Bæjarins besta - 11.11.1998, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998
Eins og
steinn sem
hafið fágar
Forlagið hefur sent frá
sér nýja bók eftir Guð-
berg Bergsson sem ber
heitið Eins og steinn sem
hafið fágar. Bókin er
sjálfstætt framhald af
skáldævisögu Guðbergs
Faðir og móðir og dul-
magn bernskunnar sem
kom út í fyrra og hlaut
Íslensku bókmennta-
verðlaunin. Verkið ber
undirheitið ,,skáldævi-
saga" og enn sem fyrr
kemur höfundurinn les-
endum sínum á óvart með
stílsnilld sinni.
Saga
Þorvaldar í
Síld og Fisk
Forlagið hefur sent frá
sér bókina Saga athafna-
skálds – Þorvaldur Guð-
mundsson í Síld og fisk
eftir Gylfa Gröndal. Bók-
in er kynnt svo: ,,Þorvald-
ur Guðmundsson ólst upp
í fátækt hjá einstæðri
móður, en varð einn af
mestu athafnamönnum
síðari tíma og hæsti skatt-
greiðandi landsins um
áratuga skeið. Hann var
jafnframt einstæður fag-
urkeri, byrjaði ungur að
safna listaverkum og
eignaðist stærsta lista-
verkasafn í einkaeign hér
á landi, þar á meðal um
tvö hundruð myndir eftir
Kjarval. Þorvaldur, sem
lést í ár, var sannkallað
athafnaskáld og í hópi
merkustu Íslendinga á
þessari öld." Höfundurinn
Gylfi Gröndal hefur ritað
mikinn fjölda ævisagna
og má þar nefna ævisögur
forsetanna Sveins Björns-
sonar, Ásgeirs Ásgeirs-
sonar og Kristjáns Eld-
járns, Hrefnu Benedikts-
son og Jóhönnu Egilsdótt-
ur, verkalýðsforingja.
Guð hins
smáa
Forlagið hefur sent frá
sér bókina Guð hins smáa
eftir Arundhati Roy. Í
kynningu bókarinnar
segir: ,,Sögusviðið er
Keralafylki í Suður-
Indlandi undir lok sjö-
unda áratugarins. Í þorp-
inu Ayemenem búa tví-
burarnir Rahel og Estha
ásamt móður sinni,
Ammu hinni fögru, og
sundurleitum hópi ætt-
ingja. Þegar Sophi Mol,
frænka tvíburanna frá
Englandi og móðir henn-
ar koma í heimsókn til
Ayemenems um jólin
komast Rahel og Estha
að raun um að allt getur
breyst á einni nóttu.
Bókin hefur verið met-
sölubók víða um lönd og
hlaut bresku Bookerverð-
launin árið 1997."
Hlynur Snorrason, lögreglufulltrúi og verkefnisstjóri VÁ Vest skrifar um
Hvernig getum við dregið úr
Þessi spurning heyrist oft-
ar en ekki þegar vímuefna-
vandann ber á góma. Það er
eðlilegt að spurt sé á þennan
hátt, en erfitt er að finna
einhlítt svar. Margir eru sér-
fræðingarnir og margar eru
skoðanirnar. Í síðasta tölu-
blaði Bæjarins besta, sem
út kom þann 4. nóvember
sl. er grein eftir Soffíu
Vagnsdóttur í Bolungarvík.
Ég hvet alla foreldra til að
lesa það sem Soffía hefur
fram að færa í greininni. Þar
er móðir með hugleiðingar
um uppeldi barna sinna.
Soffía rekur vangaveltur sínar
á mjög skynsamlegan hátt.
Við lestur greinarinnar kom
mér í hug að benda foreldrum
grunnskólabarna í Bolungar-
vík, Ísafjarðarbæ og í Súðavík
á eina af mörgum leiðum til
að ná settu marki, þ.e.a.s. að
búa börnum okkar það örugga
og heilbrigða uppeldi sem þau
eiga rétt á. Leiðin sú er að efla
samstöðu og samvinnu for-
eldranna sjálfra. Hver styðji
við annan í uppeldi barna
sinna. Í þessu sambandi hafa
samtökin Heimili og skóli út-
búið sérstakt form samnings
um samstarf. Þetta er oftast
kallaður ,,foreldrasamningur
fyrirmyndaforeldra”. Samn-
ingurinn er í 8 liðum og verða
þeir raktir hér:
Við munum standa við lög-
boðinn útivistartíma.
