Börn og menning - 01.09.2000, Blaðsíða 19

Börn og menning - 01.09.2000, Blaðsíða 19
BÖRN 06 MENN|N6 ur getur notið fram á þrítugsaldur þá fylla bækumar mann skelfilegum ranghugmyndum um unglingsárin og lífið handan þeirra. Ég var 12 ára þegar ég las Sextán ára í sambúð og fannst ekkert eðlilegra en að 16 ára stelpa yrði ófrísk og færi að búa með bamsföðumum og byði foreldrum sínum í mat á jólunum og kakó og rjómatertu en drengurinn færi að starfa í verslun í Vesturbænum. 16 ára var alveg fullorðið í huga manns og maður trúði því virkilega að þetta væm raunsæisbók- menntir. Eldri kynslóðin gerði auðvitað grín að þessum bókum en samt voru þær keyptar. Imyndið ykkur, þær voru keyptar og gefnar 12 ára bömum! Og þetta er alls ekki fyndið. Fyrir mína kynslóð var þetta grafalvarlegt mál. Ég hef spurt marga jafnaldra mína hvað þeim hafí íundist um þessar bækur svona eftirá. Næstum allir nefndu minnimáttarkennd í tengslum við þær, allir vom svo sætir og allt endaði vel og aðalhetjan missti svein- dóminn. Þar með var það orð- ið normið og lesendur, 12, 13 og 14 ára vom á barmi ör- væntingar ef þeir áttu ekki kæmstu og það sem verra var: Unglingabækumar end- uðu yfirleitt „vel“ eins og bamabækur en eins og allir vita endar engin ást vel á unglingsárunum og ef hún gerir það þá er hún þeim mun líklegri til að enda með hörmungum seinna meir. Þetta er semsagt veganesti 73-kynslóðarinnar. Hún las unglingabækumar og hætti síðan að lesa um fjórtán ára aldur, enda komast menn þá varla upp úr skólabók- unum og menn byrja að vera unglingar í stað þess að lesa um þá. En sjóndeildarhringurinn var lokaður við sextán ára aldur og einskorðaðist við útsýnið úr kjalara- íbúð við Efstasund eða eins og segir í lokalínum Sextán ára í sambúð: Að lokinni bæn losaði hann greipar, kyssti Lísu sína á kinnina og brosti til hennar í gegn- um myrkrið. Svo hjúfraði hann sig upp að henni og reyndi að sofha. Lífíð gengur semsagt út á að reyna að sofna. Svo em menn hissa á hugsjónaleysi, uppreisnarskorti og doða ungu kynslóðarinnar. Þetta gleymist nefnilega ekki, tólf ára er maður sem móttækilegastur fyrir áhrifum, maður er að móta lífsviðhorfin og lífsgildin, maður getur lært nýtt tungumál á mánuði, þá er heilinn eins og sjóðandi tjömpottur sem bullar og kraumar af hugsunum og það sem maður les festist og klístrast við allar frumur. Lík- lega er það engin tilviljun að íslendingar eignast böm, fara að búa og hefja alla lífsbaráttu fímm áram á undan nágrannalöndunum. Það em allir að reyna að sofna. Ég legg til í alvöru að gerð verði faraldsfræðileg rannsókn á afleiðingum unglingabóka. Ef maður skoðar nýlegar metsölubækur fyrir ung- linga þá virðist staðan ekki vera betri nema síður sé. Blautir kossar heitir bók sem kom út fyrir nokkrum ámm, hún átti að heita uppreisnarbók en hún er skrifúð af 18 ára unglingum á máli „sem unglingar skilja“. Bækumar eru einskonar meðvituð uppreisn gegn Þorgrímsbókunum. Allt er morandi í slangri og annað hvert orð er hljóðritað, hvaddamar, hurm, farrírass- gat en svo kemur annað merkilegt. Sögupersónumar fá sér Maaraud flögur og Coca Cola, Maaruud skrifað hár- rétt!! Coca Cola líka og það er ekki einu sinni heldur í hverjum einasta kafla. Bókin er augljóslega sponsemð, menn hringja í 44444 og fá sér Hróa Pizzu og bragðið er lofað þegar hún kemur. Persónumar em í Jees galla- buxum en stelpumar era allar ótrúlega fallegar með stór og stinn brjóst. Lítið er um djúpar pælingar eða vísanir, reyndar er einusinni minnst á guð: „Drottinn blessi Coca Cola“. Allt í sleik er bók eftir Helga Jónsson, hún tjallar um tvær stelpur sem bjóða tveim strákum heim í partý, þau em að drekka og djúsa þar til stelpumar ákveða að negla strákana. Stelpa fer inn í herbergi og hvíslar í eyrað á öðmm stráknum: „Eigum við að fara inn og ræða málið á breiðum bmndvelli?" Og svo hefst kynlífssenan þar sem stelpumar em ótrúlega fallegar með stinn brjóst en þagað er um limlengd piltanna. Sagan er öll eins og aðdragandi að klámmynd, það vantar bara tónlistina, enda segir á bókarkápu að höf- undur hafí fengið styrk til að skrifa kvikmyndahandrit. Kannski er jákvætt að þama skuli stelpa eiga fmm- kvæðið, afgerandi og án samviskubits. Þetta gæti vel komið úr munni manneskju sem hefúr verið virk í kyn- lífi í nokkur ár en það er eitthvað perralegt við að maður á fimmtugsaldri skuli skrifa svona fyrir ákveðinn mark- hóp. Það væri skiljanlegra ef þetta hefði verið skrifað fyrir lostalínuna Lolítu en þá hefði hann líka verið að skrifa fyrir jafnaldra sína og aðra mið- aldra perra. Myndi maður skrifa svona fyrir ungling sem maður þekkir? Vissulega 17

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.