Börn og menning - 01.09.2000, Side 4

Börn og menning - 01.09.2000, Side 4
BÖRN oc MENN|N6 Á góðu róli Kæru lesendur Nú er um það bil ár síðan Börn og menning barst ykkur síðast í hendur og vonum við sannarlega að þið hafið verið orðin langeyg eftir þessu blaði. Ekki er ástæða til að eyða mörgum línum í afsakanir en til stóð að breyta útgáfutíma blaðsins á þann veg að haustblaðið kæmi í byrjun október og vorblaðið í byrjun apríl. Þarf ekki að orðlengja að fyrirætlunin stóðst ekki að þessu sinni en við stefnum samt ótrauðar að sama marki. Efni þessa blaðs er bæði mikið og fjölbreytt og má segja að það sýni svart á hvítu hve öflug starfsemi fé- lagsins okkar hefur verið á liðnu ári. Er þá ekki einungis verið að vísa til IBBY-frétta heldur þess að margar af þeim ágætu greinum sem þið njótið nú að lesa voru upp- haflega fluttar í formi fyrirlestra á samkomum sem Börn og bækur hefur staðið fyrir ásamt öðmm. Þetta á til dæmis við um geysifróðlega grein Önnu Heiðu Pálsdóttur um norræna goðafræði í íslenskum bamabókum. Þar veltir hún fyrir sér hvers vegna ís- lenskir bamabókahöfundar hafa ekki nýtt norræna goð- sagnaefnið meira en raun ber vitni. Grein Sölva Sveins- sonar um nauðsyn þess að fóðra böm á ævintýmm var sömuleiðis erindi flutt á síðustu Gerðubergsráðstefhu sem og grein Asgríms Sverrissonar kvikmyndagerðar- manns. Ásgrímur fjallar um þann sagnamiðil sem mörg nútímaböm þekkja best, þ.e. myndmiðilinn. Eins og flestir vita hefur þessi miðill verið gagnrýndur fyrir að hafa óæskileg áhrif á ungar og ómótaðar sálir og jafnvel talinn vera orsakavaldur að voðaverkum sem framin hafa verið af bömum. Ásgrímur hefúr vantrú á uppeldis- aðferðum sem felast í því að veita bömum aðeins aðgang að bjartri og fallegri sýn á tilveruna. Hann telur að við uppalendur „þurfúm líka að gefa bömum kost á að synda yfir djúpu laugina án sundkútsins, glíma sjálf við bæði innri og ytri vanda án þess að horfa stöðugt yfir öxlina á þeim“. Vilborg Dagbjartsdóttir tekur í sama streng þegar hún segir að ævintýri geti ekki spillt börn- um þrátt fyrir allan ljótleikann og illskuna sem í þeim er. Böm vilji fá að reyna á þanþol sitt og þeim fínnist spennandi að verða hrædd og þjálfa sig í að sigrast á ótt- anum. Sölvi Sveinsson varpar fram þeirri hugmynd að ævintýri sem lýsa ýmsum vættum; skrímslum, draugum og útilegumönnum hafi haft það hlutverk að marka bömum leikvöll. Hugsanlegt sé að hættur í umhverfinu hafi verið persónugerðar á þennan hátt á tímum þegar fólk átti þess ekki kost að gæta bamanna stöðugt, eða ráða til þess fóstmr eða dagmömmur. Segja má að þessi sjónarmið leggi áherslu á óbeint uppeldislegt hlutverk sagnanna og í þeim felist trú á að þær hjálpi bömum að komast til þroska. En sögur sem skrifaðar eru íyrir ungt fólk geta líka haft niðurbrjótandi áhrif ef marka má orð Andra Snæs Magnasonar. Hann heldur því fram í hressilegri grein sinni að „Únglingabækur“ (með stóra Ú-i) hafi fyllt hann sjálfan og marga af hans kynslóð minnimáttarkennd og ranghugmyndum um unglings- árin og þannig beinlínis valdið skaða. I blaðinu koma einnig fram andstæð sjónarmið um nauðsyn þess að lesa mikið fýrir böm og hvetja þau til að lesa af kappi. Ana Maria Machado, handhafi H. C. Andersen verðlaunanna í ár er þeirrar skoðunar að lestur hafi ekki gildi í sjálfu sér heldur skipti gildi þess sem lesið er öllu máli. Þórarinn Eldjám heldur því hins vegar ffarn að magnið skipti mestu en gæðin geti svo komið síðar ef verkast vill. Þetta er sígilt umræðuefni og ekki ólíklegt að margir séu sammála Þórami nú þegar mælst hefúr að æ færri íslensk ungmenni lesi að stað- aldri. Þrátt fyrir þessa staðreynd heyrist fólk sem starfar við ýmsar greinar bókmennta oft lýsa yfír bjartsýni á framtíð bókarinnar og við getum hiklaust haldið því fram að íslenskar bamabókmenntir séu á góðu róli um þessar mundir. Við eigum nú nokkra fýrirtaks rithöf- unda sem skrifa að staðaldri fýrir ungt fólk og hafa það að aðalstarfi. Við slíkar aðstæður má vænta þess að skrifuð séu úrvalsverk fyrir bömin og um það era einmitt dæmi. Við sem vinnum að því að bæta hag bamabók- menntanna þreytumst líklega seint á því að gleðjast yfir að Blái hnötturinn skyldi hljóta íslensku bókmennta- verðlaunin á árinu sem er að líða. Og við sem sitjum í stjóm Barna og bóka og vinnum að því að kynna ís- lenskar bamabækur á erlendum vettvangi glöddumst mikið þegar við fféttum fyrir nokkram dögum að Blái hnötturinn sem við tilnefndum til Janusz Korczak verð- launanna skyldi bera sigur úr býtum. Til þessara verð- launa era tilnefndar framúrskarandi bækur ffá öllum að- ildarlöndum IBBY-samtakanna sem eru rúmlega sextíu að tölu. Finnst okkur við hafa fengið staðfestingu á því að starf okkar beri góðan árangur og ekki síður að íslenskar bamabókmenntir standist fyllilega samanburð við bama- bækur annarra þjóða. Ritnefnd 2

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.