Við munum ekki leyfa eftir-
litslaus partí á heimili okkar.
Við munum leitast við að
kynnast vinum barna okkar
og hafa samráð við foreldra
þeirra.
Við munum ekki leyfa barni
okkar að gista heima hjá vin-
um án þess að kanna hvort
einhver fullorðinn sé heima.
Við munum leitast við að
upplýsa aðra foreldra ef við
verðum vör við að börn þeirra
reykja eða drekka.
Við óskum eftir að verða
látin vita ef barn okkar sést
reykja eða drekka.
Við munum ekki leyfa ungl-
ingum að neyta áfengis eða
nota önnur vímuefni á heimili
okkar.
Við munum ekki kaupa
áfengi fyrir unglinga.
Gert er ráð fyrir að foreldrar
riti nöfn sín á bakhlið samn-
ingsins og ljósrit af honum sé
til á hverju heimili.
Undirrituðum er kunnugt
um að samningurinn hafi ver-
ið ræddur og samþykktur af
foreldrum 8. bekkja grunn-
skólanna í Bolungarvík og
Ísafirði. Í ljós hefur komið að
þegar foreldrar fá tækifæri til
að ræða saman um uppeldi
barna þeirra, hafa þeir oftast
sömu áhyggjurnar og svipaðar
skoðanir á aga og uppeldi.
Hins vegar er það stundum
svo að foreldrar veigra sér við
því að ræða við aðra foreldra
um slík mál og gefa sér að
þeir hinir sömu hafi aðrar
skoðanir. Þá mun það stund-
Bolungarvík
Hreggnasavöll-
ur flóðlýstur
Ákveðið hefur verið að
koma upp flóðlýsingu á
gamla Hreggnasavellinum
norðan við Hólsána í Bol-
ungarvík, í þeim tilgangi að
hann nýtist betur en áður til
knattspyrnuæfinga. Komið
verður upp 8 tréstaurum sem
hver verður 14 metra hár.
Ungmennafélag Bolungar-
víkur annast sjálft fram-
kvæmdina en bæjarsjóður
mun greiða rafmagnskostn-
aðinn við lýsinguna þegar
þar að kemur.
Mikið átak hefur verið
gert í uppbyggingu íþrótta-
svæða í Bolungarvík á und-
anförnum árum og hafa fé-
lagsmenn UMFB og vel-
unnarar þess meðal ein-
staklinga og fyrirtækja innt
mikla sjálfboðavinnu af
hendi. Einnig má ætla, að
fjármunir nýtist mun betur í
slíkum framkvæmdum þeg-
ar íþróttafélög ráðstafa sjálf
því sem þau hafa úr að spila
og geti náð hagstæðari
samningum en þegar bæj-
arfélög standa í slíkum
framkvæmdum.
Leikskólinn Glaðheimar í Bolungarvík
Stækkun ákveðin en
óvíst enn hversu mikil
Fyrirhuguð er stækkun
Leikskólans Glaðheima í Bol-
ungarvík og hafa fyrstu drög
að teikningum verið lögð fram
til umfjöllunar. Fræðslumála-
ráð Bolungarvíkur hefur látið
í ljós það álit, að við stækkun-
ina skuli gert ráð fyrir nýrri
deild sem rúmi allt að 16 börn,
enda sé þörfin þegar fyrir
hendi hvað varðar börn yngri
en tveggja ára.
Þær hugmyndir sem nú
þegar liggja fyrir varðandi
stækkun leikskólans eru þrí-
þættar. Í fyrsta lagi að hægt
verði að taka á móti og þjóna
fötluðum börnum, í öðru lagi
að komið verði upp aðstöðu
til þess að leikskólabörnin geti
fengið hádegisverð í skólan-
um og í þriðja lagi að aðstaða
starfsfólksins verði bætt.
