Börn og menning - 01.09.2000, Qupperneq 22
BÖRN oc /naENN|N6
og íranskan strúktúralisma, sem er sú að líta á
goðsögur sem aðferð fyrir fólk til að lifa við
ósættanlegar aðstæður. Samkvæmt þessu síðara
þá væri mýtusmíð okkar Islendinga aðferð til að
sætta okkur við þetta land sem við búum í og
það samfélag sem við höfum byggt hér á landi.
(Þorvarður Amason o.fl., netútg. Tímarits Há-
skóla íslands)
Goðsagnimar okkar, sem gengið hafa frá manni til
manns frá upphafi íslandsbyggðar, hafa þannig hjálpað
íslendingum að búa í landinu og sætta sig við óveður og
náttúmhamfarir í fleiri hundmð ár. Þess vegna eiga þær
svo ríkan sess í huga íslendinga.
Goðsögnin svarar þeirri þörf mannsins að leita út-
skýringa á tilurð jarðarinnar: hvemig fjöll, ár og lækir
hafa myndast og af hverju vorar að nýju eftir kaldan
vetur. Hvað liggur handan sjóndeildarhringsins? Hvað er
handan þess sem við sjáum og heyrum? Hvaða aðrir
heimar em til, ofan himins og neðan jarðar? Goðsagnir
hjálpa okkur líka til að greina hvað er gott og hvað er illt
og hverjar em afleiðingar þess að syndga. Þær segja frá
guðunum, hvemig þeir tengjast mönnum og hvers þeir
eru megnugir ef menn reita þá til reiði.
Goðsagnir em fúllar af táknum. Hetjan tekst á hend-
ur ferðalag og þarf að komast yfir straumþungar ár og
klífa há fjöll, sem tákna mótstreymi og erfiðleika lífsins.
Hún tekst á við dreka, jötna eða djöfla, sem tákna
hræðslu og óöryggi. Myrkravöldin ná ekki yfirhöndinni
ef hetjan er staðfost og höndlar aðstæðumar eins og hetj-
ur hafa gert öldum saman með snilld sem gengið hefur
frá manni til manns í ótalmargar kynslóðir. Ef hetjan
hefur kjark eins og Óðinn mun hann eða hún öðlast nýja
hæfíleika, skilja fuglamál og vita hvað skepnur tala um.
Goðsagnir og börn
Bilið milli goðsagna og þjóðsagna er mjög mjótt.
Munurinn er sá að í goðsögninni er hetjunni lyft á æðri
stall og hún fær yfimáttúrulega krafta. Goðsagnir hafa
yfírleitt mikil áhrif á böm og hrífa þau með sér á óút-
skýranlegan hátt. Maurice Saxby segir um goðsagnir
og þjóðsögur í grein sinni, „Myth and Legend“:
Sennilega em goðsagnir og þjóðsögur áhrifa-
mestu tegundir bókmennta sem hægt er að
bjóða bömum - af mörgum ástæðum. Þær em
ekki aðeins erkitýpur, heldur miðla þær krafti
tungumálsins, virkja ímyndunaraflið, sefa
kvíða og leiða til innra jafnvægis og tilfinn-
ingalegrar og andlegrar vellíðunar.
(Saxby, s. 169)
Saxby nefnir sem dæmi Hobbitinn og Hringadrótt-
inssögu eftir J.R.R. Tolkien, sem nýtti sér grundvallar-
TO