Bæjarins besta - 11.11.1998, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998
Útgefandi:
H-prent ehf.
Sólgötu 9, 400 Ísafjörður
% 456 4560
o 456 4564
Netfang prentsmiðju:
hprent@snerpa.is
Stafræn útgáfa:
http://www.snerpa.is/bb
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson
Halldór Sveinbjörnsson
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson
Blaðamaður:
Hlynur Þór Magnússon
Netfang ritstjórnar:
bb@snerpa.is
Bæjarins besta er í samtökum bæjar- og héraðs-
fréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda
og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið.
LEIÐARI
ORÐ VIKUNNAR
Bjartsýni
Íslendingar hafa mælst hamingjusamastir og bjartsýnastir þjóða.
Íslensku heitin á tveimur mestu styrjöldum aldarinnar eru í samræmi
við það. Hjá öðrum þjóðum nefnast þær fyrsta og önnur heimsstyrjöld
en hér er talað um þá fyrri og seinni. Í því felst, að þar með sé slíkum
ósköpum lokið í tvö skipti fyrir öll.
Svo vill til, að um það leyti dags sem prentun þessa tölublaðs lýkur
eru rétt 80 ár frá lokum fyrri/fyrstu heimsstyrjaldar. Bjartsýnir menn
þess tíma nefndu hana stríðið sem átti að binda enda á öll stríð.
Fyrstu heimsstyrjöldinni lauk klukkan ellefu þann ellefta ellefta
árið 1918.
Það var ekki ætlun núver-
andi minnihluta bæjarstjórnar
að efna nú til óvinafagnaðar
vegna Grunnskólamálsins,
jafnvel þó öllum megi ljóst
vera að sú leið sem núverandi
meirihluti Íhalds og Fram-
sóknar valdi, hafi ekki verið
besta leiðin að okkar mati.
Það var tekin sú ákvörðun af
fulltrúum í minnihluta að bóka
andstöðu okkar við þessa leið
í upphafi og bíða með frekari
umræðu þar til endanlegur
kostnaður lægi fyrir. Ástæða
þessar greinar er hinn dæma-
lausi málflutningur bæjar-
stjóra í fjölmiðlum um málið
í lok síðustu viku, sem að okk-
ar mati er klaufaleg tilraun
meirihluta til að réttlæta þá
ákvörðun að hafna s.k. Torf-
nesleið en velja þess í stað
Austurvegsleið af pólitískum
ástæðum.
Málflutningur bæjarstjóra
byggist að mestu á minnis-
blaði hans varðandi kostnað
framkvæmda við Austurveg
ásamt mjög vafasömum talna-
legum samanburði milli þess
kostnaðar og ,,ætlaðs kostn-
aðar" Torfnesleiðar. Minnis-
blaði þessu var dreift á bæjar-
stjórnarfundi þann 15. október
s.l. í tengslum við tillögur að
breytingum á fjárhagsáætlun.
Þegar farið er yfir efni þess
kemur í ljós að bæjarstjóri
hagræðir staðreyndum máls
auk þess sem honum verður á
reiknivilla.
Rangfærslur og reiknivilla
Í hverju felast þá að okkar
mati rangfærslur og reiknivilla
bæjarstjóra í minnisblaði
hans? Þar ber fyrst að nefna
þá reiknivillu að inn í heildar-
tölu kostnaðar við Austurveg
vantar kostnað vegna lyftu kr.
2.900.000 eins og fram kemur
í kostnaðarliðum einstakra
framkvæmda. Þá er að okkar
mati um rangfærslu að ræða
þegar bæjarstjóri sleppir því
að reikna áfallinn kostnað
vegna Torfnesleiðar inn í
kostnað við Austurveg. Þegar
fulltrúar meirihluta tóku
ákvörðun um að hafna Torf-
nesleiðinni hlýtur þeim að
hafa verið ljóst að sá kostnað-
ur yrði hluti af heildarkostnaði
þeirrar leiðar sem valin var.
Ef notaðar eru tölur bæjar-
stjóra vegna áfallins kostnað-
ar Torfnesleiðar (Skipulags-
vinna, Hönnun, Jarðvegsrann-
sóknir) þá er sá kostaður kr.
5.333.835. Niðurstaða bæjar-
stjóra um heildarkostnað við
framkvæmdir við Austurveg
er kr. 49.478.000 en ætti að
okkar mati miðað við ofan-
greindar forsendur að vera kr.
