Jólablaðið - 20.12.1952, Side 7
JÓLABLAÐIÐ
7
Fimmtíu ára afmæli vélbátaútvegs á íslandi
Fyrstu ísfirzku vélbátarnir.
Það var líkast því sem allt yrði
nýtt þegar sexæringurinn Stanley
brunaði um sjóinn, án þess að hon-
um væri róið, og líka beint á móti
vindinum.
Vitanlega spáðu menn misjafn-
lega um þessa stórfelldu nýjung.
En reynslan kvað niður allar
vandræðaspár. Hún sýndi að hér
hafði ræzt aldagamall draumur.
Miðað við þær aðstæður sem hér
voru þá fyrir hendi var það æfin-
týri líkast hve fljótt og ört vél-
bátarnir ruddu sér til rúms hér á
ísafirði og verstöðvunum við ísa-
fjarðardjúp.
Það var frá upphafi keppni milli
fsfirðinga um hver fengi fyrstu
niotorvélina. Sigfús H. Bjarnason
consúll ætlaði sér að fá fyrstu
rnotorvélina, sem umboðsmaður
Danmotorverksmiðjunnar, en vél
hans kom ekki fyrr en í marzmán-
uði 1903. Hún var sett í nýjan bát,
sem smíðaður var fyrir vél, af
þeim Jóhanni S. Þorkelssyni og
Jóni Gunnlaugssyni.
Þriðji vélbáturinn var Helga,
eign þeirra feðganna Guðmundar
Guðmundssonar, skipasmiðs og
Ágústar, og smíðaður af þeim vet-
Urinn 1902—1903. Allir vildu fá
sér vélbát. Mátti svo heita, að
kapp hlypi í kinn hinna duglegu
formanna, að verða ekki eftirbát-
ar í því, að ná í vélknúnu fleyt-
urnar. Þeir þekktu vel hvað barn-
ingurinn til þess að ná landi á
áraskipunum gat oft verið lang-
dreginn, erfiður og lífshættulegur.
Fyrsti íslenzki vélbáturinn með
þilfari var Ingólfur Amarson,
eign Guðmundar Sveinssonar,
kaupmanns í Hnífsdal og Ingólfs
Jónssonar, formanns. Bátur þessi
var smíðaður af Ásmundi Ás-
mundssyni skipasmið í Hnífsdal.
Hann var um 8 smál að stærð og
10 hestafla Mollerupsmotor, og
þótti mikið skip og frítt.
Það kom brátt í Ijós, að Ingólfur
gat sótt sjó lengra og oftar en
smærri og opnu skipin, og má
telja þennan bát, þótt smár væri
brautryðjanda um stækkun vél-
báta hér vestra. Enda var þess
ekki langt að bíða, að vélbátarnir
stækkuðu svo, að þeir þurftu ekki
að leita lands eftir hverja legu.
Einn þeirra ungu formanna hér,
sem mjög vann að stækkun vél-
bátanna var Sophus Karl Löve.
Hann var kappgjam og aflasæll,
og hafði strax í byrjun verið for-
maður á vélbátum. Fyrst á Cæsar,
vélbát S. H. Bjarnasonar; síðar
Helgu, vélbát feðganna Guðmund-
ar og Ágústs, og síðast á vélb.
Hörpu, eign Áma Sveinssonar,
Karls Löve o.fl.
ísaf jörður var vagga íslenzka vélbátaútvegsins. Fyrsta motorvélin,
2ja hestafla Mollerupsmotor, var sett í sexæringinn Stanley, eign
þeirra Árna Gíslasonar, formanns og Sophusar J. Níelsen, verzlunar-
stjóra. Vél þessi kom hingað til Isafjarðar 2. nóv. 1902, og var reynd
11. nóv. 1902. J. H. Jessen, sem þá vann í Mollerupsverksmiðjunni í
Esbjerg, setti vélina í bátinn. Strax á næsta ári stofnaði Jessen
fyrstu íslenzku vélsmiðjuna hér á ísafirði.
Árið 1906 bundust þeir Sophus
Karl Löve, Kristján H. Jónsson
(ritstjóri Vestra), Helgi Sveinsson
bankastjóri og Guðmundur Guð-
mundsson, útgerðarm. (frá Sæ-
bóli) félagsskap um kaup á stærri
vélbát og keyptu sama ár vélbát-
inn Huldu frá Lysekil í Svíþjóð.
Hann var um 15 smál. að stærð
með 16 hestafla Alphavél, 2ja
cylindra. Bátur þessi var smíðaður
1905, og mátti því heita alveg nýr
þegar hann var keyptur. Þeir
Sophus og Karl Löve, Þórarinn
Guðmundsson, skipstjóri frá Ána-
naustum í Reykjavík og Sturla Fr.
Jónsson, skipstjóri á Isafirði,
sigldu bátnum frá Svíþjóð hingað
til Isafjarðar. Gekk ferðin vel þótt
skipshöfn væri fáliðuð. Hulda var
plankabyggður þilfarsbátur. Byrð-
ingur úr eik, bönd úr furu. Hulda
var traust skip og happasælt. Hún
varð síðar eign Jóns Arasonar,
skipstjóra í Hvammi í Dýrafirði.
Mun hún enn við lýði, en hefir
staðið uppi á Þingeyri síðustu ár-
in. Karl Löve minnir, að Hulda
hafi kostað, komin til ísafjarðar,
um 6500 krónur.
