Börn og menning - 01.09.2000, Blaðsíða 40
BÖRN OC /v\ENN|N6
SAMTÍÐARSKÁLD
Vió höldum áfram að kynna íslensk skáld sem skrifa fyrir börn og unglinga. Að þessu sinni eru
kynnt samtíðarskáldin Helga Möller og Þórarinn Eldjárn. Upplýsingarnar hér að neðan eru
fengnar frá höfundunum sjálfum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Helga Möller
(f. 1950)
Helga er danskennari að
mennt og kenndi í nokkur
ár. Hún hefur starfað í tæp
tuttugu ár við tímaritaskrif,
fyrst Tískublaðið Líf, en
lengst af við Hús & híbýli,
ásamt því að skrifa greinar
og viðtöl í ýmis tímarit
Fróða. Hún hefur einnig
unnið sem fréttamaður hjá
Sjónvarpinu svo og samið og myndskreytt sögur fýrir
Stundina okkar þar á bæ.
„Það er mjög gefandi að skrifa sögur fyrir börn.
Þau koma auga á ævintýrin sem er að finna í
hvundeginum, nokkuð sem oft fer fram hjá okkur
fullorðna fólkinu í annríki og amstri dagsins. Það er
því gaman að setja sig í spor barns og gefa ímyndunar-
aflinu lausan tauminn, gefa gaum að efniviðnum í lít-
il ævintýri sem hægt er að finna við hvert götuhorn
og í hverri manneskju og lifandi veru.
Eigin æska var uppspretta bóka minna eftir að ég
uppgötvaði að dóttir mín og vinir hennar höfðu gam-
an af að hlusta á frásagnir mínar af atvikum og upp-
ákomum frá því ég var lítil. Það er í sjálfu sér ævin-
týri líkast að sitja við tölvuna og sjá persónur spretta
fram á tölvuskjánum og sögurnar spinnast áfram,
líkt og maður sé sjálfur lesandi. Að fá bréf frá þakk-
látum lesendum kórónar svo ánægjuna og er ómetan-
leg hvatning til frekari framkvæmda á ritvellinum.“
Útgejin verk:
Puntrófur og pottormar 1992
Leiksystur og labbakútar 1993
Prakkarakrakkar 1996
Við enda regnbogans 1999
Forlag: Fróði / Iðunn