Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.10.1998, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 21.10.1998, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 Drymla félag handverkfólks í Bolungarvík, heldur upp á 5 ára afmælið sitt helgina 23-25 október með sýningu á leirmunum Þorbjargar Sigþórsdóttur, Magneu Guðmundsdóttur, Ásdísar Jónsdóttur og Sigríðar Magnús- dóttur. Þær stöllur eru frá Flateyri og eru sjálfmenntaðar í leirlistinni. Við munum vera með heitt á könnunni og konfekt í tilefni dagsins. Verið ávallt velkomin í húsnæði okkar að skólastíg 3 Bolungarvík Félag handverksfólksí Bolungarvík HARMONIKU- DANSLEIKUR í Víkurbæ Bolungarvík laugardag 24. okt. kl. 23 - 03 Harmonikufélag Vestfjarða Netfang ritstjórnar bb@snerpa.is Ísafjörður og Bolungarvík Léttir kvenna- kórar skemmta Nú er Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur að koma í heim- sókn vestur í boði Kvennakórs Bolungarvíkur og munu kór- arnir syngja bæði saman og hvor í sínu lagi á tveimur söngskemmtunum. Sú fyrri verður í Ísafjarðarkirkju á föstudagskvöld kl. 20.30 og hin síðari í Íþróttahúsi Bol- ungarvíkur á laugardaginn kl. 17.00. Miðar eru seldir við innganginn. Stjórnandi Léttsveitarinnar er Jóhanna V. Þórhallsdóttir en hljóðfæraleikarar þau Að- alheiður Þorsteinsdóttir (pí- anó), Wilma Young (fiðla) og Tómas R. Einarsson (bassi). Stjórnandi Kvennakórs Bol- ungarvíkur er Margrét Gunn- arsdóttir og píanóleikari Guð- rún Bjarnveig Magnúsdóttir.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.