57.711.835. Hér ber einnig
að líta til þess að bæjarstjóri
velur að sleppa kaupverði hús-
næðis að Austurvegi 2 að
upphæð kr. 15.000.000, án
fjármagnskostnaðar, við út-
reikning á heildarkostnaði.
Einnig vekur það furðu að
bæjarstjóri gefi sér að ófyrir-
séður kostnaður vegna Torf-
nesleiðar, sem að mestu leyti
fólst í nýbyggingu, hefði orðið
tvöfalt hærri en raun var við
Austurveg. Í lok minnisblaðs
fer þó bæjarstjóri á virkilegt
flug með óskiljanlegum for-
sendum og samanburði þegar
hann leggur til grundvallar að
,,…ef Torfnesleið hefði farið
jafnmikið framúr áætlun og
Austurvegsleið…" sem leiðir
hann til niðurstöðu sem er jafn
fáránleg og sú forsenda. Bæj-
arstjóri klykkir síðan út með
samanburði heildarkostnaðs
við hvora leið og kemst að
þeirri niðurstöðu að Austur-
vegur sé um 30.000.000 króna
ódýrari kostur en Torfnesleið!
Sökum skorts á illu innræti
okkar í minnihluta skal viður-
kennt að okkur er ljóst að um
óvísvitandi villu hlýtur að vera
að ræða hjá háttvirtum bæjar-
stjóra í þeim samanburði. En
í ljósi þeirrar óvönduðu með-
ferðar talna og forsendna sem
að okkar mati endurspeglast í
minnisblaði þessu er full
ástæða til að hafa áhyggjur af
vinnu meirihluta við fjárhags-
áætlunargerð næsta árs.
Meirihlutinn hefur að vísu
með óformlegum hætti boðið
okkur í minnihluta að taka
þátt í þeirri vinnu og með hag
bæjarins að leiðarljósi er
kannski ráðlegast að minni-
hlutinn þiggi það boð.
Um orsök, sátt
og hagkvæmni
Um ástæðu þessa útspils
meirihluta er erfitt að geta, en
að okkar mati er ekki ólíklegt
að slæm samviska nagi meiri-
hlutann þegar ljóst er að sú
pólitíska ákvörðun sem liggur
til grundvallar þeirrar leiðar
sem valin var reynist mun dýr-
ari en gert var ráð fyrir. Við
Bráðabirgðalausn:
Stefnir í áttatíu milljónir!
Fulltrúar K-lista í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skrifa
Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur
segir sig úr Alþýðusambandi Vestfjarða
Hörð ádeila á Pétur Sigurðsson
forseta Alþýðusambandsins
Verkalýðs- og sjómannafé-
lag Bolungarvíkur hefur sagt
sig úr Alþýðusambandi Vest-
fjarða og gengu fulltrúar fé-
lagsins út af þingi ASV um
síðustu helgi. Með brotthvarfi
sínu kveðjast forsvarsmenn
félagsins vera m.a. að mót-
mæla „fullyrðingum og rang-
færslum“ Péturs Sigurðsson-
ar, forseta ASV, í garð félags-
ins varðandi aðdraganda að
verkfallsátökum sem áttu sér
stað í fyrra, en ekki síður
„þeim óásættanlegu skilyrð-
um forseta ASV að það fari
með umboð Verkalýðs- og
sjómannafélags Bolungarvík-
ur við næstu samningagerð.
Þótti fulltrúum VSFB rétt að
víkja, svo félög innan ASV
gætu náð fram kröfum sínum
í komandi kjarasamningum
árið 2000.“
Í yfirlýsingu frá félaginu sl.
mánudagskvöld segir einnig:
„Eitt dæmi um samstarfsvilj-
ann er að fyrir síðustu mán-
aðamót gerði forseti ASV
samning við vélstjóra í frysti-
húsum. Ekki höfum við fengið
að sjá hann enn 9. nóvember.“
Samkvæmt upplýsingum
blaðsins mætti formaður
VSFB, Sigurður Þorleifsson,
á þing ASV með fyrirfram
frágengna yfirlýsingu varð-
andi „fullyrðingar og rang-
færslur“ í skýrslu forseta ASV
áður en skýrslan var flutt eða
lögð fram.
Pétur Sigurðsson.
