Jólablaðið - 20.12.1952, Blaðsíða 4

Jólablaðið - 20.12.1952, Blaðsíða 4
4 JÓLABLAÐIÐ Fyrsta íþróttasambandið: Samband íþrótta- og ungmennafélaga Vestfjarða. hugasamur kennari og varð mikio gagn af starfi hans, en íþrótta- æfingar voru þó ekki jafn fjöl- breyttar og æskilegt var. Glímu- -æfingar voru þá jafnan fimm daga vikunnar, laugardagar og sunnu- dagar gengu frá, og oftast 40—50 manns á æfingum. Mörgum hætti til að glíma af kappi, líka á æf- ingum. En þeir voru ófáir sem lögðu mesta stund á að læra brögð og réttar hreyfingar og sumir þeirra urðu leiknir glímumenn. Nú er öldin önnur, þegar nær enginn ungur maður gengur til glímu, þó er glíman góð og gild íþrótt — og íslenzk í líf og blóð. Arngr. Fyrsta guðsþjónusta á JUþingi. Eflaust er það flestum í fyrnsku fallið, að samband íþrótta- og ung- mennafélaga Vestfjarða er fyrsta íþróttasamband hérlendis. Þykir því rétt að rifja stuttlega upp til- drögin að stofnun sambands þessa og verkefnum fyrstu starfsárin. Sambandið var stofnað 24. marz 1910, og hafði Ungmennafélag Isafjarðar forgöngu að stofnun þess, og þar var mál þetta fyrst uppborið. Skrifaði ég sem formað- ur U.M.F. Isafjarðar boðsbréf um sambandsstofnun þeim ungmenna- félögum á Vestfjörðum, er ég vissi um, svo og íþróttafélaginu Stefnir í Súgandafirði. Sambandsstofnun var vel tekið af U.M.F. hér í bænum og nágrenn- inu, svo og af Stefnir. Á stofn- fundinum voru mættir þessir full- trúar: Frá Ungmennafélagi ísafjarðar: Amgr. Fr. Bjamason, Ágúst Jó- hannesson, Ingólfur Jónsson, Hrólfur Jakobsson og Kristján Jónsson frá Garðstöðum. Frá Ungmennafélagi Bolungar- víkur: Bárður Sigurðsson, Jóhann Scheving, Páll Sigurðsson, Jens E. Níelsson, Oddur Guðmundsson, Jó- hann Bárðarson, Guðm. Guð- mundsson (Kálfi). Frá Ungmennafélagi Hnífsdæl- inga: Grímur Jónsson, Magnús Friðriksson og Aðalsteinn Pálsson. Frá íþróttafélaginu Stefni:: Kristján A. Kristjánsson, Guðjón Bjamason, Þorvaldur Jónsson. Arngr. Fr. Bjamason setti fund- inn og gerði grein fyrir tilgangi með stofnun sambandsins, sem væri að efla sem mest íþróttir á Vestfjörðum með kennslu í sem flestum íþróttagreinum og reglu- bundnum æfingum, svo og með sameiginlegum íþróttamótum og keppni innan hinna einstöku sam- bandsfélaga. Sambandinu voru sett lög á stofnfundinum og valið heitið: Samband íþrótta- og ungmenna- félaga Vestfjarða. Um starfsvið sambandsins voru þessi ákvæði: Sambandið gengst fyrir út- breiðslu og eflingu íþrótta í öllum þeim félögum, sem sambandið mynda. Þessu hyggst sambandið ná með því, að fá menn til að fræða um félagsskapinn og glæða áhuga á honum. Að boða til íþrótta kappmóta, ef eitt eða fleiri félög óska þess. Að veita þeim félögum er óska alla þá fræðslu sem sam- bandsstjóm er unnt um íþróttir og íþróttaáhöld. Stjórn sambandsins var skipuð fimm mönnum. Fyrstu stjórn skip- uðu: Grímur Jónsson, Amgr. Fr. Bjarnason, Kristján Jónsson frá Garðsstöðum, Jóhann Bárðarson og Kr. A. Kristjánsson. Tekjur sambandsins voru ein- göngu skattgjald félaganna, sem ákveðið var 20 aurar af hverjum Sambandsskatturinn fyrsta starfs- árið nam 37 krónum. Má nærri geta, að ekki varð mikið gert fyrir þá upphæð. Næsti fundur sambandsins var haldinn 26. febr. 1911. Þar mættu eingöngu fulltrúar frá Ungm.fél. ísafjarðar og íþróttafélaginu Stefni. Á fundinum var tekið fyrir: Útbreiðsla og starfsemi sam- bandsins; Aldarminning Jóns Sig- urðssonar forseta; þátttaka í íþróttamótum í Rvík 17. júní 1911. Samþykkt var að tvær íþrótta- sýningar yrðu haldnar á næsta ári og að koma upp verðlaunagripum fyrir sem flestar íþróttir. Samþykkt var að leita styrks hjá bæjarstjórn Isafjarðar og hreppsnefndum í Eyrar- og Hólshreppum til þess að halda uppi alþýðufyrirlestrum á ísafirði og í Hnífsdal og Bolungarvík. Samþykkt var að stjórn sam- bandsins annaðist sem beztan og veglegastan undirbúning að aldar- minningu Jóns Sigurðssonar for- seta. Samþykkt var að senda a.m.k. einn mann á íþróttakappmótið í Rvík 17. júní n.k., ef sambands- stjórn telur fært. Tók Geirjón Jónssn, kennari, þátt í íþróttamót- inu af hálfu sambandsins og Ung- mennafél. Isafjarðar, og gat sér hið bezta orð, eins