Lindin

Árgangur

Lindin - 01.04.2011, Blaðsíða 10

Lindin - 01.04.2011, Blaðsíða 10
8 Hans Gíslason atriði í uppúhaldi t Vatnashógi Hans Gíslason, 61 árs Maturinn: Hvalkjöt hjá Stínu í gamla daga. Það eru sjálfsagt komin 50 ár síðan. Lagið úr Söngbók Skógarmanna: Ég man nú ekki hvort þessi söngur er í söngbókinni, en mér dettur hann alltaf í hug þegar ég geng kapellustíginn. Hann hefst á orðunum, „Ó, drottinn Guð er dásemd þína lít ég.” íþróttagreinin: Fótboltinn. Staður: Kapellan. Leikritið: Ekkert sérstakt. Húsið til að sofa í: Gamli skálinn og þá helst í Skógarsal. Borðið í matsalnum: 2. borð - fer vel um mig þar. Ritningarversið: Fermingarversið mitt: Þjónið drottni með gleði og komið fyrir auglit hans með fagnaðarópi. (Sálm. 100:2). Hilmar Einarsson, 21 árs Maturinn: Sunnudagssteikin, bayonskinkan eða lambalærið. Lagið úr Söngbók Skógarmanna: „Ó vef mig vængjum þínum.” Þetta er ótrúlega fallegur sálmur og ekkert jafnast á við að enda daginn í Skóginum á að syngja hann með drengjunum í lok hverrar kvöldvöku. „Vakna, því vökumenn” er líka í uppáhaldi, uppáhalds morgunsöngurinn minn. íþróttagreinin: Víðavangshlaupið. Staður: Kapellan, hún er hjarta staðarins. Leikritið: Eins og við eigum nú mörg góð leikrit þá stendur hermaðurinn upp úr. Minnir Hilmar Einarsson að það hafi líka verið mitt uppáhalds þegar ég var lítill. Húsið til að sofa í: Gamli skáli. Borðið í mat- salnum: Ég hef prófað þau flest og komist að því að 6. borð er best, þar er ég foringi núna. Ritningarversið: „Skuldið ekki neinum neitt, nema það eitt, að elska hvert annað því að sá sem elskar náunga sinn hefur uppfyllt lögmálið.” (Róm. 13:8) Kristinn Snær Sigurðsson, 9 ára Maturinn: Bayon-skinkan. Lagið úr Söngbók Skógarmanna: Ljómandi Lindarrjóður. íþróttagreinin: Frjálsíþróttir. Staður: Bátarnir og vatnið. Kristinn Snær Sigurðsson Leikritið: Grænsápan. Húsið til að sofa í: Birkiskáli. Borðið í matsalnum: 6. borð. Ritningarversið: Meistarinn er hér og vill finna þig (Jóh, 11:28).

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.