Jólablaðið - 20.12.1957, Blaðsíða 13

Jólablaðið - 20.12.1957, Blaðsíða 13
JÓLABLAÐIÐ 13 ur, að þeir hinir ensku séu eigi alltrúir. Tosti skilur af svari kon- ungs að því að eins sé von lið- veizlu, að hann sé sjálfur höfðingi fyrir. Svarar Tosti svo: Hvort er það með sannindum, er eg hefi heyrt menn segja í Englandi, að Magnús konungur, frændi þinn, sendi menn til Játvarðar konungs, og var það í orðsending, að Magn- ús konungur átti England sem Danmörk, arftekið eftir Hörða- Knút, svo sem svardagar þeirra höfðu til staðið? Haraldur kon- ungur svaraði: Hví hafði hann þá eigi, ef hann átti það? Tosti jarl lækkaði ekki seglin í ræðunni og færir nú ögrun að konungi með svofelldum orðum: Hví hefir þú eigi Danmörk, svo sem Magnús konungur hafði fyrir þér? Konungur svaraði: Ekki þurfa Danir að hælast við oss Norðmenn. Marga díla höfum vér brennt þeim frændum þínum. Enn herðir jarl ræðuna og svarar: Viltu eigi mér segja þá mun ég þér segja: Því eignaðist Magnús kon- ungur Danmörk, að þar lands- höfðingjar veittu honum, en því fékkstu eigi, að allt landsfólk stóð í móti þér. Því barðist Magnús konungur eigi til Englands, að allur landslýður vildi hafa Játvarð að konungi. Viltu eignast England, þá má ég svo gera, að meirihluti höfðingja í Englandi munu vera vinir þínir og liðsinnismenn. Skort- ir mig eigi meira við Harald bróð- ur minn en konungsnafn eitt. Það vita allir menn, að engi hermaður hefir slíkur fæðst á Norðurlönd- um sem þú, og það þykir mér und- arlegt, er þú barðist fimmtán vet- ur til Danmerkur, en þú vill eigi hafa England, er nú liggur laust fyrir þér. Haraldur konungur hugsaði vandlega hvað jarl mælti, og skildi að hann sagði margt satt í ræðu sinni. í annan stað fýsti konung að fá ríkið. Þeir Haraldur konungur og Tosti jarl ræddu síðar oft og löng- um mál þetta. Varð það sammæli þeirra, að sumarið eftir skyldu þeir fara leiðangur til Englands og vinna landið. Sendi Haraldur kon- ungur orð um allan Noreg og bauð út leiðangri, hálfum almenningi. Var þetta allfrægt. Voru margar getur á hvernig förin myndi verða. Sumir töldu upp stórvirki Haralds konungs, og sögðu að honum myndi ekkert ófært verða. Aðrir töldu England myndi torsótt. Mannfólk ófa mikið og harðskeytt lið, þingmannalið, þar til varnar. Segir sagan, að í þingmannaliði séu menn svo fræknir, að betra sé lið eins þeirra en tveggja Haralds manna hinna beztu. Úlfi stallara þótti ómaklega sneitt að köppum Haralds konungs með þeirri um- ræðu, að þingamenn væru þeim fremri, og kvað þessa vísu: Er stöllurum stillis stafnrúm Haralds, jafnan ónauðigur fær auðar, innan þörf að hvarfa, ef hörbrekka hrökkva hrein, skulu tveir fyr einum, ungur kenndi mér undan, annað, þingamanni. Úlfur stallari andaðist vor þetta. Haraldur konungur stóð yfir greftri hans, og mælti er hann gekk frá: Þar liggur nú sá, er dyggvastur var og drottinhollast- ur. Áður en Haraldur konungur sigldi með lið sitt frá Noregi áleið- is til Englands, sigldi Tosti jarl vestur til Flæmingjalands móti liði því, er honum hafði fylgt frá Englandi. Her Haraldar konungs safnaðist saman í Sólundum, og sigldi konungur út frá Þránd- heimi. Kom konungur af hafi við