Börn og menning - 01.09.2000, Blaðsíða 26
BÖRN OG /saENN|N6
um í aldanna rás. Samkvæmt skilgreiningu Ólafs Briem
eru þær aðallega þessar:
Jötnar voru stærri og sterkari en menn og miklu ljót-
ari, nema hvað sumar jötunmeyjar voru forkunnarfríðar.
Þeir bjuggu langt frá mannabyggðum, í ijöllum og
hellum. Jötnar hafa lifað áfram í þjóðsögum og þjóðtrú
Islendinga sem tröll: menn sem risar og konur sem
skessur. Barátta jötnanna við æsi leið undir lok um leið
og goðatrúin, en þess í stað hatast jötnar (eða risar) við
kristnina og þola til að mynda ekki kirkjuklukkur. Grýla
er sennilega þekktasta tröllið á Islandi og um hana hafa
verið ritaðar margar bamabækur, meðal annars Grýla
gamla og jólasveinarnir eftir Kristján Jóhannsson
(1969), Jólasveinafjölskyldan á Grýlubæ eftir Guðrúnu
Sveinsdóttur (1984) og Grýlusaga Gunnars Karlssonar
(1999) sem hlaut Bamabókaverðlaun Reykjavíkurborg-
ar vorið 2000. Auk bókanna um Grýlu eru til ótal ís-
lenskar bamabækur um tröll, til dæmis hin þekkta bók
Guðrúnar Helgadóttur, Ástarsaga úr jjöllunum (1981)
með ógleymanlegum myndum Brians Pilkington - sem
hafa reyndar gefíð tröllunum „andlit“ ásamt myndum
Asgríms Jónssonar sem skreyttu bamabækur og lestrar-
bækur framan af tuttugustu öldinni. Bók Brians Pilk-
ington og Hildar Hermóðsdóttur, Allt um tröll (1999)
hefúr einnig vakið athygli. Aðrar tröllabækur em meðal
annars Tröllið hans Jóa eftir Margréti Jónsdóttur (1991)
og Gegnum holt og hæðir eftir Herdísi Egilsdóttur
(1981).
Dvergar kviknuðu í holdi Ýmis að sögn Snorra, og
búa í jörðu, í steinum og klettum og stundum í svartálfa-
heimi. Ólafúr Briem fúrðar sig á því hvað ber lítið á
þeim í þjóðtrú síðari alda. Enskar fantasíubókmenntir
fýrir böm eru þó fullar af frásögnum af dvergum. í nú-
tíma íslenskum bamabókum er einnig að finna þó
nokkrar frásagnir af þeim, til dæmis í Dvergasteini
Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar (1991), Blómunum í
Bláfjöllum eftir Jennu Jensdóttur og Hreiðar Stefánsson
(1970) og í bók Ólafar Jónsdóttur frá 1969, Hestastrák-
unum og dvergnum.
Dísir: Ásatrúarmenn dýrkuðu hvorki jötna né dverga
en trúðu þó á tilveru þeirra. Dísir voru hins vegar dýrk-
aðar. í Syni Sigurðar eftir Guðlaugu Richter (1987) gef-
ur dís aðalhetjunni góð ráð. Þá koma og heilladísir fýrir í
bók Guðjóns Sveinssonar, Snjóhjónunum syngjandi
(1990). Aðrar kvenlegar vættir vom valkyrjur, nomir og
fylgjur. Nomir em vinsælt efni í bamabókum og leggja
oft álög á fólk, til dæmis hvíta nomin í Narníu-bókun-
um, bókanomin í Töfradal Elíasar Snælands Jónssonar
(1997) og nomin í Álagadalnum eftir Heiði Baldursdótt-
ur (1989). Jóra í samnefndri bók Guðlaugar Richter
(1988) sér fylgju ungs manns og dæmir innræti hans
eftir útliti fylgjunnar.
Álfar em líklega lífsseigustu vættimar úr ásatrúnni.
Snorri talaði bæði um ljósálfa og dökkálfa í Eddu og að
sögn Ólafs Briem vom álfar þær vættir sem stóðu í nán-
ustu sambandi við goðin. Álfar í ýmsum myndum em
vinsælt viðfangsefni íslenskra bamabókahöfúnda og þá
er meðal annars að fmna í Búálfunum eftir Valdísi Óskars-
dóttur (1979) og Ævintýralegu sambandi Andrésar
Indriðasonar (1997).
Landvættimar vom dreki, fúgl, griðungur og berg-
risi. Landvættir bjuggu í fjöllum og hólum og menn
tryggðu sér hylli þeirra með vinargjöfúm. I bók Guð-
laugar Richter, Jóra og ég (1988), sem gerist 1104,
reynir Jóra að friðþægja vættum í hamri nokkmm með
því að færa þeim gjafir; einu sinni tekur hún mat sem
þeim var ætlaður og hún er þess fúllviSs að náttúmham-
farimar sem koma í kjölfarið stafí af þeim gerðum
hennar. Vættimar hurfu algerlega úr sagnaritun á 14.
öld, en hæðir vom enn fúllar af ósýnilegum vemm, sem
nú nefnast álfar eða huldufólk. Huldufólkið tók nú á
móti þeim gjöfúm sem landvættimar þáðu áður.
Þessi upptalning sýnir að þó svo að goðin eigi erfitt
uppdráttar hjá okkur hafa vættir úr norrænni goðafræði
haldið lífi í ótal bamabókum og þá sérstaklega tröll,
nomir og álfar. Jafnvel þótt bamabók fjalli ekki beint
um þessar vættir kemur það fyrir í ótrúlega mörgum ís-
lenskum bamabókum að einhver segi sögu af tröllum,
álfúm, eða öðmm vættum, sérstaklega í tengslum við
24