Bæjarins besta - 11.11.1998, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 7
Ný viðhorf
Í síðustu viku var fjallað um nýja kjördæmaskipan. Vikið var
lítillega að breyttum forsendum varðandi fjölda kjósenda og í raun
þá misskiptingu sem fólgin er í því kosningakerfi sem nú er við
lýði. Þar hefur landfræðilegur hugsunarháttur ráðið meiru en
skynsemi. Þjóðin virðist að sumu leyti bundin á klafa landafræði
sem hefur breyst mun meira en landakortið gefur til kynna.
Með breyttum samgöngum hafa allar fjarlægðir minnkað veru-
lega, landakortið breyst. Sé litið til Reykjavíkur má auðveldlega
segja að Reykjanes, sé nánast úthverfi höfuðborgarinnar. Keflavík
er í þriggja kortera fjarlægð, Reykjanesbær reyndar allur og
skammt er þaðan til Grindavíkur. Vogar og Hafnarfjörður eru enn
nær. Selfoss og Suðurland eru í einnar til tveggja stunda fjarlægð
sé farið í bíl. Akranes er við bæjardyr höfðuborgarinnar og Borg-
arnes einnig. Snæfellsnes er að mestu leyti í tveggja stunda
fjarlægð, sama er um Búðardal og Vestur-Húnavatnssýslu. Sam-
kvæmt þessu hefur miðpunktur landsins teygt sig all nokkuð inn
í Norðvesturkjördæmið nýja, ef sú verður raunin.
Norðurland er enn í nokkurri fjarlægð, en innan við 400
kílómetrar verða til Akureyrar, sem óneitanlega er
miðpunktur Norðurlands. Þeir hlutar landsins sem
verða útundan eru Norðausturland, Austfirðir
og Vestfirðir að mestu. Að Reykhólum
verður nú innan við þriggja stunda akstur
enda Gilsfjarðarbrúin veruleg sam-
göngubót.
Vegasamgöngur við Vestfirði og
innan er brýnt að bæta umtalsvert.
Það þarf að gera hvort eð er, en
nýtt og stærra kjördæmi kallar á
greiðari samgöngur, hvort sem það
verður að einni stjórnsýslueiningu
eða ekki. Viðhorf manna til
stjórnsýslueininga verður að vera
sveigjanlegt á tímum stöðugt
batnandi samgangna. Þingmenn
eiga fyrir höndum verulegt
verkefni við að hraða vega-
bótum. Með þeim hætti einum
verður samstaða íbúa og byggð
efld.
Ný tækni
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson vakti máls á því í
opinberri heimsókn 1996 að nauðsynlegt væri að nýta nýja
samskiptatækni. Ísfirðingar, Barðstrendingar, Bolvíkingar eða
hverjir sem eru tengjast upplýsingahraðbrautinni, internetinu með
sama hætti og aðrir, og eru alls ekki fjær því sem þar gerist en þótt
þeir byggju í miðri Evrópu.
Forsetinn vakti athygli á þeim möguleikum sem búa í sam-
skiptatækninni. Á Ísafirði starfar Snerpa, sem sérhæfir sig í
tölvuþjónustu. Fleira er unnt að gera. Því miður virðist sem svo að
fólk sæki enn þá meira frá Vestfjörðum en til. Oft gengur illa að
fá fólk til sérhæfðra starfa utan Reykjavíkur. Oftar en ekki tengist
það því að maki þess sem vill taka að sér ákveðið starf þarf líka að
fá vinnu. Samskiptatæknin sem forseti Íslands ræddi sérstaklega
um býður ýmsa möguleika í þeim efnum. Ýmsa þjónustu bæði
einkaðila og opinberra mætti hæglega reka á Vestfjörðum.
Nægir að nefna þær miklu breytingar sem ganga yfir bankakerfið
nú. Starfsfólki fækkar stöðugt og meira er unnið með tölvum. Í
Reykjavík er reiknistofa bankanna. Flest þau störf sem þar eru
unnin er alveg eins hægt að vinna á Ísafirði. Öll ökuskírteini
landsins mætti gefa út á Ísafirði. Það er enginn stórisannleikur að
það sé bara hægt að gefa út ökuskírteini í Reykjavík. Pósturinn fer
í báðar áttir. Í síðustu viku var að því vikið að unnt er að fara yfir
framtöl Reykvínga á Ísafirði jafnt og í Reykjavík. Með nútíma
tækni til samskipta er léttilega hægt að vinna alla álagningarvinnu
hér vestra. Hið eina sem þarf eru ný viðhorf.
