Jólablaðið - 20.12.1952, Page 5

Jólablaðið - 20.12.1952, Page 5
JÓLABLAÐIÐ 5 Konungsverzlunin, elztu Handritabyggingin hús á Isafirði o.fl. og endurreisn Skálholtsstaðar. Með konungsbréfi 9. jan. 1759 var úrskurðað að konungur tæki verzlunina við Island í sínar hend- ur, og léti reka hana á sinn kostn- að. Var þá landinu skipt í sex verzlunarumdæmi, sem voru þessi: 1. Búðir, Stapi, Ólafsvík, Grundarfjörður og Stykkishólmur. 2. Patreksfjörður, Bíldudalur, Dýrafjörður og fsafjörður. 3. Húnaflói, Skagaströnd, Hofs ós og Eyjafjörður. 4. Vopnafjörður, Reyðarfjörð- ur og Berufjörður. 5. Hólmurinn, (þ.e. Reykjavík, Hafnarfjörður, Keflavík, Bátsand- ar, Grindavík og Eyrarbakki. 6. Vestmannaeyjar. Við þessa breytingu varð mikill samdráttur á siglingum til Islands. Áður höfðu siglt eitt og tvö skip á flestar verzlunarhafnir, en nú skyldu sigla hingað árlega 20 skip. Hinsvegar varð sú breyting með þessari konungsverzlun, að við- skiptin urðu landsmönnum hag- stæðari en áður var og betri vörur voru fluttar hingað til lands. Kaupmönnum og starfsfólki þeirra var samkv. erindisbréfum skylt að sýna landsmönnum kurteisi og nærgætni. Kaupmenn skyldu sjá um að nægar vörubirgðir væru jafnan fyrir hendi og vörurnar ó- gallaðar og útgengilegar í alla staði. Kaupmenn skyldu sigla sitt hvert árið á hverja höfn í um- dæmi sínu, og kunngera þegar í stað, er þeir kæmu út, hvar þeir ætluðu að hafa aðalbækistöð sína á því ári, og stefna umdæmisbúum þangað eða á næstu höfn með vör- ur sínar. Heimilt var og kaup- mönnum að greiða þeim viðskipta- mönnum, er lengst sóttu til verzl- unarhafnar hæfilega þóknun í ferða- og flutningskostnað, svo að þeim yrði sem minnstur bagi að. Vinnufólk og drengi, en svo voru nefndir liðléttingar og nýgræðing- ar kaupmanna, skyldu srax og sigling kom sendir til úthafna til fiskverkunar og annara starfa í þágu verzlananna. Öll viðskipti skyldu kaupmenn rita í ákveðnar bækur, og þar til- greina nákvæmlega tölur, mæli, vog, svo og aldur og tölu slátur- fjár, ef inn var lagt. Á úthöfnum öllum skyldi eftir- láta nokkrar tegundir af nauð- synjavörum, svo eigi yrði bjarg- arlaust, þótt að kreppti að vetrin- um. Kaupmenn áttu að sýna lands- mönnum hreinskilni í verzlun og viðskiptum og alúð í viðmóti, og gæta jafnt hvorutveggja hags- muna konungs og heilla og vel- ferðar landsmanna, svo enginn mætti undan kæra. Hér í Neðstakaupstaðnum eru a.m.k. tvö hús frá konungsverzl- uninni, eða jafnvel eldri, en það eru: Svonefnd gamla sölubúð eða verkstjórahús og turnhúsið, sem er elzta húsið og var upphaflega bæði íbúðarhús verzlunarstjórans að sumrinu og sölubúð. Gamla sölubúðin mun aftur á móti vera byggð á meðan konungsverzlunin stóð, því er fyrsta fasteignamat fór fram hér stóð þar höggið í sperrulegg fangamark konungs og ártalið 1762. Þriðja húsið í Neðsta kaupstað, sem sennilega er einnig frá þessum tíma er svonefnt Salt- hús, sambyggt við Tumhúsið, og síðar stækkað og breytt. Svonefnt Tjöruhús eða Beykishús er og að stofni til frá þessum tíma, en var breytt síðar. í elztu virðingabók ísafjarðar- kaupstaðar, frá 1878 eru eftir- greind hús talin í Neðstakaupstað, en eigendur hans eru þá Sars & Sönner í Kaupmannahöfn. 