Jólablaðið - 23.12.1933, Blaðsíða 5

Jólablaðið - 23.12.1933, Blaðsíða 5
I JÓLABLAÐIÐ þvoði, en Jón stóð nokkurn tíma álengdar fullur af undrun og ást- arþrá. — Bara að hann vissi hvernig hann ætti að flytja bönorðið. Því- líkan dýrðarkvenmann mátti hann ekki missa. En ekkert Ijós rann upp fyrir honum. Jón gekk út úr húsinu og sett- ist á bekk fyrir utan húsið, þar sem hann var vanur að sitja til þess að hugsa vandamál sín. Ef hann ekki flytti bónorðið nú myndi aldrei verða neitt af því, og hann myndi missa Kristínu. Til þess mátti Jón ekki hugsa. Þetta varð að gerast. Loksins datt Jóni ráð í hug. Páll vinur hans varð að hjálpa honum með að flytja bónorðið, það var nú maður, sem kunni að koma orðum að hlutunum. — Ætli Páll væri nú heima? Jón hljóp við fót yfir til vinar síns. Hann var ekki heima, en hafði tekið sér venjulegan sunnudags- göngutúr. — Jón fór strax í átt- ina til hans, og hitti vin sinn skamt fyrir utan bæinn. — Hvaða asi er á þér, Jón. hefir nokkuð óvænt komið fyrir, sagði Páll. — Ja — jú — eg má til með að tala strax við þig. — Jæja — talaðu Jón minn. — Það er erfitt að kouia orð- um að því, sagði Jón. — Láttu það bara koma. Jón hikaði enn um stund; loks- ins hálfstamaði hann: Þú verður að flytja bónorð fyrir mig. Hva — Hvað---------Flytja bón- orð. Ertu alveg sjóðandi vitlaus maður. — Ó — nei, sei — sei, mælti Jón seinlega. Þú hefir ekki séð, hvaða dýrðarkvenmann eg ætla mér. Hún sem er fyrirmynd allra kvenna. — Nú. Er hún það, svaraði Páll, fremur lágmæltur. Eg skal nú trúa þér fyrir leyndarmáli. Eg hefi verið giftur. — Þú giftur og undrunin skein út úr Jóni. — Já. Eg átti konu líka því, sem þú hefir iýst. Og bjó með henni í þrjú ár. Svo gat eg það ekki lengur. — Hvað gerðirðu þá? — Eg dó. — Hvað? hvað, sagði Jón undrandi. — Eg dó vinur minn. Var tal- inn druknaður, en likami minn fanst aldrei. Blöðin skrifuðu mikið um slysið. Eg geymi það alt heima hjá mér. — Eg skil þig ekki. Þetta er víst tómt gabb hjá þér, Páll. Nei, — það er fylsta alvara. — En — þetta kemur ekkert mínu bónorði við, sagði Jón. Ef eg að eins gæti komið orðum að bónorðinu við Kristínu. — Eg vil ekki leiða þig vinur minn tíl gíötunnar. Á eg að kasta þér í gin ljónsins, sagði Páll, sem um leið varð litið til Jóns, sem stóð svo aumkunarlegur við hlið hans að honum gekst hugur við. — Ef þú endilega vilt skal eg hjálpa þér, en mundu að eg hefi varað þig við afleiðingunum. Vinirnir héldu síðan áfram til þorpsins að húsi Jóns. Þegar þeir opnuðu anddyrið kom Kristín fram úr eldhúsinu með bala fullan af leirtaui, sem hún hafði verið að þvo. — Þetta er vinur minn, Páll Andrésson, sagði Jón. — Kristín tók bakföll, misti bal- ann úr höndum sér og hrópaði: Jakob! Páll stóð sem dæmdur og gat engu orði uppkomið. Jakob! Ert það þú? hrópaði Kristín öðru sinni. Já — jú — það-----------er eg, stundi Páll. Jón gapti af undrun. — Hér hitti eg þig aftur. ást- kæri Jakob, sagði Kristin. Eg sem hélt að þú værir gleymdur og grafinn. Iðrastu ekki. Eg hefi grátið þig dáinn mörgum beisk- um tárum, en svo ertu ljóslifandi með fölsku nafni. Jakob, hvernig gastu fengið þig til að leiða slíka sorg yfir hjartarósina þína. Svo breiddi Kristín broshýr faðm sinn móti Jakob, sem lét fallast að brjósti hennar, þó hann sýni- lega væri hálfnauðugur. 5 — Jón. Hér sérðu eiginmann minn, sem eg taldi druknaðan. Eg ætti að vera reglulega reið við hann og snúa við honum bakinnu. En ástin segir jafnan til sin. Ertu ekki glaður, Jakob minn, að hvíla við brjóstið á hjartarósinni þinni. Jakob svaraði með lágum hósta. Hann þorði ekki að segja nei. Jakob! þú ert jólagjöfin min, hrópaði Kristín. Þótt stutt sé til jóla skal eg annast um að undir- búa reglulega jólahátið í húsinu þinu. Og Kristín stakk hendi sinni undir hendi Jakobs og þau leidd- ust heim til hans. Jón náði sér fyrst með undrun sina, þegar hann hafði verið jóla- gestur hjá gamla vininum og var veitt vel i mat og drykk og sá alt hreint og fágað hjá Kristinu. — Það sem verður að vera, viljugur skal hver bera, sagði hann við sjálfan sig. En sagan um Jakob og Kristínu barst einhvern veginn út um bæ- inn og hún var umræðuefni margra á jólunum, i litla þorpinu. Kristrún í Hamravík, hln nýja bók Guðm. G. Haga- líns, hefir nýlega verið send til umsagnar. Því miður er nú ekki rúm fyrir hendi til þess að geta um bók þessa sem vert væri. En sjálfsagt er að mæla sem bezt með kaupum á bókinni, sem er ágætlega skrifuð og ein af beztu bókum skáldsins. Hún Kristrún gamla i Hamravík mun seint gleymast lesandanum, eins og skáldið lýsir henni í bókinni. Og hún á ólíkt meira viðnám í sjálfri sér gegn erfiðleikum lifsins, en alment er um nútíðarkynslóðina. Hagalin hefir verið og er full- trúi vestfirzkrar menningar í skáld- skap og haldið þar vel á sinu hlutverki. Getum við Vestfirðingar bezt þakkað starf hans með því, að kaupa alment bækur hans og lesa þær með athygli. Gleðileg jóll

x

Jólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1540

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.