Jólablaðið - 20.12.1957, Side 5

Jólablaðið - 20.12.1957, Side 5
JÓLABLAÐIÐ 5 Við þetta bætist að nú eru stór landssvæði sumstaðar hér vestra komin í eyði, og þar ekkert kvikt lengur, svo sem allur Sléttuhrepp- ur og hluti af Grunnavíkurhreppi. Þessi eyðisvæði væri sjálfsagt að taka til skógræktar með harðger- um trjátegundum. Mætti svo fara, að það starf yrði ávaxtaríkt á marga vegu fyrir framtíðina. Að öðru leyti þarf að þoka starfi okkar í skógrækt meira saman, t. d. með fjórðungssambandi eða sýslusamböndum. Ef stjóm þess- ara sambanda væri í höndum áhugasamra manna yrði þau áhrifarík, eða gætu verið það. Fjórðungsþing fiskideilda Vestfjarða. Fjórðungsþing fiskideilda Vest- fjarða hélt 25. þing sitt 15. og 16. okt. s.l. Eins og undanfarið ræddi það mörg mál varðandi fiskiveið- ar og gerði samþykktir um þau. Fyrir alla fulltrúana, sem þingið sátu, var Landhelgismálið stærsta og þýðingarmesta málið. Er slíkt að vonum fyrir Vestfirðinga, sem eiga auðugust fiskimið, sem þekkt eru, en búa við þrengstan hlut um landhelgisvarnir. Fiskimiðin út af Vestfjörðum, grunnt og djúpt, hafa verið fótur- inn undir togaraútgerð Islendinga og þess f jölda erlendra togara, sem sótt hafa veiðar til íslands. Sam- tímis hafa þessi sömu fiskimið verið lífsbrauð fólksins á Vest- fjörðum, oft gjöful, líka oft upp- urin af stærri útgerð, mest af út- lendingum. Fólksflótti eða fólksflutningar þeir, sem orðið hafa í vaxandi mæli tvo síðustu áratugi, eiga sér að- algrundvöll í aflaleysi og minnk- andi aflabrögðum. Með öðrum orð- um, það er vemdarleysi vestfirzku fiskimiðanna, sem rekið hefir fólk- ið brott úr byggð og af kærum æskustöðvum. Vestfirzku byggð- imar fá fyrst eðlilegan lífsgrund- völl þegar fiskimið þeirra fá nægi- lega friðun og vernd. Foringjar fólksins, ráðherrar og alþingismenn, hafa mjög látið í það skína, að ekki þyrfti lengi að biða eftir meiri friðun og vernd fiskimiðanna umhverfis landið. Þetta væri sjálfsagt, og þyldi enga bið. Enn er þó beðið. Ekkert hef- ir gerst. Alþingi og ríkisstjórn vísaði þessu stærsta máli þjóðar- innar að nokkru leyti frá sér. Nú er það fólksins að fylkja liði og bera fram víðtækar kröfur um frið og vemd fiskimiðanna okkar Islendinga. Með því vinnum við fyrir alda og óborna. Óskum starfsfólki okkar á sjó og landi gleðilegra jóla og gæfuríks nýárs og þökkum því samstarf og samvinnu á líðandi ári. S IFII!«! ID> 11M O UJ IHí llfl IF -! iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiIIIIII1111111111111IIIIiii!iiii;iIIIIIIIIIiíiii;iIII|| 1111111: i lliil!il!ii;in i i iim i; iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii I GLEÐILEG JÓL! GÆFUBIKT NÝTT AR! Á næsta ári verður sundhöllin enn betri en áður. Notið hana ykkur til heilsubótar og ánægju. Sundhöll lsaf jarðar. - !■■■ Illlllllll llllllllll III I ■ 1111:11 >ll!ll[ill!I!lll!l!lllllllll!IMIIII IIIIIIII111111111111 HRAÐFRYSTIHÚSIÐ NORÐURTANGI H.F. Þakkar starfsfólki og viðskiptavinum ánægju- legt samstarf á líðandi ári, og óskar öllum gleðilegra jóla og gæfuríks nýárs. tfsajjjSiðui Útgerðarstöð Isfirðings h.f. tók til starfa 26. nóvember s.l. Þetta er stærsta útgerðarframkvæmd hér í Vestfjörðum, og þótt víðar sé leitað. Bygging þessi er 1890 flatarmetrar og um 21 þúsund rúmmetrar. 