Í Reykjavík er mikill uppgangur, góðærið ríkir ekki bara, það
herjar á með fítonskrafti og sogar til sín fólk og peninga. Einka-
framtakið tekur til sín. Hið opinbera á ekki að keppa við það um
vinnuaflið. Hins vegar er rétt að styrkja vinnustaði hins opinbera
úti landi með því flytja þangað fleiri og mikilvægari verkefni.
Með þeim hætti er mögulegt að skapa sérhæfð störf á
landsbyggðinni til jafnvægis við störf í sjávarútvegi, sem reyndar
verða stöðugt sérhæfðari.
Jafnvægi
Miklar deilur urðu um flutning Landmælinga ríkisins til Akraness
á sínum tíma. Sennilega hefði miklu fremur átt að deila um það
hvort, leggja bæri starfsemina niður og bjóða hana út á frjálsum
markaði. En hún er ekki verr staðsett á Akranesi en hvar annars
staðar. Stundum hefur því verið haldið fram með réttu að helstu
andstæðingar jafnvægis í byggð landsins í formi dreifingar
opinberrar þjónustu séu sveitarstjórnarmenn sem sækja margt til
Reykjavíkur og vilja ekki breyta því.
Án þess að hér verði farið af stað með umræðu um það í hve
miklum mæli færa skuli þjónustu frá ríkinu til einkaaðila eða
sveitarfélaga er þó ljóst að breytingar verða miklar á næstu árum.
Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar ásamt sveitarstjórarmönnum verða
taka þar hraustlega á málstað þeirra sem búa á landsbyggðinni.
Hitt er skýrt eins og sól í heiðum himni, að til að brjóta ísinn og
sýna fram á að nútíma þjónustu á Íslandi er ekki nauðsynlegt að
reka í Reykjavík, ber hinu opinbera að hafa forgöngu.
Páll Pétursson félagsmálaráðherra hefur ákveðið að undirdeild
íbúðalánasjóðs skuli starfa á Sauðárkróki. Hann fullyrðir að það
verði ódýrara en að vinna störfin í Reykjavík. Hér hefur verið
rudd ný braut. Hvað er til dæmis að því, að vinna við álagningu
skatta á fólk og fyrirtæki í Reykjavík fari að hluta eða mestu leyti
fram á Skattstofunni á Ísafirði?
-Stakkur.
áð undirtökunum við
að annarri vinnu
skólanum eru ekki á félags-
lega sviðinu. Það snerist allt
um námið. Á fyrri árum skól-
ans var ef til vill verið að
djamma meira á heimavist-
inni, en á minni tíð var vistar-
búum mjög farið að fækka.
Líka var ég að vinna í Sjall-
anum með náminu og þar fékk
maður andhverfuna við skól-
ann. Og svo var ég auðvitað í
tónlistarskólanum öll mennta-
skólaárin og var að halda tón-
leika.“
– Það virðist oft svo, að
nemendur sem eru af fullum
krafti í t.d. sundþjálfun eða
tónlistarnámi og standa sig
vel þar, eru jafnframt mjög
góðir nemendur í framhalds-
skóla. Ástæðan er væntanlega
sú, að þetta fólk er kappsamt
og duglegt að hverju sem það
gengur, hefur mikinn sjálfsaga
og lærir að skipuleggja tíma
sinn vel...
„Líklega er nokkuð til í því.
Ég þurfti að hafa heilmikið
fyrir náminu.“
Óljós framtíðaráform
– Kom aldrei neitt annað til
greina hjá þér á ungum aldri
en tónlistin eftir að stúdents-
prófi lyki?
„Jú. Til dæmis þegar ég var
að byrja í menntaskólanum
ætlaði ég alls ekki að leggja
tónlistina fyrir mig. En ég fór
eitt ár til Þýskalands sem
skiptinemi, veturinn 1983-84,
og þá varð eins árs hlé á tón-
listarnáminu hjá mér. Og ég
hlýt að hafa saknað þess ákaf-
lega mikið, því að ég byrjaði
af endurnýjuðum krafti þegar
ég kom heim aftur og þá var
framhaldið nokkurn veginn
ráðið.“
– Áttirðu þér áður eitthvert
draumanám eða draumastarf
í framtíðinni?
