Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.11.1998, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 11.11.1998, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 5 Inga S. Ólafsdóttir, ferðafræðingur á ÍsafirðiÁ Nefndu það bara! línunni hjá Hlyni Þór jafnlangt fram úr kostnaði og framkvæmdirnar í kaupfé- lagshúsinu og kemst að þeirri niðurstöðu að heildarkostnað- urinn hefði getað numið 88 milljónum króna. Ljóst er því að sú leið sem valin var, er í alla staði mun ódýrari. Í upplýsingablaði sem bæj- arstjóri Ísafjarðarbæjar hefur afhent bæjarfulltrúum sveitar- félagsins kemur fram að heildarkostnaður við breyt- ingar á skólahúsnæði grunn- skólans í gamla kaupfélags- húsinu hafi numið tæpum 50 milljónum króna. Eru þá kaup sveitarfélagsins á tveimur hæðum í húsnæðinu ekki meðtaldar, en kaupverð þeirra var 15 milljónir króna. Heild- arkostnaður við skólahúsnæð- ið nemur því um 65 milljónum króna. Í bréfi bæjarstjórans er einn- ig gerður samanburður á svo- kallaðri Torfnesleið, sem fall- ið var frá, þ.e. að breyta vallar- húsinu og reisa þar kennslu- stofur, en samkvæmt útreikn- ingi bæjarverkfræðings hefði sú leið kostað rúmar 76 millj- ónir króna. Í þeirri fjárhæð er ekki gert ráð fyrir verðmæti vallarhússins né heldur flutn- ingi íþróttamannvirkja af svæðinu. Bæjarstjórinn veltir því einnig fyrir sér í bréfinu, hver kostnaður hefði orðið við Torfnesleiðina, hefði hún farið – að mati bæjarstjórans á Ísafirði og miðar hann þá við að kostnaðurinn hefði farið jafnlangt fram úr áætlun og við Austurveg Kostnaður við skólahúsnæði við Austurveg nemur 65 milljónum króna Kostnaður við Torfnesleiðina hefði get- að numið allt að 88 milljónum króna yrða að íslenska kvenfólkið sé það allra fallegasta!“ – Hvernig er andinn innan liðs KFÍ? „Ég hef einungis saman- burð við þau lið sem ég hef leikið með áður, en þetta er fyrsta liðið þar sem hvaða leikmaður sem er sættir sig umyrðalaust við að vera tek- inn út af, enda þótt hann hafi verið í byrjunarliðinu. Andinn er mjög jákvæður og góður og ég gæti ekki hugsað mér betri félaga. Mér líður ákaf- lega vel í þessum stórkostlega hópi og undir stjórn þessa þjálfara.“ – Hefurðu nokkru sinni fundið fyrir einhverri andúð eða fordómum vegna hör- undslitar þíns síðan þú komst hingað? „Nei, ég hef ekki orðið var við neina óvinsemd. Annars staðar þar sem ég hef spilað hefur komið fyrir að einstakir leikmenn hafa sagt eitthvað ósmekklegt í hita leiksins eða að áhorfendur hafi hrópað eitt- hvað leiðinlegt að manni inn á völlinn. Það getur farið illa í mann meðan á leik stendur. En eftir leik takast leikmenn í hendur og klappa hver öðrum á öxlina og áhorfendur koma til manns og þakka fyrir leikinn. Nei, hér hef ég ekki orðið var við nein leiðindi.“ – Ef veturinn verður ekki allt of kaldur fyrir þig og leik- tímabilið í vetur verður gott – gætirðu hugsað þér að vera áfram á Íslandi eða langar þig frekar til að halda áfram að kynnast fleiri löndum og þjóðum?“ – Þessir þrír mánuðir mínir hér hafa verið stórkostlega góðir og ég vona að það breyt- ist ekki. Ef KFÍ byði mér að vera áfram, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu eins og nú standa sakir.“ – Er Tony góður þjálfari? „Já, hann er mjög góður. Mjög harður, en mjög góður.“ – Nokkuð sérstakt að lok- um? „Mig langar til að segja, að Ísfirðingar eru eins og ein stór fjölskylda. Guðjón [Þorsteins- son, framkvæmdastjóri KFÍ] hefur sannarlega komið fram við mig eins og vin miklu fremur en mann sem hann er með í vinnu. Ísfólkið, stuðn- ingslið KFÍ, hefur verið mér ákaflega gott og mig langar til að koma á framfæri sér- stökum þökkum til Dóra [Halldórs Sveinbjörnssonar] og Dúa [Steinþórs Friðriks- sonar]. Það skiptir ekki máli hvort liðið leikur vel eða illa hverju sinni, þeir hafa alltaf eitthvað jákvætt og gott að segja eftir leikinn. Flestir íþróttamenn hafa þörf fyrir uppörvun og í því sambandi vil ég þakka þessum tveimur alveg sérstaklega fyrir hlýju þeirra. Nýr golfskáli í Tungudal tilbúinn í vor „Gjörbylting í þeirri þjónustu sem við getum veitt“ – segir Tryggvi Guðmundsson, formaður Golf- klúbbs Ísafjarðar Í vor mun Golfklúbbur Ísafjarðar taka í notkun nýj- an og glæsilegan tveggja hæða golfskála í Tungudal. Heildarflatarmál hans verð- ur um sexfalt til sjöfalt frá því sem er í gamla skálan- um. „Þetta verður gjörbylt- ing í þeirri þjónustu sem við getum veitt“, segir for- maður GÍ, Tryggvi Guð- mundsson. „Hér verður um að ræða stærstu þáttaskil í sögu klúbbsins og við vonum að þetta verði til þess að hann eflist og það fjölgi í honum.