Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.11.1998, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 11.11.1998, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 9 Gardínubúðin Hafnarstræti 8, sími 456 3430 Jóla- handavinna, dúkar, dagatöl, póstur, myndir. m vímuefnaneyslu unglinga r hættunni? um hafa komið fyrir að börnin bera ekki alveg rétt skilaboð á milli foreldranna. Hver hefur ekki heyrt eins og þetta ,,pabbi og mamma Jóhannesar leyfa honum að…….. af hverju má ég ekki…….” Ég hvet foreldra unglinga í Bolungarvík, Ísafjarðarbæ og í Súðavíkurhreppi til að koma saman þ.e.a.s. hver bekkjar- deild og ræða ,,foreldrasamn- ing fyrirmyndarforeldra”. Samningurinn er eitt skrefið í þá átt að minnka líkurnar á því að unglingarnir okkar leið- ist út í neyslu vímuefna. Foreldrafélög eru hvött til að nálgast samningseyðu- blöðin hjá Heimili og skóla og hafa forgöngu um umræður um samninginn í hverri bekkj- ardeild. Að lokum vil ég nota tæki- færið og segja frá mjög merki- legum fyrirlestri sem stendur öllum foreldrum leikskóla- og grunnskólabarna í Bolungar- vík, Ísafjarðarbæ og í Súðavík, til boða þriðjudaginn 24. nóvember nk. Fyrirlesturinn, sem heitir ,,Uppeldi og agi”, er haldinn af sálfræðingunum Þórkötlu Aðalsteinsdóttur og Margréti Halldórsdóttur. Fyrirlesturinn verður hald- inn þann 24. nóvember nk. kl.20:30 í sal Grunnskólans á Ísafirði. Þar verður mörg- um áleitnum spurningum um aga og uppeldi væntan- lega svarað. Hlynur Snorrason, lögreglufulltrúi og verkefnisstjóri VÁ VEST. Hlynur Snorrason. Úrval af gardínuefnum. Tilbúnir kappar. Rauð blúnda í jólagardínurnar. Jólakappar. T I L B O Ð20% afsláttur af diskamottum, dúkum, rúmfötum, grillhönskum og fleiru. Ódýrar jólagjafir. Bátur keyptur og annar í viðskipti Fiskvinnslufyrir tækið Unnur ehf. á Þingeyri keypti nýlega bát og er komið með annan í viðskipti í vetur. Bát- urinn sem keyptur var er Sómi 800, um 5 tonn og heitir Unn- ur. Hinn er frá Hvammstanga, minni gerðin af Kleópötru, um 6 tonn og heitir Petra. Unnur ehf. var stofnsett ár- ið 1996. Eigendur eru tveir, Ragnar Gunnarsson og Sigfús Jóhannsson sem er fram- kvæmdastjóri. „Það gengur bara vel með fiskiríið“, segir Sigfús, „og við erum orðnir sjálfum okkur nógir með fisk ef veður leyfir. Vandamálið hjá okkur hefur alltaf verið það sama – að fá fisk, nema þá á markaði, en maður getur bara ekki keppt í því.“ Á hvorum bát eru tveir menn og sá þriðji að beita, en í verkuninni starfa fimm til sjö manns, þannig að starfs- menn hjá Unni ehf. eru ellefu til þrettán. Allt eru það heima- menn á Þingeyri nema eigandi Petru. „Allir eru að biðja um álver sem kostar milljarða að reisa“, segir Sigfús, „en við hér á Vestfjörðum eigum okkar álversígildi við bæjar- dyrnar ef við mættum vera hér á tólf til átján mílunum og fiska það sem við þurfum að nota.“ Unnur ehf. á Þingeyri Fiskiríið á Þingeyri gengur vel.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.