ABBA-show í Krúsinni á Ísafirði
Næstu helgar verður hópur
tónlistarfólks með „ABBA-
show“ í Krúsinni á Ísafirði,
þar sem rifjaðir verða upp
blómatímar sænsku hljóm-
sveitarinnar ABBA, aðallega
árin frá 1973 til 1979. Mest
verður þarna um lagaflutning
að ræða, en flytjendur verða í
viðeigandi búningum og ein-
hver leikatriði verða jafnframt
músíkinni.
Þessi hópur er öllum óháður
og sýningin er einkaframtak
hans. Í honum eru fimm
söngvarar, þau Þórunn Snorra-
dóttir, systkinin Guðmundur
Hjaltason og Málfríður
Hjaltadóttir og tvíburasyst-
urnar Anna Sigríður og Gabrí-
ela Aðalbjörnsdætur. Undir-
leik annast Jón Hallfreð Engil-
bertsson, Alfreð Erlingsson og
Guðmundur Hjaltason. Leik-
stjóri er Páll Gunnar Loftsson
og ljósamenn Sveinbjörn
Björnsson og Ingvar Alferðs-
son.
Prógrammið tekur um
klukkustund og verður flutt í
fyrsta sinn á laugardags-
kvöldið fyrir matargesti.
Allt getur gerst í henni Ameríku. Svo trúðu menn
a.m.k. áður fyrr þegar allt var þar stærra og meira en
annars staðar í heiminum, jafnvel öll vitleysa var þaðan
runnin. Þetta átti líka við um pólitíkina.
Klappstýrusýningar frambjóðenda og skrípalæti eiga
ekkert skylt við stjórnmál. Þessa baráttuaðferð hafa amer-
ískir þó lengi talið vænlega til árangurs enda hefur hún
fleytt mörgum inn á þing og til áhrifa á öðrum vettvangi
í Bandaríkjunum
En allt er í heiminum hverfult. Jafnvel í henni Ameríku.
Kosningar þar nýverið sýndu að kjósendur voru búnir að
fá meira en nóg af persónunjósnum og ítarlegum lýsingum
á svefnherbergisvenjum pólitíkusa. Þeir sögðu einfald-
lega: Okkur kemur þetta ekki við. Og refsuðu slúðurberun-
um.
Fyrir alþingiskosningarnar að vori er eina ferðina enn
vakin athygli á rýrri hlutdeild kvenna í pólitík. Minnt er
á að aðeins ein kona gegnir ráðherraembætti í 10 manna
ríkisstjórn. Þetta er auðvitað ekki bjóðandi. En hverju er
um að kenna? Ætli þar hallist á klakknum milli karla og
kvenna?
Hið háa alþingi hefur séð sér fært að láta nokkrar
milljónir króna af hendi rakna til að vekja athygli á
kvenmannsleysi þar á bæ. Mætti því ætla að framundan
sé sprettutíð í kvennapólitík gömlu flokkanna. Þessi
rausn ríkisvaldsins er eftirtektarverð á sama tíma og
félagsmálaráðherra lýsir því yfir á þingi, að hann treysti
sér ekki til að skerða hlut fatlaðra til að verða við kröfum
þingmanna um aukið fé til baráttu við fíkniefnavanda
unglinga.
Átakið til að rétta hlut kvenna í stjórnmálum opinberast
þessa dagana í auglýsingaherferð í dagblöðum enda
sjálfsagt að nota vel milljónirnar. Satt best að segja hélt
leiðarahöfundur að um auglýsingu á leikritinu ,,Maður í
mislitum sokkum”, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu um
þessar mundir, væri að ræða er hann sá utanríkisráðherra
kíkja eftir lykkjufalli á sokkabuxum á breiðmynd í Morg-
unblaðinu. Þá var ekki síður borgandi fyrir svip forsætis-
ráðherra yfir kvenskóm, mörgum númerum of litlum,
sem honum var ætlað að troða sér í. Að ekki sé minnst á
tilburði formanns Alþýðbandalagsins við morgunrakst-
urinn og Steingrím hinn óháða, kasóléttan, nýkominn úr
barneignarfríi! Og allt er þetta gert í nafni ráðherraskip-
aðrar nefndar til að auka hlut kvenna í stjórnmálum!
Í alvöru. Trúir einhver að peningaaustur og myndbirt-
ingar af þessu tagi leiði til almennari þátttöku kvenna í
stjórnmálum?
Má ég þá heldur biðja um fallegar klappstýrur.
s.h.
Þeim getur ekki verið alvara