“ Verksamningur um bygg- ingu hins nýja skála var und- irritaður í síðustu viku. Tvö fyrirtæki taka að sér verkið í sameiningu, Naglinn ehf. og Trésmiðjan ehf. í Hnífsdal. Vegna þess hversu áliðið er orðið og hversu hratt þarf að vinna treystu þau sér ekki til að vinna verkið hvort í sínu lagi, en með þessu geta þau samnýtt mannskapinn betur. Nýi golfskálinn verður á hæðinni beint fyrir ofan gamla skálann, á veginum sem liggur þar upp, og þess vegna er nú búið að leggja lykkju á veginn framhjá þeim stað þar sem skálinn verður. Gamli skálinn verður fjarlægður og gengið frá vellinum og verður braut þar sem hann er nú. Nýi skálinn verður um 130 m² að grunnfleti og hæðirnar verða tvær, þannig að heild- arflatarmál verður um 260 m². „Neðri hæðin verður notuð annars vegar sem geymsla fyrir áhöld og tæki, en við höfum verið á hrakhólum með slíkt á liðnum árum, og hins vegar verður þar vagna- og kerrugeymsla ásamt skipti- klefum. Uppi verður félags- heimili með góðri veitinga- aðstöðu og allri þeirri þjón- ustu sem golfskálar þurfa að hafa“, segir Tryggvi. Neðri hæðin verður steypt og miðað er við að lokið verði við að steypa upp fyrir áramót. Efri hæðin verður síðan timb- urhúsið að Fitjateigi 6 í Hnífsdal (eitt af uppkaupa- húsunum svonefndu), sem klúbburinn keypti fyrr á þessu ári. Það verður ein- faldlega sett ofan á neðri hæðina. Ætlunin er að það verði komið á sinn stað um miðjan janúar, þannig að klúbbfélagar geti þá farið að byrja á innréttingum og annarri innivinnu og hægt verði að byrja að nýta skálann að fullu í vor þegar klúbbstarfið byrjar. „Þessi framkvæmd kostar auð- vitað verulegt fé og klúbb- urinn þarf að mæta henni með fjárhagslegu átaki og lántökum“, segir Tryggvi Guðmundsson. Gamli blái skálinn sem nú hverfur senn er gamall vigtarskúr sem keyptur var af Hafnarnefnd Ísafjarðar- kaupstaðar árið 1985 og var hann kominn á sinn stað 15. júní það ár. Fitjateigur 6 í Hnífsdal. Þetta 130 m² timburhús verður efri hæð hins nýja skála Golf- klúbbs Ísafjarðar í Tungudal. Við undirritun verksamings um byggingu nýja golfskálans: Tryggvi Guðmundsson, formaður GÍ, Halldór Antonsson f.h. Naglans ehf., Magnús Helgason f.h. Trésmiðjunnar ehf. í Hnífsdal, og Pétur Bjarnason, varaformaður GÍ. Mikil ferðagleði Íslend- inga til útlanda í haust og vetur hefur verið í fréttum að undanförnu. Hefur þú sömu sögu að segja af fólki hér á norð- anverðum Vestfjörðum? Já, vissulega. Ferðagleð- in hér er ekki slakari en hjá öðrum landsmönnum. Og hvert fer fólk héðan helst? Hreinlega út um allt. Núna var að fara héðan fólk til Ítalíu, Kúbu, Kenýa, Dublin, Bandaríkjanna og Mið-Evrópu, svo það helsta sé nefnt. Verður mannauðn hér fyrir vestan á jólunum? Verða þá allir í útland- inu? Nei, ætli það. Ísfirðingar hafa jafnan verið fremur fastheldnir á jólin, en þó eru allmargir héðan sem verða á Kanaríeyjum um jólin og svo eru mjög marg- ir sem fara þangað í vor. Hefur salan aukist mikið milli ára? Já, vöxturinn er mikill, bæði innanlands og utan. Innanlands? Ég hélt að þú værir bara með utan- landsferðir og svo Gjugg í borg... Það er nú eitthvað annað. Ég tek að mér allt sem við- kemur ferðalögum innan- lands. Til dæmis er nýaf- staðin á Kirkjubæjar- klaustri stór ráðstefna krabbameinslækna og hjúkrunarfræðinga. Hér innanlands skipulegg ég viðskiptaferðir, flug og bíl og hótel, allskonar skemmtiferðir, svo sem í Bláa lónið og víkingaveisl- ur, og síðan nefndirðu Gjugg í borg, en það er helgarferð til Reykjavíkur sem mikið er farið í. Nefndu það bara! Verða ekki allir búnir að fá nóg á næsta ári? Ég vona að næsta ár verði ennþá betra. Ég vona að Vestfirðingar hætti ekki að ferðast þó að þeir séu svona ferðaglaðir núna, heldur þvert á móti!

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.