Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.11.1998, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 11.11.1998, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 11. nóvember 1998 • 45. tbl. • 15. árg. ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Fax 456 4564 • Netfang: bb@snerpa.is • Verð kr. 200 m/vsk Ljóninu • Skeiði • Sími 456 4070Ljóninu • Skeiði • Sími 456 3464 Vantar ykkur spariföt á börnin? Þau fást í Legg og Skel. Opið í hádeginu! Ný sending frá B-YOUNG t.d. vesti, blússur, buxur, peysur og bolir. Úlpusending frá CHOISE og flauelsbuxur Fyrirhugaðar breytingar á íslenskri kjördæmaskipan, sem væntanlega taka gildi í þingkosningum árið 2003, eða jafnvel fyrr ef þing verður rofið fyrir þann tíma, munu einkum hafa í för með sér róttækar afleiðingar á lands- byggðinni. Vestfirðingar munu ekki lengur eiga „sína“ þingmenn og þingmennirnir munu ekki lengur þekkja bæði börnin og hundana á bæjunum með nafni þegar þeir fara í yfirreiðir, eins og löngum hef- ur tíðkast. Og hafi stundum verið erfið togstreita milli svæða á Vestfjörðum varðandi röðun á framboðslista, þá verður nú langtum verra við slíkt að eiga. Samkvæmt samkomulagi formanna allra stjórnmála- flokka verður fyrirhugað Norðvesturkjördæmi enn stærra en kjördæmanefnd lagði til og mun það spanna svæðið frá Hvalfirði og allt norður á Tröllaskaga milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, eða frá Botnsá að Illviðra- hnjúki. Vegalengdir á svæðinu eru gríðarlegar. Þingmenn þessa kjördæmis verða tíu en kjósendur á svæðinu eru nú um 21.500. Kjósendur að baki hvers þingmanns í kjördæm- inu verða því um 2.150, færri en í öðrum kjördæmum, en í fyrirhuguðu Suðvesturkjör- dæmi verða þeir flestir eða um 3.670. Hin breytta skipan getur hæglega haft það í för með sér, að einungis stærsti stjórn- málaflokkurinn eigi þing- mann búsettan á Vestfjörðum. Hætt er við, að á smærri stöðum á Vestfjörðum, eins og t.d. á Bíldudal, geti orðið æði langt í næsta þingmann eftir fyrirhugaðar breytingar á kjördæmaskipaninni. Ekki er ósennilegt, að Sjálfstæðisflokkurinn geti orðið eini stjórnmálaflokkurinn með þingmann búsettan á Vestfjörðum. Róttækar breytingar á kjördæmaskipan Aðeins einn flokkur með vestfirskan þingmann? „Þegar dansmúsíkin hefur náð undirtökunum við útfarir, þá fer ég að leita mér að annarri vinnu“ – sjá viðtal við Huldu Bragadóttur organista í miðopnu Ísfirðingar eru eins og ein stór fjölskylda – sjá viðtal við körfuboltakappann James Cason á bls. 4.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.