessu
landi og þótt víðar væri leitað.
Frágangur þess er frábær og
lofar þar verkið meistarann,
hinn vandvirka yfirsmið, Jón
H. Sigmundsson.“
Skólahaldið og
tilhögun þess
Frá upphafi Húsmæðra-
skólans Óskar árið 1912 og
þangað til hann fluttist í eigið
hús við Austurveginn var
skólatíminn hjá hverri náms-
mey fjórir mánuðir og voru
tvö slík námskeið í skólanum
á hverju ári. Í upphafi voru
nemendur að jafnaði um 12 í
senn en iðulega þegar frá leið
og síðan oftast voru þeir hátt
á annan tuginn. Skólahald
byrjaði í september ár hvert
og því lauk í maí. Árið 1948
varð sú breyting við tilkomu
nýja hússins, að námsmeyjar
voru allan veturinn í skólanum
og jafnframt lengdist árlegur
skólatími nokkuð. Fyrsta árið
við Austuveg voru námsmeyj-
ar 41 en voru síðan að jafnaði
á fjórða tuginn.
Meðal námsgreina sem
stundaðar voru í Húsmæðra-
skólanum Ósk má nefna t.d.
manneldisfræði, heilsufræði,
búreikninga, leirbrennslu og
leirmálun, íslensku, söng,
leikfimi og sund, auk mat-
reiðslu, vefnaðar og sauma-
skapar af hinu fjölbreytileg-
asta (og gagnlegasta) tagi, og
er þá enn margt ótalið.
Með breyttum aðstæðum í
samfélaginu minnkaði aðsókn
að hinu hefðbundna skóla-
haldi og var þá boðið upp á
margvísleg námskeið í ein-
stökum greinum, sem jafnan
voru vel sótt. Sem dæmi má
nefna, að veturinn 1983-84
voru haldin 32 námskeið með
um 250 nemendum. Í ýmsum
tilvikum var náin samvinna
við aðra skóla síðustu ár
húsmæðraskólans, svo sem
við Grunnskólann á Ísafirði
og Framhaldsskóla Vestfjarða.
Í samræmi við breyttan tíðar-
anda var á síðari árium tekið
að nefna skólann Hússtjórn-
arskólann Ósk þótt hann héldi
gamla nafninu í daglegu tali.
Flutningur á
annað tilverustig
Snemma á síðasta áratug
komu fram hugmyndir um
sameiningu framhaldsmennt-
unar á Ísafirði í einum fjöl-
brautaskóla, þar sem meðal
annars væri sérstök námsbraut
í heimilisfræðum. Til að gera
langa sögu stutta, þá voru
Menntaskólinn á Ísafirði,
Iðnskóli Ísafjarðar og Hús-
mæðraskólinn Ósk samein-
aðir undir heitinu Framhalds-
skóli Vestfjarða árið 1990 og
lifa þeir þar allir áfram með
nokkrum hætti. Þar með lauk
Húsmæðraskólinn Ósk störf-
um sem sjálfstæð stofnun.
Síðustu árin var ekki heima-
vist í skólanum. Húsið var þó
jafnan vel nýtt. Aðrir skólar
og stofnanir fengu þar inni
eftir því sem aðstæður leyfðu,
einkum Grunnskólinn á Ísa-
firði og Tónlistarskóli Ísa-
fjarðar og Tónlistarfélag Ísa-
fjarðar.
Þegar Húsmæðraskólinn
Ósk fluttist í nýja húsið
haustið 1948 tók Þorbjörg
Bjarnadóttir frá Vigur við
forstöðu og gegndi hún því
starfi til 1986, eða í 38 ár.
Nafn hennar er bundið skól-
anum órjúfandi böndum.
Seinustu fjögur starfsár skól-
ans var Elsa Bjartmars skóla-
stjóri, eins og staðan hét þá.
Síðustu hálfa öldina hefur
Kvenfélagið Ósk haldið fé-
lagsfundi sína að Austurvegi
11. Eins og formaður þess,
Magdalena Sigurðardóttir
segir, þá er það vissulega með
nokkrum söknuði, sem fé-
lagið yfirgefur gamla húsið
sitt. Og mun tæpast ofmælt.
Nokkrir skólanefndarmenn
Meðal landsþekktra skóla-
nefndarformanna í tímans rás
má nefna Þórleif Bjarnason
rithöfund, Baldur Johnsen
héraðslækni og Ásberg Sig-
urðsson framkvæmdastjóra
og síðar sýslumann. Af öðrum
landskunnum skólanefndar-
mönnum má nefna Grím
Kristgeirsson og Hannibal
Valdimarsson. Síðustu fimm-
tán árin sem Húsmæðra-
skólinn Ósk starfaði var
Magdalena Sigurðardóttir
formaður skólanefndar. Ætla
má, að það hafi ekki alltaf
verið auðvelt verk eða sárs-
aukalaust að takast á við
breytta tíma, sem enginn fær
spornað við, og laga sig að
þeim.
Niðurlag
Í upphafi þessarar saman-
tektar var getið um áletrunina
hátt yfir dyrum hússins að
Austurvegi 11: Húsmæðra-
skólinn Ósk – stofnsettur
1912. Vonandi fá þessi orð að
halda sér þar um ókomna tíð,
þrátt fyrir nýtt hlutverk húss-
ins. Í því sambandi má minna
á hið gamla og virðulega
skjaldarmerki Danakonungs
hátt yfir anddyri Alþingishúss-
ins, sem þingheimur og ráð-
herrar Íslands ganga undir enn
í dag og sumir vilja rífa burt.
En hér er í báðum tilvikum
um söguleg minnismerki að
ræða og væri að dómi undir-
ritaðs allmikil heimska að
fjarlægja þau.
Kvenfélaginu Ósk skulu
færðar þakkir fyrir senn aldar-
langt menningarstarf og óskir
um farsæld og næg og ný
verkefni á nýrri öld.
Tekið saman eftir ýmsum
heimildum, einkum sögu
skólans sem Kristján frá
Garðsstöðum ritaði í tilefni
50 ára afmælis hans.
– HÞM.
Camilla Torfason Þorbjörg Bjarnadóttir