Jólablaðið - 20.12.1957, Side 15
J ÓLABLAÐIÐ
15
an var hörð. Varð þeim ensku
óhægt að ríða á Norðmenn fyrir
skotum og riðu þeir í hring um þá.
Var þar fyrst laus orusta, meðan
Norðmenn héldu vel fylkingu, en
enskir menn riðu að hart og þegar
frá, er þeir fengu ekki að gert. Er
Norðmenn sáu það, að þeim þótti
blautlega að riðið, þá sóttu þeir
að þeim og vildu reka flóttann. En
er þeir höfðu brugðið skjaldborg-
inni, þá riðu enskir menn að þeim
öllum megin og báru á þá spjót
og skot. Haraldur konungur Sig-
urðsson sá þetta. Gekk hann fram
í orustu, þar sem mestur var
vopnaburðurinn. Var þar þá hin
harðasta orusta og féll mikið lið
af hvorutveggjum. Haraldur kon-
ungur varð þá svo óður, að hann
hljóp fram allt úr fylkingunni og
hjó báðum höndum. Hélt þá hvorki
við honum hjálmur né brynja.
Stukku þá allir frá, er næstir voru.
Var þá við sjálft, að enskir menn
mundu flýja. Svo segir Arnór
jarlaskáld:
Hafði brjóst né bifðist
boð snart konungshjarta,
í hjálmþrymu hilmir
hlítstyggur fyrir sér lítið.
Þars til þengils hersa
þar sá herr að skatna
blóðugur hjörr ens barra
beit döglings hneitis.
f þessum atgangi var Haraldur
konungur Sigurðsson lostinn öru
í óstinn. Það var hans banasár.
Féll hann þá og öll sveit sú, er
fram gekk með honum, nema þeir,
er hopuðu aftur og héldu þeir
merkinu. Var þá enn harðasti bar-
dagi um hríð. Gekk Tosti jarl und-
ir konungsmerki með lið það er
næst var. Tóku þá hvorutveggja að
fylkja í annað sinn og varð þá
dvöl mjög löng á orustunni. Þá
kvað Þjóðólfur:
Öld hefir afráð goldið
illt, nú kveður her stilltan.
Bauð þessa för þjóðum
þarflaust Haraldur austan.
Svo lauk siklings ævi
snjalls, að vér rómum allir,
lofungur beið enn leyfði
lífsgrand, í stað vöndum.
Áður en orustan sigi saman að
nýju bauð Haraldur Guðinason
grið Tosta jarli bróður sínum, og
þeim mönnum öðrum, er þá lifðu
eftir af liði Norðmanna. Norð-
menn æptu allir senn og segja, að
fyrr skyldi hver falla um þveran
annan en þeir gengi til griða við
enska menn og æptu heróp. Tókst
þá orusta í annað sinn. Svo segir
Arnór jarlaskáld:
Eigi varð eins ýgja
auðlegur konungs dauði.
Hlífðuð hlanna svæfi
hoddum roðnir oddar.
Heldur köru meir en mildi
mildings en grið vildu
af fólksnaran fylki
falla liðsmenn allir.
Eysteinn orri kom í því bili frá
skipum með því liði, er honum
fylgdi. Voru þeir albrynjaðir. Ey
steinn fékk þá merki Haraldar
konungs, Landeyðuna. Varð nú
orusta í þriðja sinn, og var þessi
hríð hin harðasta. Féllu mjög
enskir menn og var við sjálft, að
þeir myndu flýja. ,Sú orusta var
kölluð Orrahríð. Þeir Eysteinn
hötðu farið svo ákaflega frá skip-
unum, að þeir voru fyrr svo móðir,
að nálega voru þeir ófærir áður en
þeir komu til orustu, en síðan
voru þeir svo óðir, að þeir hlífðu
sér ekki, meðan þeir máttu uppi
standa. Að lokum steyptu þe'r af
sér hringabrynjunum. Enskum
mönnum var þá hægt að finna
höggstaði á þeim, en sumir
sprungu með öllu og dóu ósárir.
Féll nálega allt stórmenni Norð-
manna. Þetta var hinn efra hluta
dags. Var þat, sem von var, að
þar voru enn eigi allir jafnir.
Margir flýðu; margir og þeir, er
svo komust undan er auðna bar
til. Gerði og myrkt um kvöldið,
áður en lokið var öllum mann-
drápum.
Haraldur Guðinason var góður
að griðgjöfum eftir sigurinn. Hann
lofaði, að Ólafur, sonur Haralds
Sigurðssonar, og lið það er var
eftir við skipaflota Haraldar,
mætti í griðum brott fara. Nokkru
kann það hafa ráðið, að Harald-
ur Guöinason hafði þá íregnað að
Normannar væru komnir til Suður-
Englands með mikinn her og flota.
