Jólablaðið - 20.12.1952, Blaðsíða 3

Jólablaðið - 20.12.1952, Blaðsíða 3
JÓLABLAÐIÐ 3 Jólahugleiðing. Hin blessaða jólahátíð Jólin, jólin, blessuð jólin, hrópa glaðar barnaraddir. Blessuð jólin, segja einnig mörg gamalmenni og roskið fólk, og ylja sér við gamlar og kærar jólaminningar. Vissulega er jólahátíðin gleðihátíð barna og fullorðna fólksins. En þau eru fyrst og fremst trúarhátíð kristinna manna. Fæðingarhátíð guðs sonar, sem gerðist frelsari mannanna. Ef þetta gleymist vantar jólin hið innra líf og verða þá svipuð öðrum gleðihátíðum, sem snöggvast og í svip slá gleðibjarma á ömur- legan hversdagsleik, en skilja ekkert varanlegt eftir; stundum jafnvel aðeins tómlæti og lífs- leiða, þótt allt sýnist leika í lyndi með hin ytri lífskjör. Mennirnir geta ekki komist af án guðlegrar trúar og vonar. Mannveran er bæði sál og lík- ami. Sálin þarf næringu og styrk að sínu leyti sem líkaminn. Það fær sálin aðeins í guðstrú, kærleika og ást til guðs og manna. Ekkert af þessu má missast, því þá skrælnar gróður mannssálarinnar. Sá gróður sem einn megnar að bæta og betra mannlífið. I guðstrúnni, kærleikanum og ástinni er lykillinn að farsæld þjóða og einstaklinga. Þetta þrennt er lífsafl heimsins. Grundvallar- atriði, sem efnaleg og tímanleg farsæld bygg- ist á. Það er því ekkert aukaatriði, sem hér er um að ræða, eins og margir halda, máske mest í hugsunarleysi. Hinn eilífi boðskapur jólanna er fólginn í hinum einföldu og hátíðlegu orðum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Drottinn Kristur. Þessi boðskapur er gamall og reyndur í lífi kynslóðanna, og þó alltaf síungur. Þetta er persónulegur boðskapur, jafnt fyrir háa sem lága, gamla og unga. Honum er ætlað að ná til hjarta sérhvers kristins manns með þeim sannfæringarkrafti, að hann hafi áhrif á allt líf hans og verði honum heilagur dómur, sem hann gæti vel og vandlega. Blessuð jólaljósin og jóladýrðin eiga að vera sameiginleg fyrir hið innra og ytra. Ljóma jafn skært í hug og hjarta sem hið ytra. Þá fyrst verða jólin bless- uð hátíð, sem opnar sýn til dýrðar himinsins, og gefur okkur fögnuð og fylling í jarðlífstil- vistina, því að sérhver kristinn maður trúir á framhaldslíf eftir líkamsdauðann. Hinir trúlitlu sjá á jólahátíðinni mikilvæga hátíð um vetrarsólhvörf. Hátíð til minningar hækkandi sólar og lengri daga. Hátíð glaðværð ar og mikillar risnu, þar sem allir séu glaðir við gjafir og góðan mat. Með slíku eru jólin gerð að heiðinni hátíð. Guðssyninum, frelsara mannkynsins, er gleymt og ljómi hans og dýrð sett undir mæliker. Með því er hisminu haldið en kjarnanum fleygt. Hið andlega útstrykað en það efnislega dásamað af munni og maga. Svo elskaði guð heiminn, að hann gaf sinn eingetinn son til endurlausnar fyrir mennina, segir jólaguðspjallið. Og ennfremur: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Drottinn Kristur í borg Davíðs, Betlehem. Það er þessi fagn- aðarboðskapur jólanna, sem jafnan verður að búa með mönnum. Til dýrðar honum syngjum við fallegu jólasálmana. Honum til vegsemdar höldum við blessunarríka fæðingarhátíð frels- ara mannanna — allra manna og tökum undir fagnandi með orðunum: Hósíanna, Dýrð sé guði í hæztum hæðum, er hingað kom á jörð. Með þá játningu í hug og hjarta höldum við GLEÐILEG JÖL!

x

Jólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1540

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.