Börn og menning - 01.09.2000, Side 14

Börn og menning - 01.09.2000, Side 14
BÖRN 06 AAENN|N6 Þegar efnið krefst orðmeiri skýringa en svo að hægt sé að flétta þær eðlilega saman við meginmálið er sá háttur hafður á að birta skýringuna í klausum á gulum fleti utan við meginmálið. Á bls. 53 er einnig dæmi um þetta: „Þá varð Þorgrímur svo hrifinn af Þórdísi Súrs- dóttur að hann bað hennar. Var hún þá fbstnuð honum og haldið brúðkaup. Fékk hún með sér í heimanmund jörð- ina Sæból og fluttist Þorgrímur þangað, en Börkur varð eftir á Þórsnesi.“ Til hliðar við þennar texta stendur þessi klausa á gulum fleti: „Heimanmundur var verð- mæti sem stúlka fékk með sér úr föðurhúsum þegar hún giffist. Gat verið um að ræða fjármuni, húsbúnað, búfén- að eða jarðir, allt eftir efnum og ástæðum. Stúlkur sem áttu ríka feður þóttu álitlegir kvenkostir vegna þess að líklegt var talið að þær fengju góðan heimanmund." Ekki leikur nokkur vafi á því að þessar skýringar auka heilmikið fræðslugildi bókarinnar. Þó er eins og Stefán gefi þama fræðimanninum í sér lausari tauminn og ekki víst að yngstu lesendumir átti sig alltaf á hvað verið er að fara en það er þó ekki til skaða þar sem þetta efni er ekki hluti af meginmálinu. Kort og tnyndir Landnámsmennirnir okkar er ríkulega myndskreytt og falleg bók. Ber þar fýrst að nefna landakort sem teiknuð em af Önnu Cynthiu Leplar en hún sá einnig um hönnun bókarinnar. Fremst er yfirlitskort af Norður- Atlantshafi sem sýnir vel siglingaleiðimar lfá Noregi til íslands. Aftast er íslandskort þar sem merktar em inn á þær landnámsjarðir sem fjallað er um í bókinni. Loks em í upphafi margra kafla landshlutakort af Noregi sem sýnir staðinn sem viðkomandi landnámsmaður kom frá. í bókinni em einnig ljölmargar ljósmyndir af ýmsu tagi. Ljósmyndir af fomum vopnum og gripum falla vel að efni bókarinnar og hjálpa lesendum að hverfa í huganum aftur í aldir. Einnig em myndir frá nokkmm stöðum í Noregi og landnámsjörðunum á Islandi sem ekki em allar nógu góðar (t.d. myndir á bls. 15 og 37). Örfáar aðrar myndir hefðu alveg mátt missa sín þar sem þær stinga í stúf við aðrar myndir og bæta engu við efn- ið. Dæmi um þetta em myndir af nauti á bls. 85 og rjúpu á bls. 92. Þetta em þó aðeins smávægilegar gallar á bók sem vandað hefur verið mjög vel til og er höfundi sínum, Stefáni Aðalsteinssyni, til mikils sóma. Guðlaug Richter 12

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.