Jólablaðið - 20.12.1952, Page 6
6
JÓLABLAÐIÐ
Flækingar —
Svipmyndir frá Hollywood
EFTIR ADGAR ROGERS ST. JOHNS.
Hollywood er heimsborg kvik-
myndanna. Þangað hafa árlega
streymt tugþúsundir manna og
kvenna í þeim tilgangi, að ná
frægð sem kvikmyndastjömur.
Eins og að líkum lætur eru þeir
næsta fáir af öllum f jöldanum, sem
leitar til Hollywood, er sér drauma
sína rætast og ná því markmiði,
er þeir hafa sett sér. Fjölda
kvenna og karla bíða í Hollywood
hin ömurlegustu örlög en engin
frægð. Líf þeirra er eins og sagan
greinir frá.
Hollywood er heimur út af fyr-
ir sig, og þegar fólk hugsar
þangað verður að hafa í huga ein-
angrun þessarar einstöku kvik-
myndaborgar.
Ilmandi armar dökkleitra hæða
umlykja fegurð Hcllywood. Hún
er eins og sérstætt heimsveldi, um-
lukt múrum síns eigin hirðuleysis,
södd af sjálfsánægju, varin gegn
áliti og vopnum hins ytra heims
með tækni sinni og snilligáfum.
Á öllum einangruðum stöðum,
hvar sem er í heiminum, er hægt
að finna hinar undarlegustu mann-
gerðir samansafnaðar. Svo er í
Hollywood.
Sirkusfólkið leikur listir sínar
oft margar kílómetra frá leik-
hringnum, grímulaust og hvers-
dagsbúið. í réttarsalnum fara svo
fram yfirheyrslur um líf þess eða
dauða, með margskonar spegil-
myndum: Fíflið sem elskhugi,
svikinn, blekktur, vonhrjáður —
og samt sístritandi fyrir aumri til-
veru, rétt eins og maur í þúfu.
Með fíflslegri fyndni berst hann
fyrir lyginni og blekkingunni, sem
hann hefir máske trúað á sjálfur,
þótt allir hafi séð gegnum grisj-
una.
Þarna eru líka fleiri manngerðir
en sirkusfíflið. Þú getur fundið
meira en hundrað ólíkustu mann-
gerða af hverri tegund í Holly-
wood.
1 þessari seiðandi og ginnandi
borg vaxa hinar fegurstu meyjar,
heillandi sem blómsturskrúð Suð-
urhafseyja.
Það má einnig líkja þeim við
Sígaunaflokk, sem flakkar og þvæl
ist endalaust, en er samt sem áður
óumbreytanlegur. Fallegu stúlk-
urnar sem streyma til Hollywood,
til þess að fá tækifæri til að verða
kvikmyndastjömur eru í upphafi
eins og hlæjandi systrafélag, al-
gerlega áhyggjulaust, þær berast
kátar og glaðlegar á rúmi tímans
eins og bárurnar á lognsléttu yfir-
borði Kyrrahafsins. Bárurnar
brotna við sanda og þegar þær
hafa hnigið sér enginn spor þeirra
í sandinum; þær eru afmáðar.
Sama á sér stað um fjölda af þess-
um fallegu stúlkum. Þær hverfa,
og engin verksumerki verða rak-
in.
Þær hafa komið til þess að sigra
keisaradæmið og setjast í drottn-
ingarstólinn og eiga til þess að-
eins eitt vopn, sem oft er biturt og
eftirsótt; það er fegurð þeirra. En
keisaradæmið í Hollywood er til-
tölulega ónæmt fyrir fegurð. Fram
boðið er svo mikið, og samkeppnin
hörð.
Árlega hópast blómarósimar í
hundraðatali að hliðum Hollywood.
Þær bjóða sín fögm andlit og ynd-
isþokka ungmeyjarinnar. Það er
aleiga þeirra. Þær eiga ekkert ann-
að til að selja, og ekkert annað til
að kaupa fyrir. Teningnum er kast-
að, og nú verður ekki aftur snúið
en fegurð er ódýr gjaldeyrir í
Hollywood, þar sem blómarósir
mæta manni við sérhvert fótmál.
1 litlu kvikmyndahúsunum í
Naskville, Des Maines eða Wan-
tegan sérðu máske andlit á sýn-
ingartjaldinu, sem þú þekkir eða
kemur þér kunnuglega fyrir sjón-
ir, en það eins og leysist upp,
þurkast út af hinni hröðu rás silf-
urtjaldsins.-----Og þó. Endur-
minning þín er vakin. Þú segir við
sjálfan þig: Hvað sé ég; þetta er
Minníe litla O’Brian ljóslifandi.
