Börn og menning - 01.09.2000, Blaðsíða 7
BÖRN OC /aENN|NG
Börn gleðjast auðvitað yfir sögunum og upplifa
kannski fyrst og fremst öryggi í krafti endurtekn-
ingarinnar en hafa þau einhverja óljósa þrá eftir
að hugsa um og glíma við það sem kalla mœtti
„æðri sannindi“?
Já, bæði er að þau vilja heyra um og afla sér reynslu
sem þau geta ekki fengið sjálf með því að ganga í gegn-
um þessa hluti. Svo kemur mjög snemma fram hjá litl-
um krökkum þessi þrá mannsins til að skilja - þessi
grunur um eitthvað sem er öllu æðra. Það býr í bömum.
Jafnvel þótt þau hafí aldrei verið frædd um neitt slíkt,
þá kviknar samt með þeim þessi kennd og þau búa sér
til eigin heim.
Sumir ætla sér að ala bömin upp svo óskaplega raun-
sætt og vilja ekki fylla þau af ranghugmyndum heldur
halda að þeim „raun-
verulegum“ hlutum
og halda jafnvel að
ævintýri geti spillt
þeim. Eins hefur ver-
ið gert dálítið af því á
seinni tímum að taka
ævintýrin og breyta
þeim með því að gera
vondar skessur og
óvætti meinlaus og
gera þau að elskuleg-
um leikfélögum og
vinum barnanna.
Mér finnst þetta
rangt. Böm vilja fá
að reyna á þanþol
sitt, þeim fmnst svo
spennandi að verða
hrædd og þjálfa sig í því. Enda er það nauðsynlegt, þau
þurfa að sigrast á óttanum. Saga á að vera þannig að þau
gangi í gegnum þessa tilfinningalegu reynslu og síðan
slaknar á og þau læra að sigrast á óttanum.
Oft fjalla sögumar um ferð út í hið ókunna, átökin við
hið óumflýjanlega. Þær fjalla um að skilja hin dularfullu
tákn sem em alls staðar og um það beinlínis að ná sér í
meiri þekkingu.
Ævintýrin virðast líka stundum til þess gerð að þjálfa
bömin í að koma auga á eigin möguleika, því oft getur
lítilmagninn í sögunni breytt því sem virðist óum-
breytanlegt og ósigrandi.
Þetta er einmitt svo algengt í sögunum. Það er sá
litli, það er Hans klaufí sem sigrar hina gáfuðu, stóm og
flinku bræður sína. Sá yngsti í ævintýrunum leysir oft
allar þrautimar. Litla bamið samsamar sig þessu auð-
veldlega. Það er mjög ríkt í litlum krökkum að bera sig
saman við þá sem eldri em og finnast þeir sjálfir vera
lítils megnugir. Þess vegna er það dýrmætt fyrir bömin
að sjá að það er einmitt sá minnsti sem stendur sig og
hlýtur sigurlaunin.
Með því að setja sig í spor söguhetjanna læra bömin
líka rétta breytni og að vera ábyrg gerða sinna. Ég vil
nefna sem dæmi eina uppáhaldssögu mína sem er Lítill,
trítill og fuglarnir. Ég var ansi lítil þegar ég heyrði
þessa sögu fyrst. Hún var til heirna, það var Magnús
Grímsson sem skráði hana fyrst og hún er ótrúlega
skemmtileg. Þegar söguhetjan fer út í heim sýnir hann
sinn rétta mann, hann er góður, hann gefur af nestinu
sínu og síðar þegar hann er lentur í ógöngum hjá skess-
unni og á að leysa ómögulegar þrautir, þá koma þeir til
hjálpar sem hann hefur reynst vel. Fuglarnir finna til
dæmis allt fiðrið úr
sæng skessunnar.
Skessan getur ekki
rönd við reist og segir
alltaf: „Ekki ert þú
einn í ráðum, karl,
karl, en læt ég svo
vera.“ Þannig sigrar
hann, leysir allar
þrautimar og verður
auðugur maður - af
því að hann fór rétt að
og vék góðu að þeim
sem urðu á vegi hans
...sögurnar gagn-
ast þannig í sið-
ferðilegu uppeldi?
Öll samfélög inanna eiga sér sögur sem geyma sí-
gildan siðaboðskap og kennslu ætt- eða þjóðflokksins.
Þetta eru sögur sem hægt er að segja litlum bömum,
ýmist dæmisögur eða ævintýri sem em í því fonni að
nær til bama. Þetta em ekki flóknar siðareglur fyrir ofan
þeina skilning, til dæmis eru dýr oft sögupersónumar,
eins og í mörgum afrískum þjóðsögum. Þetta em mynd-
rænar sögur sem bömin geta skilið og notað til að
byggja upp sinn hugmyndaheim. Og verða síðan bmnn-
ur sem þau ausa af alla ævi.
Eru einhverjar afþeim harnabókum sem eru þér
sérstaklega handgengnar dœnii um nákvœmlega
þetta?
5