Jólablaðið - 20.12.1957, Qupperneq 17
JÓLABLAÐIÐ
17
Fulltrúar Ísíirðinga
þegar Stórstúkan var stofnuð.
Isfirðingar voru framarlega í
fylkingu í fyrsta flokki Góðtempl-
ara, sem hóf svo fagurlega merki
þessarar miklu Alheimsreglu.
Stórstúkan átti sjötugsafmæii
í fyrra og af því tilefni þótti sjálf-
sagt að halda Stórstúkuþing á Ak-
ureyri.
Á fyrsta stórstúkuþinginu, sem
haldið var 23,—30. júní 1886 í
Reykjavík voru fulltrúar frá Isa-
firði þessir:
Skúli Thoroddsen, sýslumaður,
fyrir st. Auroru nr. 2 og Sigurður
Andrésson (bróðir Jóns A. Hjalta-
líns, skólastjóra), fyrir st. Dag-
stjarnan nr. 6. Mjög var valinn
fulltrúahópurinn á þessu fyrsta
Stórstúk'uþingi. Ber þinggerðin
þess ljóst vitni, að þeir Skúli og
Sigurður hafa verið mjög áhuga-
samir og látið talsvert að sér
kveða, enda svo mikils metnir, að
þeir voru báðir kosnir í fyrstu
framkvæmdanefnd Stórstúkunnar,
þrátt fyrir að þeir áttu heima
fjarri Reykjavík. Var Sigurður
valinn stórgæzlumaður kosninga,
en Skúli Stór-fyrrv. Æ. T.
Isfirzku stúkumar, Auróra nr. 2
og Dagstjarnan nr. 6 voru með
fjölmennustu og fjörmestu ís-
lenzku stúkunum. Þær reistu í
sameiningu fyrsta stúkuhúsið hér-
lendis. Er það hús enn við líði í
sama sniði og upphaflega, nú
Skátaheimilið, eign Skátafél. Ein-
herjar og kvenskátafélagið Val-
kyrjur.
Aurora og Dagstjarnan sendu
ávarp til fyrsta stórstúkuþingsins,
sem lesið var á þinginu. Var það
svohljóðandi:
Ó.R.G.T. Isafirði 19. júní 1886.
Til Ó.R.G.T. Háverðugrar stór-
deildar á íslandi.
Deildirnar á ísafirði finna
ástæðu til þess að gleðjast yfir
framgangi þeim, sem bindindis-
málið hefur náð á síðastliðnum
þremur árum á ísafirði, og að nú
er stofnuð Stórdeild. Þær óska að
Guðs blessun hvíli yfir athöfnum
hennar, svo að þær megi hafa
blessunarríkan árangur og heilla-
vænlegar afleiðingar fyrir land og
lýð.
1 trú, von og kærleika.
Aurora nr. 2. Dagstjarnan nr. 6.
Á þessu fyrsta stórstúkuþingi
lagði Skúli Thoroddsen til að nefnd
yrði sett til athugunar um blaða-
útgáfu. Var það samþykkt og í
nefndina kosnir: Þórður Thorodd-
sen, Friðbjöm Steinsson og Gest-
ur Pálsson.
Á þingið barst fyrirspurn frá
ísafjarðarstúkunum um það, hvort
Góðtemplarar gætu verið meðlim-
ir „klúbbs“ eða ’félaga, þar sem
menn að jafnaði drekka vín. Var
5 manna nefnd falið að leggja fram
álit um þetta. Var það á þá lund,
að Góðtemplari geti eigi verið með-
limur í lögbundnum félagsskap, er
hefur um hönd veitingu áfengra
drykkja.
Við þetta nefndarálit kom fram
breytingartillaga frá Sigurði Jóns-
syni, kennara og síðar skólastjóra
í Reykjavík:
Sá getur eigi verið meðlimur
Góðtemplarareglunnar, sem er í
félagi, þar sem vínföng eru keypt
í félagsins nafni, eða fyrir félags-
ins reikning. Var breytingartil-
lagan samþykkt og aðaltillagan
þar með felld.
Um blaðaútgáfuna urðu hinar
fjörugustu umræður. Tillögur
nefndarinnar þóttu of óákveðnar.
Komu fram fjórar breytingartil-
lögur, en voru allar felldar. Þóttu
ekki nægileg fjárráð hjá stórstúk-
unni til blaðaútgáfu á eigin spýt-
ur.
Þeir Skúli Thoroddsen og Sig-
urður Andrésson voru oddvitar í
bindindisbaráttunni hér heima
fyrir. Mun Sigurður hafa verið
fyrsti æ.t. stúkunar Auroru nr. 2,
sem stofnuð var af syni hans, Ás-
geiri Sigurðssyni, kaupmanni og
consul. Þegar stórstúkan var
stofnuð mun Skúli Thoroddsen
hafa verið æ. t. Auroru. Þessi
fyrsta stúka ísfirðinga, og önnur
í röðinni á öllu landinu, varð svo
fjölmenn, að húsið rúmaði ekki
alla stúkufélaga. Varð að ráði að
stofna nýja stúku, Dagstjörnuna
nr. 6, til þess að létta húsþröng-
ina.
Báðar þessar fyrstu stúkur
hættu störfum nokkru síðar. Sig-
urður Andrésson flutti héðan til
Vesturheims og fleiri góðir stúku-
félagar. Skúli dró sig í hlé í stúku-
starfinu, enda hlóðust á hann ný
störf, blaðaútgáfa o. fl.
Bindindisfélagið Dagsbrún var
stofnað hér 1894. Vann Árni Gísla-
son, leturgrafari, að stofnuninni á
vegum Stórstúkunnar. Stúkan
Nanna nr. 52 var stofnuð í októ-
ber 1898 af Sigurði Júl. Jóhannes-
syni, síðar lækni í Vesturheimi.
Verður Nanna sextug á næsta ári.
Það leiftrar hjá Leiftri
af nýjum ágætisbókum fyrir jólin:
GUÐFRÆÐINGATAL 1847—1957, eftir
prófessor Bjöm Magnússon.
I HENDI GUÐS, ræður og erindi, eftir dr.
theol. Eirík Albertsson.
OG JÖRÐIN SNÝST, eftir Ingólf Krist-
jánsson, ritstjóra og rithöfund.
FLUGELDAR, nokkrar ritgerðir eftir
Pétur Jakobsson, fasteignasala.
EYJAN GRÆNA, ferðaþættir frá írlandi,
eftir Axel Thorsteinsson, blaðamann.
Urval af nýjum barnabókum
fyrir börn á öllum aldri.
Munið nýju skáldsöguna
ÖLDUFÖLL, eftir Guðrúnu frá Lundi.
Síðustu eintökin eru að seljast.
PRENTSMIÐJAN LEIFTUR
Trjrgying er nauðsp
Engin jólagjöf er betri né farsælli
en góð trygging.
Allar tegundir trygginga fáið þér hjá okkur og um-
boðsmönnum okkar víðsvegar um land.
a
mennaí
Austurstræti - Reykjavík.