1 byggingunni er verk- unarstöð fyrir saltfisk, netaverk- stæði, geymslur margskonar og hraðfrystistöð. Hús þetta er byggt í tveimur áföngum. Bygging fiskverkunar- stöðvar, netaverkstæðis, geymslu- húss o. fl. hófst á miðju sumri 1953 og var að mestu lokið seint á sumrinu 1955. Bygging hrað- frystistöðvarinnar hófst 31. ágúst 1955. í þann mund er fyrstu bygg- ingarframkvæmdum var að ljúka. Á fiskverkunarstöðinni er hægt að geyma um eitt þúsund smálest- ir af fiski; í frystigeymslum rúml. 900 smálestir. Fiskimóttakan rúm- ar 200 smálestir í einu. Uppsett frystitæki í hraðfrystistöð eru 12. Má fjölga þeim í tuttugu og með því tvöfalda afkastagetu hrað- frystistöðvarinnar. Vinnslukerfið er tvöfallt og má því jafnan vinna með fullum afköstum, ef ástæður þykja til. Byggingin er öll úr járnbentri steinsteypu og vel til hennar vand- að. Hún stendur á hafnaruppfyll- ingunni nýju við Pollinn, nær mið- svæðis, um 22 metra frá hafnar- kanti. Er því fyrir hendi aðstaða til fermingar og affermingar með færiböndum frá stöðinni að skipi. Daníel Kristjánsson húsasmíða- meistari hefir verið yfirsmiður byggingarínnar. Vélakerfið er frá Héðni h.f. og flutningsbönd frá Hamar h.f. Vélsmiðjan Þór h.f. á Isafirði annaðist að nokkru leyti uppsetningu véla og tækja. Byggingarkostnaður er alls tal- inn nema um 11 miljónum króna. Framkvæmdabankinn hefir lánað stærsta skerfinn, en margir hafa lagt lið til að koma byggingunni upp, svo sem bankaútibúin hér. Isfirðingur h.f. á og gerir út togarana Isborg og Sólborg. Bæj- arsjóður er stærsti hluthafinn, en margir einstaklingar hafa lagt fram verulegar upphæðir. Útgerð togaranna hefir skapað mikla at- vinnu hér í bænum og í nágrenn- inu. einkum Bolungarvík, Hnífs- dal og Súðavík. Á líðandi ári hefir útgerð togaranna gengið illa sök- um aflarýrðar. Er þetta eitt rýr- asta aflaár fyrir togara, síðan tog- araútgerð hófst hérlendis. Stjórn Isfirðings h.f. skipa nú: Matthías Bjarnason, Kjartan J. Jóhannsson, Ásberg Sigurðsson, Stefán Stefánsson og Jón A. Jó- hannssor. Ásberg Sigurðsson hef- ir verið framkvæmdastjóri Isfirð- ings h.f. og mest mætt á honum KAUPFÉLAG ISFIRÐINGA færir félagsmönnum sínum og öðrum viðskipta- vinum beztu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt nýtt ár! Þökkum viðskipti á liðandi ári. ^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiniiiiijiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiniii E Ð I L E G J Ó L ! GÆFURIKT NÝTT ÁR! Þökkum viðskipti á Iíðandi ári. Esso - Olíufélagið h.f. Umboðið á Isafirði. - IlllllllllllllllllllllllllllllIIII||llllllllllllllll||llllillllllllllllll’llllllllIIllllllllllIIIIIIIIIIII |||||||||,|||||IIIllllllllllll 111: llllllillllllll ^ GLEÐILEG JÓL! GÆFURIKT NÝTT ÁR! | Þökkum viðskipti á líðandi ári. Ishúsfélag Isfirðinga h.f. ‘IIIMIIIIIIIIIIIIlllllllllll 1111111111111111,1 ||||||||||;i|,!| II I!!|:!|<;| III ;i III n; |M| ;il!lllllllllllllll!lllll llllllllllllllllllllllll GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT AR! Þökkum viðskipti á líðandi ári. Prentstofan Isrún h.f. l,llllMl!!ailllllllllllllllll!llllllllllllllMli!Illlllll!II!ll!lllI!lllili!l!lll!l!lll!l!!ll!ll!ll!l!!l!ll!!llll!ll!ll![llll!ll!ll,llllll!ll!l,lil!llll!ll,lli ■"■II !ll!fllllllllllllllllllll!IIIIIIlIia!IIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllIIIIIIII!lllll!!llllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!lll!IIIIIIIII|||||||||||||||||||||i:illIlilllllillIIIIIIIII||||||||||||;!fl;!llll!lllll|||||||||!|||||II||I|||||III||I||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||]Ili|||||||!||IIIIIIIi||||]||i!|]||Í|||||||||||||||||||||||||||!|I|||||IIl||||l|I||l||

x

Jólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1540

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.