1. Bræðsluhús; byggt úr múr- steini og timbri. Stærð 12x8 al.; hæð 8% al. Virt 1050 krónur. 2. Vöruhús úr tré (stokkverk). Stærð 24 x 10 al.; hæð 8V2 al. Hús- ið stendur við Sundið, og er hér því sjáanlega um beykishúsið að ræða. Virt 1680 krónur. 3. Vöruhús (stokkverk) 30 X 18 al.; hæð 12 al. (Tumhúsið). Við gaflinn á húsinu geymsluskúr 16x6 al.; hæð 8 al. Virt 3950 krónur. 4. Nýtt vöruhús (bindings- verk); Kornhúsið. Stærð 21x12 al.; hæð 12 al. Virt 3900 krónur. 5. Kolahús. Stærð 10 X 9 al.; hæð 5 al. Virt 110 kr. 6. Annað kolahús með torf- veggjum og torfþaki. Stærð 6x4 al.; hæð 5 al., þilgafl í öðmm enda. Virt 16 krónur. 7. Eldiviðarhús með torfgöfl- um og torfþaki. Stærð 12 X 6 al.; hæð 6 al. Virt á 100 krónur. 8. íveruhús (stokkverk). Stærð 18x12 al.; hæð 10 al. Virt 3550 krónur. 9. Sölubúð (bindingsverk). Virt 2640 krónur. 10. Steinhús, grafið 2 al í jörð. Stærð 14x13 al.; hæð 9 al. Virt 1150 krónur. 11. Fjós, úr torfi. Stærð 10x8 al.; hæð 6 al. Virt 70 krónur. 1 virðingarbókinni stendur þessi klausa: „Þessi 4 síðasttöldu hús standa neðst bygginga á tanganum“. V. Holm verzlunarstjóri fyrir Sars & Sönner kærði virðinguna á bræðsluhúsinu, en virðingin var hækkuð af yfirvirðingarmönnum. Samanlagt virðingarverð húseigna verzlunarinnar var þá 19171 kr. Forn em tengslin furðu seig, flestir munu það sanna. Lengi lifir í gömlum glæðum. Það rætist bæði hjá þjóðum og einstaklingum, þegar ýtt er við gömlum minningum er sem heilsi kær og þráður vinur. Minningarn- ar em hluti af tilvem okkar, jafn raunverulegur sem stritið fyrir daglegum nauðsynjum. Minning- amar lifa og verða því kærari, sem við skiljum þær betur. Þannig varð íslenzku þjóðinni, er á hana var heitið um að hefja frjáls samtök til húsbyggingar fyrir handritin fornu. Þarna var góðu máli hreyft, sem allir gátu sameinast um. Hafið yfir flokka- valdið og persónuleg klíkusjónar- mið. Framtíðarverkefni skapað til samstarfs í þágu þjóðlegra menn- ingarerfða. Höndum beint að leggja stein í gmnn þeirra verka, sem varðveitt hafa nafn okkar og þjóðarrétt. Skapað og skipað okk- ur sess, ekki eftir fjölmenni né f jármunum, heldur eftir því mann- gildi sem við höfum sýnt og þeim afrekum sem við höfum unnið. Það hefir verið fullyrt, að forn- bókmenntirnar eigi mestan þátt- inn í því, að við fengum fjárhags- legt og stjórnarfarslegt frelsi. Mun það rétt vera, að þær hafa verið hvorttveggja í senn: Vermandi ar- Til skýringar því hvernig þá var umhorfs í Suðurtanganum skal þess getið, að fyrir neðan byggða svæðið var þá og fram yfir síðast- liðin aldamót rennslétt tún, sem upphaflega hafði gefið rúmlega eitt kýrfóður, en smágekk