Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.11.1998, Side 12

Bæjarins besta - 11.11.1998, Side 12
Blúsinn er kominn aftur! Endalokin eru nær en þig grunaði! ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: bb@snerpa.is • Verð kr. 200 m/vsk HAMRABORG Sími: 456 3166 Vestfirðir Sparisjóður Bolungarvík- ur greiðir hæstu gjöldin Sparisjóður Bolungar- víkur ber hæstu álagn- ingu lögaðila á Vestfjörð- um samkvæmt álagning- arskrá skattstofunnar, eða 19,5 milljónir króna. Næst hæstu gjöldin greiðir Þrymur hf., vél- smiðja á Ísafirði eða 5,1 milljón, þá Vöruflutning- ar Ármanns Leifssonar í Bolungarvík, sem greiðir 3,9 milljónir, þá Rafverk í Bolungarvík, sem greið- ir 3,8 milljónir og Kaup- félag Steingrímsfjarðar á Drangsnesi greiðir fimmtu hæstu gjöldin eða 3,3 milljónir króna. Heildargjöld lögaðila í kjördæminu nema 140,9 milljónum króna sem skiptist á 441 aðila en framteljendur eru 511. Heildarfjárhæð tekju- skatts er 99,6 milljónir, eignarskattur 29,5 millj- ónir, sérstakur eignar- skattur 6,2 milljónir, markaðsgjald 3,4 millj- ónir og iðnaðarmálagjald er 1,9 milljónir króna. Inni í þessum fjárhæð- um er ekki tryggingar- gjald sem tilkynnt var um í sumar. Ísafjörður Rækjuveiðin hafin í Djúpinu Innfjarðarrækjuveiði í Ísafjarðardjúpi hófst á þriðjudag í síðustu viku. Samkvæmt upplýsing- um blaðsins telja sjó- menn útlitið í haust ekki gott, þar sem veiði er lítil og rækjan smá. Sjómenn á Bíldudal eru einnig uggandi, en þeir hafa ekki fengið heimild til veiða í Arnar- firði vegna seiðagengdar þorsks. Nýkjörin stjórn Hf. Djúp- bátsins á Ísafirði hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að sveitarfélagið styrki rekstur djúpbátsins Fagraness um tólf milljónir króna á ári svo hægt verði að halda starfseminni gangandi. Eins og greint var frá hér í blaðinu fyrir stuttu, hefur rekstur Hf. Djúpbátsins verið mjög erfiður um árabil, þrátt fyrir mikla ríkisstyrki í einu eða öðru formi. Rekstrargjöld félagsins á síðasta ári voru 57,6 milljónir króna en rekstr- artekjur á móti voru aðeins 30 milljónir króna. Tap var því á reglulegri starfsemi sem nem- ur 27,6 milljónum króna. Rík- isstyrkir til félagsins á síðasta ári námu 16,2 milljónum og var því rekstrartap eftir ríkis- styrki 11,4 milljónir króna. Í samtali við blaðið fyrir stuttu sagði nýkjörinn stjórn- arformaður félagsins, Kristinn Jón Jónsson, að ekki væri grundvöllur fyrir rekstrinum í því formi sem verið hefur. ,,Verulegar breytingar verða að koma til ef reksturinn á að geta gengið," sagði Kristinn Jón Jónsson við blaðið. Ekki er vitað um hug stjórn- enda Ísafjarðarbæjar til beiðni stjórnar Hf. Djúpbátsins, en sveitarfélagið er eins og kunn- ugt er, stærsti hluthafinn í fé- laginu. Hugmyndir hafa verið uppi um að Fagranes taki upp flutninga frá norðanverðum Vestfjörðum til Suðurfjarð- anna. Rekstrarerfiðleikar Hf. Djúpbátsins á Ísafirði Farið fram á tólf milljóna króna fjárstyrk á ári frá Ísafjarðarbæ Básafell hf. í Ísafjarðarbæ skilaði 39 milljón króna hagn- aði á síðasta rekstrarári, en miðað er við mánaðamótin ágúst-september. Tap af reglu- legri starfsemi var 298 millj- ónir en óreglulegar tekjur umfram gjöld voru 337 millj- ónir króna. Þetta er lakari út- koma en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrirtækisins og má fyrst og fremst rekja það til verulegs samdráttar í rækjuveiðum, auk þess sem hráefnisverðið hér heima hækkaði á meðan söluverð á erlendum mörkuðum stóð í stað vegna aukins framboðs af rækju frá öðrum hafsvæð- um. Liðlega helmingur af tekj- um Básafells er af rækjuveið- um og rækjuvinnslu. Vegna minnkandi rækjuafla hér við land að undanförnu horfa forráðamenn fyrirtækisins til aukinnar sóknar á fjarlægum miðum, bæði á Flæmingja- grunni og í Smugunni. Ákveð- ið hefur verið að ráðast í gagngerar endurbætur á frysti- togaranum Skutli til þess að búa hann betur undir þær veið- ar, hann verður lengdur, olíu- rými stækkað og togkraftur aukinn. Ráðgert er að skipið fari í breytingarnar í næsta mánuði og að þær geti tekið fjóra mánuði. Nú stendur yfir samningsgerð vegna verksins. 298 milljóna króna tap af reglulegri starfsemi Sjávarútvegsfyrirtækið Básafell hf. í Ísafjarðarbæ Básafell hf. á Ísafirði skilaði minni hagnaði á síðasta starfsári en gert hafði verið ráð fyrir. Engin mynd fyrir utan Titanic hefur náð jafn miklum vinsældum Sex sæta leður- hornsófi kr. 98.000.-

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.