Bæjarins besta - 21.10.1998, Síða 12
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: bb@snerpa.is Verð kr. 200 m/vsk
HAMRABORG
Sími: 456 3166
Góð aðstaða
fyrir fundi og
árshátíðir
Gisting
Veitingar
Bensínsala
Opið
allt árið
Sími 456 4844 - Fax 456 4845
Kvöldmáltíð
KFÍ á toppinn
Poki af fílum fylgir
hverri vídeóspólu!
á hafs-
botni er
óttinn
þinn
versti
óvinur
Hver er að
blekkja
hvern?
Allir
klárir
í bátANA
Hver er að
blekkja
hvern?
Undirstöður fyrir efsta mastrið í nýju skíðalyftunni á Seljalandsdal voru steyptar á sunnudaginn, í
um 600 metra hæð yfir sjávarmáli. Undirbúningur hófst um níuleytið um morguninn og var verki lokið
um ellefu tímum síðar. Steypan var flutt með kláfferju um 700 metra leið.
Þegar Dúi á Pizza 67 frétti af svöngum sjálfboðaliðum í steypuvinnu í sex stiga frosti uppi í
fjallsufsum, brá hann við og sendi pizzur og kók upp á Dal. Veitingarnar voru að sjálfsögðu fluttar á
sama hátt og steypan. Menn urðu fegnir að fá einu sinni eitthvað annað en tóma steypu úr sílóinu og
settust að kvöldmáltíð, þar sem útsýnið var ekki síðra en úr Perlunni og loftið að líkindum hreinna.
Körfuknattleikfélag Ísafjarðar komst á toppinn í
úrvalsdeildinni með tveimur sigrum um helgina. Á
föstudagskvöldið sigruðu Ísfirðingar Tindastól í Jakanum á
Torfnesi og á sunnudagskvöld lögðu þeir Þór á Akureyri að
velli fyrir norðan. Á stærri myndinni er Tony þjálfari
(„lottóvinningurinn okkar“) að útlista leyndardómana fyrir
mönnum sínum í leikhléi en á þeirri minni ber James Cason
höfuð, herðar og miklu meira yfir andstæðinga sína undir
körfunni.
Tíu-eitt á þremur dögum\2
Sjötíu tonna
bátur keyptur
Suðureyri
Básafell í Ísafjarðarbæ
hefur keypt 70 tonna línubát
sem gerður verður út frá
Suðureyri. Ekki er að efa, að
tilkoma hans verður lyftistöng
fyrir atvinnulífið í plássinu,
sem mest hefur byggst á
smábátum. Hér í blaðinu er
auglýst eftir áhöfn á bátinn.
Nýjung í ísfirsku atvinnulífi
Stórfellt landabrugg
Uppvíst hefur orðið um
stórfellt landabrugg á Ísafirði,
sem reyndar var (að minnsta
kosti að mestu) útflutnings-
grein í byggðarlaginu fremur
en til sölu á heimaslóðum.
Þrír menn eru grunaðir um
að standa að fyrirtækinu, einn
sem annaðist bruggið á Ísa-
firði og tveir menn í Reykjavík
sem önnuðust framkvæmda-
stjórn og sölu afurðanna, en
sölumaðurinn vinnur jafn-
framt við bílasölu syðra.
Landinn var fluttur flugleiðis
til Reykjavíkur á markað.
Hér er um óvenju stórhuga
framtak að ræða í ísfirsku
atvinnulífi, sem lögreglan
hefur að vísu bundið enda á.