Hjaltland, en sumt lið hans tók Orkneyjar. Fékk konungur þar lið nokkurt. Haraldur konungur tók land á Englandi, þar sem Kliflönd heita. Herjaði hann strax og lagði land undir sig mótstöðulaust af al- menningi. Næst lagði Haraldur konungur að Skarðaborg. Borg- armenn vörðust hraustlega. Kveiktu Norðmenn í borginni og unnu hana þann veg. Haraldur konungur fór þá til Humbru, hélt upp eftir fljótinu og lagði þar landfestar. Jarlamir Mörukári og Valþjófur, bræður Tosta og Haraldar Guðinasonar sátu í Jórvík og höfðu fjölmennar liðsveitir. Jarlarnir háðu harða or- ustu við þá Harald og Tosta. Eftir orustu þessa játuðust borgarmenn í Jórvík undir hlýðni við Harald konung og settu gisla til að þeir kostir yrðu haldnir. Var ákveðin stefna næsta mánudag til uppgjafar borgarinnar og þeirra héraða er þar lágu. En á meðan skipti sköpum. Har- aldur konungur Guðinason kom til Jórvíkur með nýjar liðsveitir Eng- ilsaxa. Var lið það all-langt frá borginni og mætti þeim Haraldi konungi og Tosta á leið til ráð- stefnu við borgarmenn. Haraldur konungur Sigurðsson mælti þá: Tökum nú nokkuð gott ráð og viturlegt. því ekki er að dyljast að ófriður er, og mun vera konungur sjálfur. Tosti jarl svar- ar: Það er hið fyrsta að snúa aft- ur sem hvatast til skipa eftir liði voru og vopnum, Veitum þá við- töku eftir efnum, en að öðrum kosti látum við skipin gæta okkar, og eiga þá riddarar eigi vald yfir oss. Haraldur konungur segir: Annað ráð vil ég hafa, að setja hina skjótustu hesta undir þrjá vaska drengi og ríði þeir sem hvatlegast og segi liði voru her- söguna. Mun þá skjótt koma okk- ur liðveizla. En Englismenn skulu GLEÐILEG JÓL! GÆFURÍKT NÝTT AR! Þökkum samstarf og viðskipti samlags- manna á líðandi ári. Skreiðarsamlagið Reykjavík. Þökkum ágætt samstarf við fiskframleiðendur á líðandi ári og óskum þeim gleðilegra jóla og vaxandi björg í bú á árinu 1958. Gleðilegt ár! Sölusamband íslenzkra fi skframleiöenda GLEÐILEG JÓL! GÆFURÍKT NÝTT AR! Þökkum viðskipti á líðandi ári. Eimskipafélag Islands h.f. Afgreiðslan á Isafirði. GLEÐILEG JÖL! GÆFURÍKT NÝTT AR! Þökkum viðskipti á líðandi ári. Olíusamlag útvegsmanna. Sjóvátryggingarfélag íslands h.f. Verzlun Rögnvaldar Jónssonar. GLEÐILEG JÓL! GÆFURÍKT NÝTT AR! Þökkum viðskipti á líðandi ári. Verzlun Ö. Jóhannesson, Vatneyri. Verzlunin Kjöt og Fiskur, Vatneyri. GLEÐILEG JÖL! GÆFURIKT NÝTT AR! Þökkum viðskipti á líðandi ári. Hraðfrystihús Patreksfjarðar h.f., Geirseyri. GLEÐILEG JÓL! GÆFURÍKT NÝTT AR! Þökkum viðskipti á líðandi ári. Vélsmiðjan Logi, Geirseyri. GLEÐILEG JÓL! GÆFURIKT NÝTT AR! Þökkum viðskipti á líðandi ári. Kaupfélag Patreksfjarðar. GLEÐILEG JÓL! GÆFURIKT NÝTT AR! Þakka viðskiptin á líðandi ári. Verzlun Asmundar B. Olsen, Patreksfirði. GLEÐILEG JÓL! GÆFURIKT NÝTT AR! Þakka viðskiptin á líðandi ári. Verzlun Magnúsar B. Olsen, Patreksfirði. GLEÐILEG JÓL! GÆFURIKT NÝTT AR! Þakka viðskiptin á líðandi ári. Verzlun Ara Jónssonar, Pareksfirði. GLEÐILEG JÓL! GÆFURIKT NÝTT AR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Bakaríið, Patreksfirði.

x

Jólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1540

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.