Jólablaðið - 20.12.1952, Side 13

Jólablaðið - 20.12.1952, Side 13
JÓLABLAÐIÐ 13 ísfirzkir atburðir. Gamlir Jólablaðið hefir að undanfömu flutt frásögn af ýmsum ísfirzkum atburðum frá eldri tíð, að mestu tekið eftir blöðum, sem út hafa komið á Isafirði. En slíku er ekki til að dreifa fyrr en 30. okt. 1886. Þá hóf Þjóðviljinn göngu sína. Um eldri atburði er fátt skráð, svo vit- að sé, og verður um þá að leita til gamals fólks, sem man svo gerla, að frásagnarvert sé. Ég var nýlega svo heppinn að hitta Pétur Hjaltested á Sunnu- hvoli í Reykjavík, sem dvaldi á Isafirði 1879—1881 hjá hjónunum Bimi Ámasyni gullsmið og Sigríði Þorláksdóttur. Fer frásögn Péturs hér á eftir: Dvöl mín á ísafirði er meðal yndisstunda æsku minnar. Þar var gott fólk, mikið athafnalíf og mik- ið menningarlíf. Skal ég hér segja frá nokkru, sem ég man. Mikill kórsöngur. Þeir Bjöm Kristjánsson, kaup- maður og síðar bankastjóri, og Grímur Jónsson, cand. theol. æfðu söngflokk mikinn. Minnir að í söngflokknum væru um 40 manns. Annan jóladag 1881 söng kór þessi opinberlega. Á söngskrá voru 12 lög, þar á meðal lög sem þeir Björn og Grímur höfðu raddsett að nýju eða samið. Minni mig að áheyrendur væru um 400. Æfing- ar söngflokksins hófust í október, og var mikið látið af því hvað söngurinn tókst vel. Líklega hefir samsöngur þessi verið endurtekinn um áramótin, en ekki man ég það fyrir víst. Leiksýningar. Leiksýningar voru nokkrar með- an ég dvaldi á ísafirði. Man ég bezt eftir leiksýningum veturinn 1881—1882. Fyrst var leikinn Skugga-Sveinn eða Otilegumenn- irnir eftir Matthías Jochumsson, en síðan Brúðarhvarfið eftir Magnús bróðir Matthíasar. Milli þátta lék ég á stóra tvöfalda harmoniku, sem Jens Sandholt átti. Hún var mér býsna erfið, enda var ég aðeins 11 ára gamall Þegar Skugga-Sveinn hafði verið leikinn tvisvar var Brúðarhvarfið leikið, einnig í tvö skipti. Mig minnir að leikritið væri í fjórum þáttum og leiksýningin með hléum tæki um 2 y2 klst. Efni leiksins var svipað og í Skugga-Sveini, en mér þótti Brúðarhvarfið tilkomumeiri leikur. Þar voru allir leikendur prúðbúnir og hinir glæsilegustu, einkum þau frú Sigríður Þorláks- dóttir og Jens Egill Sandholt. Leikendur voru margir, milli 10 og 20. Leiktjöldin málaði Björn Árnason, gullsmiður. Þau voru bæði falleg og skrautleg. Sýningar á Brúðarhvarfinu fóru fram í árs- byrjun 1882 og var leikið í Nord- polen, húsi Sölva Thorsteinssonar, sem þá var í byggingu. Söngljóð voru í Brúðarhvarfinu eins og í Skugga-Sveini. Bráður bruni. Meðan ég dvaldi á ísafirði brann hús Jóns Sæmundssonar, sem kall- að var Irafell, þar bjó Björn Árnason, gullsmiður. Írafells-Móra var kennt um þennan húsbruna, og sumir þóttust sjá hann í elds- glæðunum meðan húsið var að brenna. En þetta átti allt eðlilegar orsakir. Húsið brann 16. des. 1880. Hafði verið mikil skírnarveizla þ. 15. og stóð hún til kl. 2 um nótt- ina. Klukkan 4 um nóttina var hrópað: Eldur, eldur! Var húsið þá nær alelda og bjargaðist fólkið nauðuglega. Niðri í húsinu var Björn Árnason, kona hans og börn, en uppi í norðurendanum þeir Þorlákur Magnússon síðar snikkari, og Þórarinn Á. Þor- steinsson, sem var við nám hjá Birni. 