Jólablaðið - 23.12.1933, Blaðsíða 4
4
JÓLABLAÐIÐ
Bónorð smiðsins.
(Lausl. þýtt.)
Þrátt fyrir alla umferðina eru
amerisk sveitaþorp einhver bezti
felustaður þeirra, sem hverfa vilja
sjónum úr gamla umhverfinu og,
leita að nýjum stað til nýrrar
lifsbaráttu.
Með einni Iestinni kom Páll
Andrésson til smábæjar í Kaliforn-
fnu og settist þar að sem bóka-
og pappirssali. En jafnframt því
annaðist hann fasteignasölu.
Páll varð, er tímar liðu fram,
sem einn af gömlu þorpsbúunum.
* Hann var fálátur og fáskiftinn, en
hafði jafnan bros á reiðum hönd-
um fyrir viðskiftavinina.
Eini maðurinn, sem Páll var í
: vináttu við, var nábúi hans, Jón
•Pétursson, sem þó var í útliti al-
gerð mótsetning við Pál sjálfan,
sem var lítill og kvikur maður,
vel í skinn kominn, með ljóst yfir-
bragð og fremur barnslegt andlit.
Jón Pétursson . var aftúr á móti
hár og horkrangalegur, dökkur
á hár og dimmur yfirlitum og svo
fámæltur, að halda mátti að hann
væri mállaus.
En þrátt fyrir mótsetningarnar
urðu þeir Páll og Jón æ samrýnd-
ari, og þegar Jón, sem var járn-
smiður, hafði lokið daglegum
störfum í smiðju sinni, mátti eiga
víst, að þeir vinirnir sátu saman
heima hjá honum.
Páll var stöðugt að segja sögur
og ræða ýmsa viðburði og hlust-
aði Jón á hann í þögulli lotningu,
sem barn við móðurkné.
En brátt kom þó bobbi í bát-
inn. Jón hafði farið til nágranna-
bæjar eins með vörur sínar
snemma um veturinn og síðan
var hann aldrei heima á þriðju-
dagskvöldum; heldur „snurfusaði*
sig allan sem bezt mátti verða,
og ók af stað eitthvað burt frá
bænum.
Páli þótti þessar aðfarir vinar
sins kynlegar og yar næsta bráð-
látur eftir þvf, að geta satt for-
vitni sfna. En það var enginn
hægðarleikur, þvi Jón sagði ekk-
ert um það og var enn fámæltari
en áður.
Eins og áður er frá skýrt fór
Jón á hverju þriðjudagskvöldi
burtu úr bænum og einn þriðju-
dag skömmu fyrir jól ók hann
eins og venjulega, nýrakaður og
f sínum beztu fötum, i suðurátt
uieðfram járnbrautinni. Eftir að
hann hafði ekið langan veg kom
hann að myndarlegu húsi og þar
var tekið á móti honum af bústinni
konu, sem var nokkuð farin að
eldast, en enn þá rjóð i kinnum
og fögur álitum.
Auðsjáanlega voru ekki aðrir
heima í húsinu. Og það var þess-
vegna, að Jón notaði þriðjudags-
kvöldin, að húsbóndinn var þá
jafnan f fjarveru og ráðskonan
gat þá boðið mönnum í heimsókn.
Alt að þessu hafði Jón verið
án allrar meðhjálpar og annaðist
einn alla búsýslu og var hæzt-
ánægður með ástandið. En eftir
að hann hafði eitt sinn komið
þarna f viðskiftaerindum við hús-
bónda Kristínar og litið hana
augum fanst honum um leið slik
piparsveinatilvera einmana og
gleðisnauð. Hann sá hve fljót
og yndisleg hún var að bera þeim
góðan mat og miklar aðrar kræs-
ingar og yndisþokki Kristínar fékk
sífelt meira vald yfir honum.
Þegar Jón kom í fyrsta sinni
lét hann orð falla um einstæðings-
skap sinn og Kristín skaut þvi að
honum áður en hann fór, hvort
hann vildi ekki koma næsta þriðju-
dagskvöld og heimsækja þau.
Hvort hann vildi? Hann sem
þegar var allur kominn á loft og
brann af ástarþrá.
Jú, hann Jón lét víst ekki á
sér standa. Og þá hittist svo vel
á að Kristín var ein heima. Síðan
urðu ferðirnar reglulegar, rétt eins
og hjá konunglegu póstskipi.
Kristin gæddi honum á þeim
rfkulegustu góðgerðum, er heimilið
hafði að bjóða. Settist sfðan hjá
honum með sauma sína eða aðra
handavinnu og gaf honum hýrlegt
auga, sem Jón endurgalt ljúflega
í sömu mynt, en jafnan var Jón
fámæltur, svo Kristínu var raun að.
Jón fann, að hann varð endi-
lega að segja eitthvað og verða
skemtilegur, en átti svo bágt með
það, því hann var ekki vanur að
brúka munninn. Við vinnu sína
var hann jafnan þögull, en blístr-
aði aðeins þegar bezt lá á honum.
Loksins stamaði Jón út úr sér:
— þú ættir að koma, Kristín mín,
og sjá hvernig eg bý.
Kristin leit á Jón stórum aug-
um, eins og þeir sem loksins hafa
fengið það sem þeir hafa þráð.
Hún svaraði, f flýti:
Þakka þér fyrir Jón minn; það
væri mikil ánægja fyrir mig.
Kristín hafði verið gift áður en
maður hennar hafði horfið og var
talinn drukknaður; en hún síðan
verið ráðskona. Nú þráði hún að
eignast eigið heimili. Henni leizt
vel á smiðinn, sem auðsjáanlega
var skotinn fram í tær. Og þegar
Kristfn hafði tekið einhverja á-
kvörðun var hún ekki vön að
láta neina hindrun aftra því, að
koma henni í framkvæmd.
Það var nú ákveðið, að Kristín
skyldi heimsækja Jón á sunnu-
daginn næsta á eftir. Á heimleið-
inni var Jón í djúpum þönkum
um ástaræfitýri sitt og festist í
þeim ásetningi, að ná ástum
Kristínar.
En Jón var í stöðugum ótta um
það, á hvern hátt hann ætti að
flytja bónorðið, því hann var algert
barn í þeim sökum, þrátt fyrir
háan aldur.
Á sunnudagsmorguninn kom
Kristfn og Jón sótti hana til járn-
brautarstöðvarinnar, eins og þau
höfðu áður talað um. Þau gengu
þögul áleiðis til hússins og Jón
bauð drottningu hjarta sins inn
að ganga. Veitti hún hverjum hlut
nákvæma athygli, en Jón horfði
hljóður á hana með sýnilegri að-
dáun.
— Hér vantar umhyggjusama
húsmóður, sagði Kristín, eftir að
hún hafði virt alt nákvæmlega
fyrir sér. Og án þess að hafa
fleiri orð um, varpaði hún af sér
yfirhöfninni; bretti upp kjólerm-
arnar og lét sfna þriflegu hand-
leggi taka til starfa og raðaði öllu
betur niður en áður; fægði og