Börn og menning - 01.09.2000, Qupperneq 15

Börn og menning - 01.09.2000, Qupperneq 15
BÖRN OG /'AENNiNG IBBY FRÉTTIR Íslendingur í stjórn IBBY 27. heimsþing IBBY-samtakanna var haldið í Carta- gena des Indias í Kólumbíu dagana 18.-22. september síðastliðinn. IBBY-deildir í níu löndum Suður-Ameríku ásamt Mexíkó og Kúbu stóðu að þing- haldinu en yfírskriftin var: „Nýi heimurinn fyrir nýjan heim.“ Þátttakendur voru um átta hundruð og yfír- gnæfandi meirihluti frá Suður-Ameríku. Fyrirlesarar yom einnig flestir þaðan og fluttu mál sitt á spænsku sem var túlkuð á ensku en það er fremur óvenju- legt þar sem enska hefur yfírleitt verið samskiptamál IBBY-þinganna. Aðal- fundur samtakanna var haldinn í tengslum við þingið. Árgjald landsdeildanna er mismunandi hátt eftir því hve rík heimalöndin eru talin. ísland er í næstneðsta flokknum og greiðir 1500 S.fr. eða um það bil 67.000 krónur sem er töluvert há upphæð íyrir félag sem hefur engar fastar tekjur utan árgjaldanna. Til að hafa atkvæðis- rétt á aðalfundinum verða landsdeildimar að hafa staðið skil á gjaldinu. Norðurlöndin hafa um árabil átt fulltriia í stjóm samtakanna og í þetta sinn var komið að íslandi að bjóða fram. Fulltrúi okkar, Guðlaug Richter, hlaut kosningu. Stjómarfundir em haldnir tvisvar á ári, vorfundur í tengslum við bókamessuna í Bologna og haustfundur, ýmist á heimsþingunum eða í heimalandi einhvers stjómarmanns. Hver landsdeild sér um að kosta sinn fulltrúa. í þetta sinn var ferðakostnaður hár, enda um langan veg að fara. Bókmenntakynningarsjóður veitti ríflegan styrk og er það hér með þakkað. Þátttaka í IBBY-samtökunum opnar leiðir til að kynna íslenskar bamabækur víða um heim með tilnefningum til H. C. Andersen verðlaunanna og á heiðurslistann. íslensku fúlltrúamir að þessu sinni höfðu líka með sér kynningar- efni ffá Bókmenntakynningarsjóði og var því dreift sem víðast, meðal annars til bókaútgefenda. Með þátttöku í IBBY-samtökunum fáum við marg- víslegar upplýsingar um það hvernig hlutimir ganga fýrir sig hjá öðmm þjóðum og hver staða bamabóka er í mismunandi heimshlutum. Jafúframt fáum við víðari sýn á okkar eigin bókmenntir. Með því að eiga fúlltrúa í stjóminni teljum við okkur standa betur að vígi með að kynna ísland og íslenskar bamabækur. Samtökin em senn 50 ára og nokkur hugur í mönnum að líta til fram- tíðar og sjá hvað betur megi fara. Þar getur íslenska deildin haft áhrif þar sem hún kemur til með að eiga fulltrúa í stjóm næstu ijögur árin. Næsta heimsþing sem er jafnframt 50 ára afmæli IBBY-samtakanna verður í Basil í Sviss 29. september - 3. október 2002. H. C. Andersen verðlaunin 2000 H. C. Andersen verðlaunin árið 2000 vom afhent við hátíðlega athöfin á heimsþingi IBBY-samtakanna í Kól- umbíu nú á dögunum. Verðlaunin em veitt annað hvert ár og eru tvískipt. Em þau veitt einum rithöfundi og einum myndskreyti sem á starfsævi sinni hafa sett varan- legt mark á barna- og unglingabókmenntir. Böm og bækur, íslandsdeild IBBY tilnefndi rithöfundinn Magneu frá Kleifum og Áslaugu Jónsdóttur mynd- skreyti. Handhafar H. C. Andersen verðlaunanna að þessu sinni em bamabókahöfúndurinn Ana Maria Machado ffá Brasilíu og listamaðurinn Anthony Browne frá Bret- landi. Auk Önu Mariu voru nefndir til úrslita rithöfúnd- amir Lois Lowry frá Bandaríkjunum, Peter Dickinson frá Bretlandi og Ulf Stark ffiá Svíþjóð.

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.