og sjá má í blöðum frá þeim tíma. Fyrir atbeina Ungm.fél. Isafjarð- ar var á þessu ári gerður verð- launagripur fyrir íslenzka glímu. Það var glímubelti með silfur- spennum. Voru spennurnar gerðar af völundinum Helga Sigurgeirs- syni, gullsmið, og á þær grafið maður með skjöld og sverð í hendi. Skyldi það vera táknmynd Þor- móðar Kolbrúnarskálds, er hann flutti kvæði sitt Húskarlahvöt á Stiklastöðum fyrir hersveitum Ól- afs helga Haraldssonar. Glímt var þrisvar eða fjórum sinnum um beltið við mikla þátt- töku glímumanna og áhorfenda, en síðan dofnaði svo yfir þátttöku, að kappglíman féll niður, en aldrei vannst beltið til eignar, samkvæmt reglum þeim, sem um það voru settar. Starfsemi sambandsins varð öll minni en til var stofnað. Þó ýtti stofnun sambandsins nokkuð und- ir iðkun ýmsra íþrótta, einkum glímunnar. Voru hér vestra marg- ir ágætir glímumenn um tíma, svo sem Guðni kóngabani og fleiri. Vel má því minnast þessa vest- firzka sambands. Mest var um íþróttaiðkun í Ungmennafélagi Isafjarðar og íþróttafél. Stefnir. Jón Helgason, nú stórkaupmaður í Kaupmannahöfn, var fyrsti íþróttakennari Ungmennafélags Isafjarðar. Hann var góður og á- Eins og kunnugt er af Kristni- sögu, Biskupasögum og fleiri sög- um íslenzkum, söng Þormóður prestur, er þeir Gizur hvíti og Hjalti Skeggjason, höfðu út með sér frá Noregi, messu á Alþingi við Öxará árið 1000. Er það fyrsta guðsþjónusta á Alþingi, svo vitað sé. Um þetta og fleira segir Sigurð- ur Guðmundsson málari svo í Al- þingisstaður hinn forni, bls. 18— 19: Eftir búðarröðinni lítur svo út, sem Krossskarð hafi verið alþekkt örnefni á Þingvelli um 1700, þó að það sé nú gleymt, og mun það hafa fengið nafn af krossum þeim, er þeir Gizur og Hjalti höfðu með sér til Alþingis, og sem höfundur Kristnisögu segir að standi í skarðinu eystra, sem mun vera það sama skarð, er búðaröðin kallar Krossskarð. Þetta kemur vel heim við Þingvöll, því að ekki eru nema tvö skörð í gjábakkann hinn eystri og er hið vestra skarðið hjá Snorra-búð, en hitt milli þess og árgljúfranna, þar er einna bezt að standa á gjábakkanum, og þar mun Þormóður prestur hafa sung- ið fyrstu messu á Alþingi árið 1000, þar er og vígi gott, gjáin að vestan, árgljúfrin að norðan, brekkan að austan og þeir Snorri goði og Gestur Oddleifsson að sunnan til varnar, sem voru mjög meðmæltir kristniboðinu, því eðli- legast er að álykta, að þeir hafi einmitt þar reist upp krossana er messan var sungin á Alþingi. Ég álít því eðlilegast að álykta svo, að þetta skarð sé það sama skarð, sem Kristnisaga kallar skarðið eystra og búðaröðin Krossskarð, og Guðmundur Skagfjörð segir í útskýringu sinni, að Krossskarð sé upp undan lögréttunni (er var 1700). Ennfremur segir Kristnisaga, að Þormóður „prestur söng messu á gjábakka upp frá búð Vestfirð- inga“. En rétt neðan undir skarð- inu í Almannagjá sést votta fyrir fornri búð, sem seinni alda menn hafa hlaðið litla búð innan í. Þetta hygg ég sé leyfar af hinni fornu Vestfirðingabúð, sem mun hafa fylgt Dýrfirðinga goðorði, því Vestfirði skilst mér að fornmenn kalli einungis þá firði, er ganga vestan í landið fyrir vestan ísa- fjörð (Grettissaga, kap. 52)“. -------o-------- SMÁVEGIS. Fyrsta söngfélag á fsafirði mun stofnað 1881. Forgöngumenn þess voru Bjöm Kristjánsson, síðar stórkaupmaður og Grímur Jóns- son, cand. theol, síðar skólastjóri. Frá samsöng þessa félags er sagt á öðrum stað hér í blaðinu. 1 okt. 1887 var stofnað hér söng- félag fyrir tilstilli bindindisfélags- ins. Söngkennari var Árni Sveins- son, síðar kaupmaður. Árni hélt hér uppi söngfélögum, ef til vill sama félaginu — til 1891, þá tóK Jón Laxdal tónskáld við söng- stjórn og hafði hana með höndum til 1909; flutti úr bænum nokkru síðar. Opinber tilsögn í dansi auglýsti Guðmundur Jensson, skósmiður, 5. des. 1887. Ekki er víst hvort þetta hefir verið fyrsti dansskóli hér í bæ. Guðmundur annaðist danskennslu hér í mörg ár. Hafði lært í Kaupmannahöfn, er hann dvaldi þar við nám. „21. Vestfirðingabúð og Krossskarð. I

x

Jólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1540

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.