Börn og menning - 01.09.2000, Qupperneq 23
BÖRN 06 AAENN|N6
efni goðsögunnar og þjóðsögunnar til að skrifa þessar
áhrifamiklu bamabækur. Joseph Campbell, sem hefur
ritað mikið um goðsagnir og eðli þeirra, heldur því fram í
The Power of Myth að vandi ungs fólks á okkar tímum
sé sá að það vanti goðsagnir til að útskýra fyrir þeim það
sem er handan sjóndeildarhringsins. Fomir helgisiðir
fólu í sér táknræna athöfn þar sem bömin vom tekin í
tölu fúllorðinna og köstuðu urn leið frá sér því sem til-
heyrir bemskunni. Campbell segir að djúpt inni í okkur
sé aldagömul þörf fyrir táknrænar athafnir. Hann heldur
því fram að unglingar sem ganga í klíkur með ákveðnum
táknrænum athöfnum og sérstökum hegðunarreglum
séu að uppfylla þessa vöntun, að búa til sínar eigin
goðsagnir.
Campbell bendir einnig á að bíómyndir sem byggja
á goðsögnum nái mjög auðveldlega til bama og ung-
linga. Hann tekur sem dæmi Stjörnustríð (gömlu mynd-
ina), sem sum böm sáu tuttugu til þrjátíu sinnum. í
henni finna bömin goðsagnir þar sem yfímáttúmleg
hetja berst við ill öfl. Nýja Stjömustriðsmyndin virðist
hafa sömu áhrif - böm sjást hvarvetna klæðast búning-
um og skikkjum, með geislasverð í hendi og taka á sig
ímynd goðsagnahetja frá Hollywood með þessum orð-
um: „May the Force be with you.“
Sem foreldrum fínnst okkur ef til vill athugavert að
bömin okkar leiki ekki lengur Gunnar á Hlíðarenda, Út-
garða-Loka eða Þór að sveifla hamri sínum gegn jötnum.
En getur það verið okkur að kenna? Getur verið að okkur
hafi ekki tekist að gera þessar hetjur jafn spennandi og
Darth Maul og Oki van Kenobi úr Star Warsl Höfum
við ekki nýtt menningararfinn okkar nógu vel til „endur-
vinnslu"?
Norræn goðafrœði í barnabókum
Á málþingi íslandsdeildar IBBY og SÍUNG í Gerðu-
bergi í apríl 1999 vakti Sólveig Ebba Ólafsdóttir, kenn-
ari, athygli á því hversu lítið framboð væri af skemmti-
legu lesefni fyrir böm um norræna goðafræði. I
framhaldi af því spunnust nokkrar umræður, þar sem
meðal annarra bókaverðir og kennarar upplýstu fundar-
gesti um brennandi áhuga bama á því litla sem í boði
væri, bæði bókum, myndablöðum og tölvuleikjum.
Leit mín á Borgarbókasafni Reykjavíkur að bama-
bókum með þessu efni sannreyndi kenningu Sólveigar
Ebbu. Þar er að fmna nokkrar myndabækur sem byggja
á norrænni goðafræði en flestar þeirra em þýddar úr
ensku eða Norðurlandamálum eins og bækur Lars-Hen-
rik Olsen, Ferð Eiríks til Ásgarðs (1987) og Ferð Eiríks
til Jötunheima (1988) sem vom endurútgefnar 1999.
Bækur eftir íslenska höfunda mátti telja á fíngrum
annarrar handar en þær vom til dæmis Baldursdraumur
Haraldar Guðbergssonar (1980), Iðunn og eplin eftir Ið-
unni Steinsdóttur (1987) og Sól yfir Dimmubjörgum
eftir Úlfar Harra Elíasson (1996). Fyrir eldri böm var
enn færri (eða næstum engar) íslenskar bækur að fínna
um þetta efni.
Bamabókahöfundar erlendis hafa fyrir löngu upp-
götvað kraftinn og dramað sem felst í norrænu goðsögn-
unum og nýtt sér það til hins ítrasta. Bretar em einkar
hrifnir af þessu viðfangsefni, sérstaklega Kevin Cross-
ley-Holland sem meðal annars skrifaði The Faber Book
of Northern Legends (1977), The Norse Myths (1980),
Axe-Age, Wolf-Age: A Selection from the Norse Myths
(1985) og Northern Lights: Legends, Sagas and Folk-
tales (1987). Ótaldar em bamabækur sem byggja á
heiðnum minnum, til dæmis The Weirdstone of Bris-
ingamen eftir Alan Gamer (1960) og áðumefndar bækur
Tolkiens. Þá hafa verið framleiddir tölvuleikir sem
byggja á norrænni goðafræði.
Tengsl norrœnnar goðafrœði við ísland
Þeir erlendu höfundar sem vinna úr norrænum goð-
sögnum virðast yfírleitt tengja upphaflega efnið við
norðurslóðir, Island og íslenskt landslag. Fremst í bók-
inni The Norse Myths eftir Kevin Crossley-Holland er
tilvitnun í Thomas Carlyle, sem segir:
Ég tel að norræn goðaffæði sé áhugaverðari en
nokkur önnur goðafræði fyrir okkur. í fyrsta
lagi er hún lífsseigust heiðinna trúarbragða -
hún hélt velli í hluta Evrópu fram á elleftu öld.
Norðmenn tilbáðu Óðin fyrir aðeins 800 ámm
síðan. Hún er áhugaverð sem trúarbrögð for-
feðra okkar en blóð þeirra rennur enn í æðum
okkar og við líkjumst þeim vafalaust á margan
hátt.
(Crossley-Holland, s. ix)
Þegar Carlyle talar um „okkur“ á hann eflaust við
norðanverða Evrópu. Þó svo að ásatrú hafi einu sinni
verið iðkuð í allri Norður-Evrópu tengja erlendir áhuga-
menn hana sennilega við ísland vegna þess að mest var
skráð um hana hér. Sú staðreynd er augljós þegar litið er
á þýzka bók eftir Walter Hansen er nefnist Asgard: Ent-
deckungsfart in die Germanische Götterwelt (1986) en
bókin lýsir eins konar ferðalagi um íslenskt landslag er
tengir það beint við norræna goðafræði. Þegar litið er
þessum augum á hið hrjóstmga íslenska landslag er auð-
velt að skilja hvemig það túlkar reiði guðanna og náttúm
sem hefúr sitt eigið líf.
Goðsagnir bera þannig gjaman keim af umhverfmu
sem þær spruttu úr. Grískar goðsagnir, sem hafa haft
mikil áhrif á vestræna menningu, fjalla um ljósið og