V.
Haraldur konungur var rétt
fimmtugur er hann féll við Stafna-
furðu sumarið 1066. Lík hans var
sótt veslur til Englands sumarið
eftir, og jarðað við Maríukirkju í
Björgvin er hann lét reisa.
Konungdóm í Noregi tóku synir
hans Magnús og Ólafur. Magnús
lifði skammt, en Ólafur ríkti all-
lengi með nafngiftinni, hinn kyrri,
því hann var laus við ófrið og
styrjaldir, og efldi ríki sitt með
því að stórauka verzlun ríkisins
með setningu kaupstaða þar sem
hægast var til að sækja fyrir
landslýð og erlenda kaupmenn.
Talið er að Ólafur kyrri hafi fyrst-
ur Noregskonunga haft fasta hirð,
og tók upp ýmsa erlenda siði og
sundurgerð í klæðnaði. Breiddist
það út frá hirðinni til almennings.
Á dögum ólafs kyrra hófust
flokkadrættir til ríkisforráða. Stóð
mest að þeim Steigar-Þórir, er bjó
að Steig á Mæri og átti frændbálk
mikinn þar og í næstu héruðum.
Happdrætti Háskóla íslands
19 5 8
Númerum hefur verið fjölgað úr 40.000 í 45.000.
Vinningum fjölgar í 11.250, fjórða hvert númer hlýtur vinning.
2 vinningar á ]/2 milljón, enginn vinningur
lægri en 1000 krónur.
Höfum til sölu bæði heil- og hálfmiða.
Sala í 1. flokki 1958 hefst 27. desember 1957.
Óskum öllum viðskiptavinum okkar
gleðilegra jóla og gæfu á komandi ári.
Bókaverzlun Jonasar Tómassonar
Umboft Happdrættis Iiáskóla Islands.
Illl i 11! I! 11! 11111111 i! 1111 I I I 1111 I I I I 1 C : '1111 i 11 ] I ■ 111 1111111 I I lilllllllllllillllll!llill!i; I'11111111111
LJÓSMYNDASTOFAN YIÐ
NORÐURPÓLINN.
Þrátt fyrir jólaannríkið get ég enn tekið
myndir, sem afgreiddar verða fyrir jól.
Komið svo fljótt sem unnt er, og takið
myndirnar sem fyrst.
Litaðar ljósmyndir eru ávalt kærkomin
vinargjöf. Venjulega eigum við litaðar
ljósmyndir fyrirliggjandi, eða afgreiðum
þær fyrirvaralítið eftir pöntun.
Jón Aðalbjörn.
= 'lllillllllllllllllllllllllll IIII l!l 1111111111111111IIIII ||||||||||1|||!|:||||||||||| IIIIIIIIIIIIIIIIIIIII |||||||||||||||!|||||||||||||||||l||!H!ia||| III
E D D A H . F. Umboðs- og heildverzlun
Grófin 1 — Reykjavík.
V efnaðar vörur,
Smávörur,
Gler- og postulínsvörur,
Pappírsvörur.
^lllllllllllllllllllllllllllllllllll!llllli|||||il!l||||||||||!|||li:i|||||||!l|||||||||lll|l!l|||||||||||||||||||||||||||||||||ll||i|l!ll||||||]|||||i||||
KELWIN-bátamótorar
hafa fengið langa reynslu hérlendis og
erlendis og viðurkenningu sem ágætir
mótorar.
K E L W I N - umboðið,
Ólafur Einarsson h.l'. - Sími 34340.
Athugið að koma sem fyrst með bifreiðar
sem á að yfirfara og gera við fyrir vorið,
því að ekki verður hægt að sinna öllum
á sama tíma í vor.
VÉLSMIÐJAN ÞÓR H.F. (Bifreiðadeild) Isafirði.
I l!!lbi;ili!l!]l!!i;:illlilllllllllllllllllllllllllIllllllllllllllllllllllllillllllllMI!illlllllllllllHlllllllllllllllllllllllll!íl llll!!lllllllllllllillllllillllllllll!ll 11i11IIIII1111111!11! 111!■!!I!1111111■ IIIII11||IIIII1111IIIIIIIIIII■ II1111111!l■ |||II11111111111111111111|III11111111 IIIIII11! 11111||IIIIIIIII!11II||||III11IIIIIII!I■ III!11"I'11 iIIIIIIIII1111IIIIIIIIIllllllilIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllII1111IIIIIIIIIIIIIIIIllllIIIIII■!!■ IIIIII.i I i IIIIllllllIIIIIIIIIII