Á fundi bæjarstjórnar sl.
fimmtudag kom fram einhug-
ur um að láta fara fram ítar-
legri úttekt á þörfum leikskól-
ans. Verði niðurstaða hennar
sú, að æskilegt þyki að inn
taka yngri börn en verið hefur,
t.d. til þess að mæður þeirra
geti farið fyrr út á vinnumark-
aðinn, þá er það talið koma
vel til greina. Hins vegar er
ekki líklegt að ráðist verði í
frekari stækkun en þegar hefur
verið gert ráð fyrir nema að
vel athuguðu máli, enda hefur
verið fólksfækkun í bænum
og minna er um stórar fjöl-
skyldur en áður.
Hver sem niðurstaðan verð-
ur, þá er líklegt að fram-
kvæmdir við leikskólann
verði unnar í áföngum á næstu
þremur árum eða svo. Nú
rúmar Leikskólinn Glaðheim-
ar 20 börn í senn og eru þar
tveir hópar daglega, hálfan
daginn hvor.
Körfuknattleikur
Enn tapar KFÍ
Fjórði tapleikur KFÍ í röð
varð að veruleika á sunnu-
dagskvöld er liðið tók á móti
KR-ingum í íþróttahúsinu á
Torfnesi. Tveimur dögum
fyrr tapaði liðið gegn Njarð-
víkingum á útivelli og er nú
í áttunda sæti DHL-deildar-
innar með sex stig að aflokn-
um sjö leikjum.
Í leiknum gegn KR höfðu
gestirnir yfirhöndina mest
allan leikinn og komust
mest 20 stigum yfir heima-
menn. Undir lok leiksins
tókst KFÍ-mönnum að rétta
úr kútnum og munaði aðeins
einu stigi þegar nokkrar sek-
úndur lifðu af leiknum.
Lokatölur urðu 89-92 fyrir
KR, sem höfðu átta stiga
forskot í hálfleik 42-50.
Í leiknum gegn Njarðvík-
ingum á föstudagskvöld
varð tapið mun stærra eða
24 stig, en lokatölur leiksins
urðu 95-71 eftir að heima-
menn höfðu leitt 48-31 í
hálfleik. KFÍ-menn byrjuðu
vel í leiknum og settu fyrstu
sjö stigin. Þá tóku heima-
menn leikhlé og endur-
skipulögðu leik sinn. Það
gaf góða raun því þeir rúll-
uðu yfir gestina og nokkurra
mínútna kafla og gerðu 40
stig gegn 12 stigum KFÍ.
Þar með var rothöggið gefið
og tókst KFÍ-mönnum ekki
að vinna upp muninn það
sem eftir lifði leiks.
Eins og að framan greinir
er KFÍ í áttunda sæti deild-
arinnar með sex stig eftir
sjö leiki. Grindavík og
Haukar eru einnig með sex
stig eftir sjö leiki og Snæfell
eftir sex leiki.
Básafell, Freyja og Bræðraverk
Stefnt að samruna 3ja
fiskvinnslufyrirtækja
Stefnt er að samruna Fisk-
iðjunnar Freyju hf. og Bræðra-
verks ehf. á Suðureyri við
Básafell hf. á Ísafirði. Eins og
fram kemur annars staðar í
blaðinu var afkoma Básafells
hf. af rækjuveiðum og rækju-
vinnslu lakari á nýliðnu rekstr-
arári en gert var ráð fyrir.
Á hinn bóginn hafa bolfisk-
veiðar gengið vel og afurða-
verð verið hátt og er þess
vænst að svo verði áfram.
Væntanlegur samruni fyrir-
tækjanna þriggja er liður í því
að nýta hráefni til bolfisk-
vinnslu enn betur en nú er.
Hjálmar rektor
Hjálmar Helgi Ragnarsson
tónskáld frá Ísafirði hefur
verið ráðinn fyrsti rektor hins
nýja Listaháskóla Íslands og
tekur við starfinu 1. janúar
nk. Auk starfa við tónsmíðar,
kórstjórn og kennslu hefur
Hjálmar lengi verið í farar-
broddi í félagsmálum lista-
manna og er nú forseti Banda-
lags íslenskra listamanna.
Afmæli
70 ára
Jóhannes G. Jónsson,
fyrrverandi framkvæmdastjóri
Íshúsfélags Ísfirðinga verður
sjötugur 16. nóv.
Hann og fjölskylda hans taka
á móti gestum laugardaginn 14.
nóvember kl. 15-18 í kaffistofu
Íshúsfélagsins.