Lindin

Árgangur

Lindin - 01.04.2011, Blaðsíða 9

Lindin - 01.04.2011, Blaðsíða 9
ég líka eftir,“ og á þar við Lárus Pál Birgisson, Salvar Geir Guðgeirsson, Friðrik Jensen Karlsson og Pétur Ragnarsson sem voru hluti af foringjakjarnanum í Vatnaskógi í nokkur ár undir lok tíunda áratugarins. Vatnaskógur algjört ævintýraland „Þegar ég var orðinn of gamall til að fara í Vatnaskóg undir sömu formerkjum og áður fór ég í unglingaflokk. Það er mjög skemmtileg þróun að geta farið í svona unglingaflokk. Á þeim tíma var ég líka farinn að spá í hitt kynið og þess vegna gaman að fara í blandaðan flokk. Tíminn í Vatnaskógi var frábær og fyrir strák eins og mig sem þarf alltaf að hafa nóg fyrir stafni var eins og að komast í einhvers konar ævintýraland að koma í Vatnaskóg og alltaf meira en nóg að gera frá morgni til kvölds. Þess fyrir utan kynntist ég fullt af skemmtilegum strákum í Vatnaskógi. Ég man þó að ég var alltaf orðinn örlítið svangur þegar kom að háttatíma fyrsta árið sem ég fór, þannig að ég tók með mér smá nesti til að eiga seint á kvöldin hin árin.“ Engin áhrif á boltann Það virðist ekki hafa breytt neinu fyrir feril Rúriks í knattspyrnunni að fara eina viku á sumri í Vatnaskóg og taka sér hlé frá knattspyrnunni í yngri flokkunum rétt á meðan hann dvaldi í Skóginum, í það minnsta er Rúrik atvinnumaður í dag og á að baki 8 A-landsleiki og hefur skorað eitt mark, þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára. „Það truflaði ekkert fótboltann að fara í Vatnaskóg. Fyrstu tvö árin missti ég bara alveg úr í fótboltanum þegar ég var í sumarbúðunum, en síðari tvö árin sem ég fór í Vatnaskóg var ég sóttur í leikina sem HK átti að spila,“ segir Rúrik sem lætur hugann stundum reika í Vatnaskóg. „Mig hefur lengi langað til að kíkja á staðinn og koma í heimsókn. Hef bara einhvern veginn aldrei komið því í verk þegar ég hef verið á landinu. En það rætist vonandi samt úr því fljótlega." Heiður að komast á EM Framundan hjá Rúrik eru leikir í dönsku úrvalsdeildinni með OB, A-landsleikir með íslandi og svo U21 árs mótið í Danmörku í júní. „Mér finnst rosa gott að einblína ekki bara á eitthvað eitt verkefni, heldur gefa allt sem ég get í hvert verkefni hverju sinni. Ég neita því þó ekki að það er óneitanlega spennandi og mikill heiður að spila á EM í sumar. Það komas líka bara átta þjóðir í lokakeppnina og það að ísland skuli vera meðal átta bestu í þessum aldursflokki er frábært og eitthvað sem enginn bjóst við,“ sagði Skógarmaðurinn Rúrik Gíslason. tf 9

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.