Jólablaðið - 23.12.1933, Blaðsíða 2

Jólablaðið - 23.12.1933, Blaðsíða 2
JOLABLAÐIÐ \ •• <- Kr istur. Myrkt var of öllu og grimmúðugt gap hins guðvana mannfélags blasti við opið. Og sukku’ í það vonstirnin, hrap eftir hrap. Að heiðninnar skör enginn Iengur gat kropið. Með svigalævi um suðrænan heim fðr Surtur hins rómverska, gerspilta anda og valtíva sól skein af sverðum þeim, er sannleik og réttlæti áttu að gránda. Þar voru banráð og bræðravíg tíð, og byrluð var eiturveig sifjaskál fögur. Og helveg tróð lýður; í heimi var stríð uns himininn klofnaði, storðu svalg lögur. En aldeyðis Niðfölur náina sleit og Naglfar á floti, en hvert skyldi halda? því að afdrepi’ og höfn var til einskis leit og ormurinn ríkti í djúpinu kalda. En viður þau sigtíva ragnarök, svo römm og svo grimm, urðu skapahvörf heimi. Guðs almættiskraftur þá opnaði vök á alrokkínn himininn lævi og eima. Og iðjagræn hófst nú úr ægi vor jörð; nú endurskírðist hún guðsrikisnafni í Betlehems ljóssal, við vakanda vörð þeirrar vonar, sem fædd er og ekkert er jafni. Hér fæddur er hann, sem er heiminum ljós, hinn heilagi guðsson og konungur lýða; svo þráður, í söngvum, frá sögunnar ós, hin sólbjarta von allra komandi tíða. Og sviptigin hirð fyrir hilmi þeim fyr: Guðs hetjur og sjáendur liðinna alda. Hér bætist í fylgdina himnanna her, svo hylla ’ann þjóðir — hvað má þessu valda? Hér kominn er Baídur og batna mun alls vors böls — nú skal Gimlé á jörðunni vlgja. Hér er sá Visi, sem verður til falls og viðreisnar mörgum á deginum nýja. Og tiginn hann kveður sinn konungaóð: „Ó, komið og iðrist, því giíðsríki’ er nærriM. Hans rödd er þó barnsins, svo blið og svo hljóð; og borinn í jötu’ er ’ann, kongshöllum fjærri. Þín kenning er sannleikans sólfagra mál; þú sýnir oss föðurinn, líknsemi krýndann, sem umvefur faðmi, af ástheitri sál, sinn elskaða soninn, svo glataðan, týndann. Hann annast hvern spörva, hanp telur hvert tár og tekur út kvöl, ef hann vantar eitt hjarta. Hann vakir hjá þeim, sem er veikur og smár og vill öllum gefa sinn ljóshiminn bjarta. Og sjálfur þú gekst hina guðlegu braut, þú, guð klæddur holdi á syndugri jörðu. Þú valdir þér bróður og vegförunaut við vatnið og stiginn og meinin ’ans hörðu þú bættir og föðurnum batst ’ann I sátt; þeim breyska og sjúka þú reyndist svo góður. Þú telur þann föðurinn einn geta átt, sem elskar og styður sinn náunga’ og bróður. Og þegar þú gladdist, þín gleði var hrein svo góðsýn og innræn, svo ljúfleg og fegin. Sem smávinur syngi á vorgrænni grein af gróandans Ijósást þín harpa var slegin og söngstu þitt vaxtar- og vorgróðurljóð; þú valdir þér dæmi af blómi og sæði. Svo gefinn er vöndur hins góða með þjóð, það grær aðeins hægt og i kyrþei og næði. Og þegar þú leiðst, engin hótnn var heyrð; og helsinu gengdirðu: Slíðra þú sverðið. Við níðingahöggin í höfuð þér keyrð þú hljóðlátur galtst fyr’ oss blóðskuldarverðið. Hjá þér fundust hvorki nein svik eða synd, en synd vora barstu á háðungarkrossinn. Vér níddum og hæddum þá heilögu mynd, er hreinsaði’ af syndum oss dreyra þíns fossinn. Ó, sjá þennan guðmannsins geislandi þrótt, þann guðdómsmátt kærleikans, laðandi blíðan, er seiðir mig frá því, sem lágt er og ljótt en ljóshiminn opnar svo dásemdarfríðan og vekur mér heilagar hugðir og þrár hins háa og góða, ’hins fagra og sanna. Þín líknarhönd græðir ’hin svíðandi sár og sýnir mér veginn til guðlegra ranna. Þín elska og náð er sú sigrandi sól, er sviftir þann kápunni’, er heimsveginn treður. Og skálkurinn, er sig í skugganum fól, hann skimar í ljósið og glapstiginn kveður. Þeir ylgeislar betra og aðla hvern mann, sem elskar sitt vegferðar — guðljósið bjarta, er lífi hans auðnu og unaðssemd vann og ástar- og vonablórri glæddi í ’ans hjarta. Eg tigna þig, konungur lífs vors og Ijóss, þú, lausnari’ og drottinn vors sannleiks og friðar^ Frá þér er það alt, sem oss auðnast til hróss, þú ert aflgjafi hvers; er iil guðsríkis miðar. Þú ert hæli í nauð og vort himneska skjól í hörkum og myrkrum, í byljum og stríðum. Þitt ástríki hrífur frá hel þann, er kól á hjarta og vefur að faðmi þér blíðum.* Ó, kenn oss að feta í fótsporin þín og fylgja þér hvert, sem þinn góðvegur liggur. Þitt dæmi og andi’ er vor eilífðar sýn, þitt orð er vor leiðtogi, hollur og tryggur. Og þú ert sá eini, sem aldrei bregst og öllum guðshetjum svo margsinnis stærri. Hinn sami um aldir — vér sjáum það glegst í sorgum og raunum, hve þú ert oss nærri. Þig get eg ei lofað sem lausnarann Krist svo ljúft og svo hlýtt, sem önd minni bæri. Ef hyrfi eg frá þér, þá hefði’ eg alt mist, sem heitast eg ann og mér dýrmætast væri. En þeir, sem þig elska og þú hefir gist, sjá, þeir hafa alt, bæði’ í lífi og dauða. O, tak þú oss öll í þá unaðarvist, sem engar veit sorgir né helmyrkur nauða. t Sigurður Gíslasoa.

x

Jólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1540

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.