Hulda kom síðla sumars 1906,
og hóf nær því strax línuveiðar.
Karl Löve sótti djarft á nýja skip-
inu og mun lengra en áður, t.d. á
Kögurbanka, Hornbanka og Barða-
grunn. Afli var góður. Vorið eftir
fór Hulda í útilegur hér út af
Vestfjörðum, undir Jökul og norð-
ur á Húnaflóa.
Eftir að Hulda var komin og
reynsla var fengin af útgerð henn-
ar kom bráðlega nýtt skrið á út-
gerð stærri vélbáta. Vegna hinn-
ar ágætu hafnaraðstöðu hér voru
Isfirðingar forgangsmenn í útgerð
stóru vélbátanna. Stækkun þeirra
var þróun; þannig að nýjasti bát-
urinn í flotanum var dálítið stærri
en sá næsti á undan. Gekk svo
koll af kolli.
Næsti stóri vélbáturinn eftir
Huldu var May, um 17 smál. áð
stærð. May var keypt í Englandi
af Jóni Hanssyni og Jóhannesi
Péturssyni. Sigldi báturinn hing-
að til ísaf jarðar með öðrum manni.
Jón var formaður á May nokkur
ár. Síðar keypti Egill Klemensson,
skipstjóri frá Vogum, bát þennan
og var formaður á honum mörg
ár. May hafði verið smíðuð sem
lystibátur og var með amerískri
motorvél, Wolwerine.
Þriðji stóri vélbáturinn í þess-
um áfanga ísfirðinga var eldri
Freyja. Hún var um 19 rúml að
stærð, smíðuð í Friðrikshöfn í
Danmörku með 16 hestafla 2ja
cylindra þungbyggðri Alphavél.
Freyja kom hingað til ísafjarðar
1908, og minnir Karl Löve að hún
hafi kostað um 11 500 krónur.
Með komu Freyju urðu mikils-
verðar breytingar með útbúnað og
aðbúnað vélbátanna. Hún var
fyrsti vélbáturinn sem búin var
stýrishúsi. Var það svo rúmgott,
að 2—3 menn gátu verið þar inni.
Svefnpláss var í lúkara fyrir sex
menn, og aftur í bátnum voru
tvær kojur, einskonar káeta, þótt
vart myndi nú nefnd því nafni.
Mesta nýjungin í Freyju var þó
línuspil, til þess að draga lóðina.
Slíkt galdraverkfæri hafði menn
ekki dreymt um, enda var Freyja
fyrsti íslenzki vélbáturinn með
línuspili. Sumir létu þau orð falla,
að þeir vissu ekki hvað menn ættu
að gera á slíkum bátum, þar sem
vélar væru til alls. Eigendur
Freyju voru hinir sömu og Huldu.
Karl Löve var formaður á Freyju
til 1912. Sótti hann sjó á Freyju
eins og á stórskipi, t.d. austur í
Eyjafjarðarál og suður til Vest-
mannaeyja. Freyja var aflahæsti
bátur við Isafjarðardjúp langa
hríð, enda var hún bæði stærst og
bezt útbúin. Útgerð vélbátanna
bar sig yfirleitt vel, ef ekki hentu
sérstök óhöpp.
Vélbátaútvegur á Vestfjörðum.
Vélbátafjölgunin varð mest og
örust á ísafirði og í Hnífsdal og
Bolungarvík. I Hnífsdal eru þeir
Guðmundur Sveinsson og Ingólfur
*
Jónsson áður nefndir, en hér skal
við bætt þeim Heimabæjarbræðr-
um; Jóakim, Halldóri og Páli
Pálssonum, og er Páll enn á lífi,
og bræðrunum Valdimar og Jón-
asi Þorvarðssonum, sem samhliða
ráku útgerð, fiskkaup og verzlun
fjölda ára. Þriðji Þorvarðssonur-
inn, Sigurður, bættist síðar í hóp-
inn, sem útgerðarmaður stærri vél-
báta og fiskkaupmaður, og á tíma-
bili einn sá stærsti á Vestfjörðum.
1 Bolungarvík var Pétur Oddsson
HnífsdaluF
Auglýsing
| Iðgjöld til Sjúkrasamlags Eyrarhrepps hækka í I
| kr. 25,00 á mánuði, frá 1. janúar 1953. |
Þeir sjúkrasamlagsmeðlimir sem ætla að skipta :
| um heimiiislækni þurfa að tilkynna gjaldkera það
| fyrir 10. janúar 1953. Einnig þurfa þeir, sem ekki |
| hafa valið sér heimilislækni áður, að gera það fyrir |
| sama tíma. |
| Stjórnin. |
lllllllllllllllllinillIlllilllllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIINIIIIIIIllllllllllíllllllllllllllllllllllNlllllllllllllllllliniMIMIIIIIIIIIIIIH
IIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHMIIHIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIHIIIIIIIIIMINIIIIIHIIIMIIIIIIINIMIMIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
| HRAÐFRYSTIHÚSIÐ H.F. Hnífsdal
| óskar öllu starfsfólki sínu og viðskiptavinum
| GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS NYÁRS!
= með þökk fyrir líðandi ár! |
1 GLEÐILEG JÓL! FARSILT NfTT ÁR! |
1 Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
| Verzlun Sigurðar Þorvarðssonar |
■ Alfons Gíslason, Hnífsdal. |