Hvar ætli hún Ijúfa Minníe sé
núna. — Hún fór til Hollywood og
ætlaði að verða stjama.
Þú sér líka máske bregða fyrir
töfrandi stúlku í baðfötum; sú er
nú sæt og heillandi, og þú tautar
í barminn: Svei mér þá ef þetta
er ekki Insy Jenkis. Hún hafði
einmitt svona fallega ökla. — Insy
fór líka til Hollywood.
Ef þú skoðar þig betur um i
Hollywood geturðu séð þúsundir
af Minníeum og Insyum; nafn-
lausar hjarðir af fallegum stúlk-
um sem vinna í kvikmyndahverf-
unum sýknt og heilagt. Fallegar
stúlkur, óviðjafnanlegar, freist-
andi, tælandi kvenverur, fullar af
lífi og glaðværð. Þær verða að
vera það, annars falla þær út úr
hlutverkinu. Hyggnar, harðsoðnar,
örlátar og til í tuskið. Reiðubúnar
að hagnýta sérhvert tækifæri.
Flestar þessara Hollywoodmeyja
eru ekki fallnar til þess að vera
fyrirmyndarkonur. Blóð þeirra
ólgar og geðbrigðin em snögg. Þær
eru að jafnaði frekar og opinská-
ar með brostnar vonir og brennd-
ar brýr að baki. Ef þeim mistekst
og missa af tækifærunum, hrapa
þær fljótt úr sessi, og að síðustu
hverfur þeim vonarglætan. Fram-
undan er eingöngu svart, botnlaust
gínald. Þær hafa máske náð því
að leika í reiðmyndum og verða
grínmyndadrottningar, fegurðar-
drósir í sundmyndum, dansmeyj-
ar, sem hrífa ánorfendur, en ein-
ungis staðgenglar stjamanna og
hinna föstu leikara. Heimilisfang
þeirra er bara símanúmer. Hið
rétta og upphaflega nafn er tapað
og týnt, og eitthvert gerfinafn,
sem enginn veit deili á, komið í
staðinn.
Þetta eru óumflýjanleg forlög
flestra blómarósanna sem fara til
Hollywood og leita gæfunnar sem
væntanlegar kvikmyndastjörnur.
Það verður stjörnuhrap, en engin
stjarna.
Flækingar, er nafnið sem þær
fá í Hollywood.
■o--------------
Jólakveðjup frá Híldudal.
)lllllllllllllllllllllllllll|||||||||||||||||||||||lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll||||llll|||||||||||||||lll!lllllllll||||||||||||||||llllllllll!llllll
§ GLEÐILEG J Ó L' GOTT NÝTT Á R! \
| Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
| Niðursuðuverksmiðjan á Bíldudal. -
" IIIIIIIIIIÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllIIIIIlllllllIIllllllllllllll!lIIIlllllllllII1111111111111111111111111111111111IIIIIIII1111111111111IIIIIIIIIIIIIIIllll §
| GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT A R! 1
| Þakka viðskiptin á líðandi ári. *
= Verzlun Páls Ágústssonar.
= lllllllllllllllllllllllllllllllllllllll III lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll 111111111IIIIIIIIIII |JI|!!|i!M|il||l||lll -
I GLEÐILEG JÓL! GOTT NÝTT ÁR! I
| Þökkum viðskiptin á líðandi ári. |
| Hraðfrystihús Suðurfjarðarhrepps, |
"l!llll[iai!l!!l!ll!lllll[lll!llll]lll!lllllllllllll!ll!!lllll!ll!l!!lll|[lini!tlllll!l!!ll!lllllli:illlll!l!IIIIIIII!IIllll!lllllill!l!lllllllI]lIUI!lll |
1 SLEIPNISMÖTORARNIR
| eru alls staðar viðurkennidr. I
1 GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR! Í
| Þakka viðskiptin á líðandi ári. |
| Vélsmiðja Magnúsar Jónssonar, |
| Bíldudal.
" 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111II1111111111111111111111111111111111111111111111111111 lll||Mllllj||III|||| .
| GLEÐILEG JÖL! FARSÆLT NÝTT
1 Þökkum viðskiptin á Iíðandi ári.
| Kaupfélag Arnfirðinga.
Á R! 1