úr sér með ári hverju, enda var nokkur hluti túns þessa tekið undir fisk- reiti um 1906. Önnur hús, sem nú standa í Neðstakaupstað, eru byggð af Ás- geirsverzlun. Elzt þessara húsa er skúrbyggt geymsluhús. Stærð 26 x 14 al. Virt 2500 krónur. Byggt 1883 Árið 1894 byggði Ásgeirsverzlun fiskihúsið; af almenningi nefnt Langahúsið. Stærð 35 X 23 al.; hæð 10 al., og var þá lengsta hús á Is- landi. Virt á 3500 krónur. in og lýsigull fyrir þjóðarsálina og veigamestu rökin í augum útlend- inga til viðurkenningar á sjálfstæð isrétti okkar. Engin þjóð á sér dýr- mætari arfleifð. Þess vegna er það sjálfsagt mál, að þjóðin sameinist um byggingu, sem sé verðug og varanleg minn- ing um lotningu og ást á fombók- menntunum. En þjóðin er fámenn og hefir mörg verkefni fyrir höndum. Eitt þeirra stóru verkefna er endur- reisn Skálholtsstaðar, sem unnið er að með almennum gjöfum. Væri það ekki skynsamlegt og öllum til góðs, að sameina sem flest fram- tíðarverkefnin. Með því vinnast þau bæði fljótar og betur. Vel sýn- ist mega sameina handritabygg- inguna og endurreisn Skálholts- staðar. Sú bygging gæti orðið fyrsta musterið, sem risi að nýju í hinum eydda Skálholtsstað. Það er engin fjarstæða, að fyrirhuguð kirkja í Skálholti yrði hluti af handritabyggingu, eða handrita- bygging hluti af kirkjunni, sem er kristilegra orðalag. Það er heldur engin fjarstæða, að hugsa sér handritabygginguna annars staðar en í Reykjavík, og þá einmitt í Skálholti. Hætta vegna elds og annars ætti að vera minni í Skálholti en í Reykjavík. Og einn af hinum kyrlátu vísindamönnum, BjÖrn Karel Þórólfsson, lét nýlega svo um mælt í blaðaviðtali, að hann teldi skilyrði til vísinda- iðkana ekki góð í Reykjavík. Skál- holt býður því einnig þar betri að- stöðu en Reykjavík. Renna því flestar stoðir undir þá röksemd, að hagkvæmast væri að sameina handritabygginguna endurreisn Skálholtsstaðar, og yrði það gert er víst, að bygging- in myndi komast miklu fyrr upp en ella. Forgöngumenn þessara fram- kvæmda ættu því vel að athuga sem allra fyrst hvort ekki sé rétt og hagkvæmt að sameina þessi tvö verkefni, sem þjóðin hefir tekið að sér og ætlar að framkvæma svo til samhliða, jafnframt fjölmörgum verkefnum öðrum, svo sem mikilli æskulýðshöll og fleira. II1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIII1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII»IIIIIIIIIIIIII1IIIIIIIIIIH_!J Aðalfundur Vélsmiðjunnar Þór h.f., Isafirði, verður haldinn í skrifstofu 1 1 vélsmiðjunnar laugardaginn 27. desember n.k. kl. 16. “ | DAGSKRÁ: 1 t Venjuleg aðalfundarstörf. I ísafirði, 12. desember 1952. i I STJÓRNIN. IIIIII llllllll 1111 lllllllllllllllll III llll 11111111111111111111111IIIII! III lllllll IIIIIIIIIIIII lllllllllll 111II llllllllll IIIII lllllll III1111111111111111111111111

x

Jólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1540

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.