1 suðurendanum uppi voru Árni, faðir Björns, Pétur Hjalte- sted, sá sem hér segir frá, vinnu- kona og gömul kona, Sigríður að nafni. Illa gekk að vekja fólkið, sem sumt var nýsofnað, en eldur- inn magnaðist ákaflega fljótt, enda var norðaustan stormur með snjóhraglanda og 14 stiga frosti. Pétur Hjaltested var síðastur inni í húsinu. Var húsið þá nær alelda og samfelt reykjarkaf, þar sem ekki var eldur. Bjóst Pétur við dauða sínum, og hafði gefið upp alla von um að komast út úr hús- inu. En Björn Árnason hafði með harðræði og snarræði tekizt að ná í stiga í næsta húsi, sem þá var í smíðum, eign Teits Ingimundar- sonar, úrsmiðs (síðar Jóns Ebba- hús). Kallaði Björn til Péturs að sýna kjark og dug og brjóta glugga í suðurgaflinum uppi og skríða þar út, en svo var af Pétri dregið, að hann gat ekki brotið gluggann. En Bjöm gat með snar- ræði brotið neðstu rúðuna í glugg- anum, og féll Pétur í fang hans nær meðvitundarlaus. Kom Björn honum í hús Teits, sem stóð um 12 álnum norðanvert í sömu götu og Irafell, þangað flutti og annað heimilisfólk Björns fyrst í stað, og fengu þar aðhlynningu eftir því sem hægt var. Slökkvilið var þá ekkert á ísa- firði, en kl. 5—6 komu nágrannar á vettvang, og vörnuðu því að eld- urinn breiddist til fleiri húsa. Þegar á daginn leið voru á lofti margar hendur til þess að bæta úr tjóni vegna brunans með því að skjóta skjólshúsi yfir fólkið og gefa því eitthvað af fatnaði, svo að það gæti klæðst, því að flest af fólkinu bjargaðist fáklætt. Sigríð- ur, kona Bjöms og börn þeirra, fluttu til Málfríðar, systur Sigríð- ar og Símonar Alexíussonar, kaup- manns. Við þetta tækifæri og oftar kom fram svo mikil hjálpsemi og mann dómur hjá ísfirðingum, að ég hefi jafnan síðan borið til þeirra þakk- látan hug og hjartahlýjan. Þeir reyndust mér gott fólk og dug- mikið. Og ég óska þess, segir Pétur að lokum, að ísfirðingar meti jafn- an mikils þessar fornu dyggðir og íbúar Isafjarðar verði öðrum til fyrirmyndar í góðvild og dugnaði. Ekkert er tryggara til farsældar, segir öldungurinn, en dugnaður og drengskapur. S A L E M: Jóladag: Hátíðasamkoma kl. 4.30 e.h. Annan jóladag: Barnasamkoma kl. 11 f.h. Almenn samkoma kl. 8.30 e.h. Sunnudagur 28. des.: Jólafagn- aður í Skátaheimilinu fyrir aldrað fólk kl. 3 e.h. Mánudagur 29. des.: Jólatré Sunnudagsskólans. Yngri deild kl. 2. Eldri deild kl. 5 e.h. Gamlárskvöld: Áramótasam- koma kl. 11 e.h. Nýársdag: Almenn samkoma kl. 4.30 e.h. LEGGIÐ SKERF 1 JÓLAPOTTINN. Óskum öllum viðskiptavinum GLEÐILEGRA JÓLA O G FARSÆLS NÍÁRS! Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Reykjavík. GLEÐILEG JÓL! FASÆLT NÝTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. H. Benediktsson & Co. Reykjavík.

x

Jólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1540

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.