„Nei, í rauninni ekki. Ég
hafði að vísu alltaf áhuga á
fluginu, en ég hafði ekki hugs-
að sérstaklega út í neitt annað.
En varðandi tónlistarnámið
átti Ragnar H. Ragnar mikinn
þátt í því að hvetja mig áfram.
Hann var alveg sérstakur.“
Skortur á söngfólki
Tímarnir breytast og þar
með kirkjustarfið og ekki allt
til hins betra. „Við erum í
miklum vandræðum í kirkj-
unni vegna skorts á söngfólki.
Ég er búin að auglýsa nokkr-
um sinnum en það hefur ekki
borið neinn árangur. Með
þessu áframhaldi verður eng-
inn kór starfandi í kirkjunni
áður en langt um líður. Þetta
er svona um allt land. Ég er
búin að kynna mér þetta vel.
Meira að segja er búið að gefa
út einradda sálmabók. Þetta
er þróunin hérlendis jafnt sem
annars staðar. Erlendis syngur
bara fólkið sem kemur í mess-
urnar, en það er enginn kór.
Síðan er bara hóað saman við
sérstök tækifæri og gestakórar
fá að syngja. En okkur finnst
þetta mjög miður, sérstaklega
við jarðarfarir, vegna þess að
hér hefur skapast hefð fyrir
stóra kóra við slíkar athafnir.
Við skiljum ekki að ungt fólk
skuli ekki vilja koma og
syngja í kirkjunni. Fyrir
nokkrum áratugum var hrein-
lega biðröð að komast í kirkju-
kór. Mér finnst áhugi fólks á
tónlist vera að breytast mjög
til hins verra, verð ég að segja.
Það er orðið svo mikið um
léttmeti, þessi létta danslaga-
músík er farin að verða svo
ríkjandi. Þetta virðist haldast
í hendur við breytingar á mat-
aræði, allt skyndifæðið sem
fólk er farið að neyta í sívax-
andi mæli. Léttmetið er að
taka völdin bæði í músíkinni
og fæðuvalinu. Í sjálfu sér er
þetta skiljanleg þróun, en mér
finnst hún eiga illa við í kirkj-
unni. Það er til svo mikið af
fallegri músík sem kemst ekki
að.“
Dansmúsík við jarðarfarir
– Undanfarið hefur mátt sjá
blaðaskrif og blaðadeilur um
tónlistarval við jarðarfarir.
Hafa orðið miklar breytingar
í þeim efnum hér vestra?
„Já. Okkur sem störfum við
kirkjuna blöskrar stundum
lagavalið hjá aðstandendum,
vegna þess að það er farið að
velja svo mikið af léttri tónlist.
Það er farið að velja danslög
og fólk vill helst spila þau af
diskum, einhver lög sem hinn
látni hélt upp á. En þegar at-
höfnin er hafin, þá myndast í
kirkjunni andrúmsloft sem á
alls ekki við þessa tónlist. Þá
finnur fólk loksins að þetta
passar ekki saman. Það er
verið að kveðja hinstu kveðju
og þá er ekki viðeigandi að
sitja undir dansmúsík. Hvað
sem öllum trúmálum líður, þá
verkar tónlist af öðru tagi betur
á sálarlífið, jafnvel þó að það
sé ekki beinlínis um sérstaka
kirkjutónlist að ræða. Það er
alltaf verið að tala um stressið
í þjóðfélaginu og hraði í
músíkinni ýtir undir það.
Jarðarfarir eiga að vera friðar-
stundir. Þegar dansmúsíkin
hefur náð undirtökunum við
útfarir, þá fer ég að leita mér
að annarri vinnu.“
– Þú hefur búið í Reykjavík,
á Akureyri, í Þýskalandi og í
Bandaríkjunum og hefur því
nokkurn samanburð. Finnst
þér gott að vera hérna heima á
Ísafirði?
„Já, mér finnst hvergi betra
að vera en hér. Og hér er allt
mitt fólk í báðum ættum. Ég
fæ alltaf heimþrá þegar ég er
annars staðar.“
– hþm.